Illmenni Taken 2 staðfest

Eftir að hafa tilkynnt útgáfudag myndarinnar í fyrradag, staðfesti 20th Century Fox í dag að nú hefur hlutverk aðal illmennis Taken 2 verið fyllt; af engum öðrum en Rade Serbedzija. Rade er auðvitað þekktur sem einn af „þessum gaurum“; leikarar sem allir kannast við en enginn man nafnið á; og einnig sem illmenni í tugum kvikmynda.

Hann mun leika föður ræningjans úr fyrstu myndinni (hver nákvæmlega verður bara að koma í ljós) og hyggst fá hefnd eftir atburði hennar. Hann rænir Bryan Mills (Liam Neeson) og konu hans (Famke Janssen) á meðan fríi þeirra í Istanbúl stendur yfir og fær Mills dóttur sína (Maggie Grace) til að leita að þeim; ásamt því neyðist hann til að notast aftur við dauðlegu hæfileika sína til að komast úr klandrinu. Að svo stöddu eru allir þrír meðlimir fjölskyldunnar staðfestir aftur og munu sömu leikarar fara með hlutverkin.

Leikstjóri Transporter 3, Olivier Megaton, mun sjá um leikstjórnina á meðan að handritshöfundar fyrstu myndarinnar, þeir Luc Besson og Robert Mark Kamen, sjá um handritið.

Taken kallaði ekki beint á framhald á sínum tíma enda nógu góð sem stök saga. Hins vegar hafa skrýtnari hlutir gerst í Hollywood og hver veit, kannski verður framhaldið betra. Hún er væntanleg 5. október á næsta ári.