Frumsýning: Holy Motors

Græna ljósið frumsýnir á föstudaginn næsta, þann 1. febrúar, myndina Holy Motors. Þetta er fyrsta mynd Leos Carax í fullri lengd frá því hann sendi frá sér erótíska dramað Pola X árið 1999.

Sjáðu stikluna úr myndinni hér að neðan:

Í fréttatilkynningu frá Græna ljósinu segir að í Holy Motors fái Carax til liðs við sig stórstjörnurnar Eva Mendez og Kylie Minogue.

„Myndin vakti mikil viðbrögð á Cannes kvikmyndahátíðinni í maí 2012; ekki voru allir á eitt sáttir og margir sögðust ekki skilja um hvað myndin væri. Gagnrýnendur voru þó yfir sig hrifnir og á frumsýningunni var mikið fagnað.“

Holy Motors segir frá Óskari, skuggalegum karakter sem ferðast frá einu lífi til annars. Hann er til skiptis viðskiptajöfur, leigumorðingi, betlari, skrímsli, fjölskyldumaður … Í myndinni gætir áhrifa frá leikstjórum á borð við David Lynch og Fritz Lang og fantastísk einkenni Kafka, Aldous Huxley og Lewis Carroll svífa yfir vötnum.

Leikstjórn: Leos Carax
Aðalhlutverk: Eva Mendes, Kylie Minogue, Denis Lavany og Edith Scob.
Frumsýnd: 1. febrúar.
Sýnd í: Bíó Paradís.