Colin Farrell staðfestur í True Detective 2

Colin_FarrellLeikarinn Colin Farrell hefur verið staðfestur í aðalhlutverk í nýrri seríu af spennuþáttunum True Detective.

,,Ég er svo spenntur. Ég veit að þetta verða átta þættir og að við verðum 4-5 mánuði í tökum.“ sagði Farrell við írska dagblaðið Sunday World.

Farrell er fæddur á Írlandi og hefur leikið í myndum eins og Phone Booth, Horrible Bosses og Miami Vice.

Fyrsta þáttaröðin fékk einróma lof gagnrýnenda og skartaði þeim Matthew McConaughey og Woody Harrelson í aðalhlutverkum. Þáttaröðin gerðist í Lousiana, en að þessu sinni mun hún gerast í Kaliforníu.

2,3 milljónir manna sáu fyrsta þáttinn sem þýðir að um er að ræða bestu frumsýningu sjónvarpsþáttar á sjónvarpsstöðinni HBO síðan fyrsti þáttur Boardwalk Empire laðaði 4,8 milljón áhorfendur að viðtækjunum árið 2010