Fyrsta stiklan úr annarri þáttaröð af True Detective

farrell-vaughnFyrsta stiklan úr annarri þáttaröð af sjónvarpsþáttunum True Detective var sýnd í dag. Með aðalhlutverk að þessu sinni fara leikararnir Colin Farrell og Vince Vaughn.

Með önnur stærri hlutverk fara leikkonurnar Rachel McAdams og Kelly Reilly. McAdams leysir þriðja aðalhlutverkið af hólmi og leikur Ani Bezzerides, sem rannsakar dularfullt mál ásamt persónunum Ray Velcero (Farrell) og Frank Semyon (Vaughn). Kelly Reilly fer með hlutverk eiginkonu Frank Semyon.

Fyrsta þáttaröðin fékk einróma lof gagnrýnenda og skartaði þeim Matthew McConaughey og Woody Harrelson í aðalhlutverkum. Þáttaröðin gerðist í Lousiana, en að þessu sinni mun hún gerast í Kaliforníu.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr þáttunum.

Fyrsta þáttaröðin var frumsýnd með látum á HBO kapalsjónvarpsstöðinni bandarísku í janúar 2014. 2,3 milljón áhorfendur sáu fyrsta þáttinn sem þýðir að um er að ræða bestu frumsýningu sjónvarpsþáttar á sjónvarpsstöðinni síðan fyrsti þáttur Boardwalk Empire laðaði 4,8 milljón áhorfendur að viðtækjunum árið 2010.