Fréttir

Willow endurfundir í Han Solo mynd


Síðan leikstjórinn Ron Howard tók við leikstjórnartaumunum í nýju Han Solo hliðar-stjörnustríðsmyndinni, þá hefur hann verið duglegur að birta færslur á samfélagsmiðlum, meðal annars dularfullar ljósmyndir af tökustöðum. Nýlega gaf hann sér tíma til að tjá sig lítillega um mögulegt framhald ævintýramyndarinnar skemmtilegu Willow, en 30 ár eru síðan Howard…

Síðan leikstjórinn Ron Howard tók við leikstjórnartaumunum í nýju Han Solo hliðar-stjörnustríðsmyndinni, þá hefur hann verið duglegur að birta færslur á samfélagsmiðlum, meðal annars dularfullar ljósmyndir af tökustöðum. Nýlega gaf hann sér tíma til að tjá sig lítillega um mögulegt framhald ævintýramyndarinnar skemmtilegu Willow, en 30 ár eru síðan Howard… Lesa meira

Aniston og Witherspoon saman á ný í sjónvarpsþáttaröð


Friends stjarnan Jennifer Aniston og Legally Blonde og Walk the Line leikkonan Reese Witherspoon ætla að leiða saman hesta sína í nýrri sjónvarpsþáttaröð sem mun gerast í morgunþætti sjónvarpsstöðvar í New York. Handritshöfundur er Jay Carson, framleiðandi House of Cards sjónvarpsþáttanna vinsælu. Leikkonurnar eru báðar í framleiðsluteyminu, en Steve Kloves…

Friends stjarnan Jennifer Aniston og Legally Blonde og Walk the Line leikkonan Reese Witherspoon ætla að leiða saman hesta sína í nýrri sjónvarpsþáttaröð sem mun gerast í morgunþætti sjónvarpsstöðvar í New York. Handritshöfundur er Jay Carson, framleiðandi House of Cards sjónvarpsþáttanna vinsælu. Leikkonurnar eru báðar í framleiðsluteyminu, en Steve Kloves… Lesa meira

Dunkirk vinsælust hér og í USA


Stríðsmyndin sannsögulega Dunkirk, nýjasta mynd leikstjórans Christopher Nolan, var best sótta myndin bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum um nýliðna helgi. Rúmlega 4.000 manns komu til að sjá myndina í íslenskum kvikmyndahúsum og tekjur af aðsókninni námu tæpum sex milljónum króna. Lestu umfjöllun gagnrýnanda kvikmyndir.is um myndina hér Í Bandaríkjunum…

Stríðsmyndin sannsögulega Dunkirk, nýjasta mynd leikstjórans Christopher Nolan, var best sótta myndin bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum um nýliðna helgi. Rúmlega 4.000 manns komu til að sjá myndina í íslenskum kvikmyndahúsum og tekjur af aðsókninni námu tæpum sex milljónum króna. Lestu umfjöllun gagnrýnanda kvikmyndir.is um myndina hér Í Bandaríkjunum… Lesa meira

Nóg að komast lífs af


Í stuttu máli er „Dunkirk“ sjónræn upplifun eins og hún gerist best og fangar veruleika stríðs á frumlegan og áhrifaríkan hátt. -Taka skal fram að endanum er að hluta ljóstrað upp í lok gagnrýni – Árið 1940 í seinni heimsstyrjöldinn hefur þýski herinn króað af breska og franska hermenn og…

Í stuttu máli er „Dunkirk“ sjónræn upplifun eins og hún gerist best og fangar veruleika stríðs á frumlegan og áhrifaríkan hátt. -Taka skal fram að endanum er að hluta ljóstrað upp í lok gagnrýni - Árið 1940 í seinni heimsstyrjöldinn hefur þýski herinn króað af breska og franska hermenn og… Lesa meira

Westworld 2 stikla – Dolores plaffar niður fólk á hestbaki


Með auknum vinsældum vandaðra sjónvarpsþátta síðustu misseri hafa framleiðendur sjónvarpsefnis orðið sífellt meira áberandi á afþreyingarhátíðinni Comic-Con í San Diego í Bandaríkjunum sem nú er nýlokið. Sjónvarpsstöðin HBO var þar á meðal, en ein af þáttaröðunum sem HBO kynnti var önnur þáttaröð hinna velheppnuðu Westworld, sem fjallar um skemmtigarð fullan…

Með auknum vinsældum vandaðra sjónvarpsþátta síðustu misseri hafa framleiðendur sjónvarpsefnis orðið sífellt meira áberandi á afþreyingarhátíðinni Comic-Con í San Diego í Bandaríkjunum sem nú er nýlokið. Sjónvarpsstöðin HBO var þar á meðal, en ein af þáttaröðunum sem HBO kynnti var önnur þáttaröð hinna velheppnuðu Westworld, sem fjallar um skemmtigarð fullan… Lesa meira

OASIS sýndarheimur Spielberg – Fyrsta kitla úr Ready Player One


Bandaríski leikstjórinn Steven Spielberg afhjúpaði í gær fyrstu kitlu fyrir næstu stórmynd sína, Ready Player One, sem kemur í bíó hér á Íslandi 28. mars á næsta ári, á Comic Con afþreyingarhátíðinni í San Diego í Bandaríkjunum sem nú stendur yfir.  Kvikmyndin er gerð eftir viðfrægri vísindaskáldsögu Ernest Cline.  …

Bandaríski leikstjórinn Steven Spielberg afhjúpaði í gær fyrstu kitlu fyrir næstu stórmynd sína, Ready Player One, sem kemur í bíó hér á Íslandi 28. mars á næsta ári, á Comic Con afþreyingarhátíðinni í San Diego í Bandaríkjunum sem nú stendur yfir.  Kvikmyndin er gerð eftir viðfrægri vísindaskáldsögu Ernest Cline.  … Lesa meira

Jaeger uppreisnin hefst – fyrsta kitla úr Pacific Rim: Uprising


Star Wars leikarinn Jon Boyega býður áhorfendum að taka þátt í „Jaeger uppreisninni“ í fyrsta „ráðningarmyndbandinu“ fyrir Pacific Rim: Uprising, framhaldi hinnar ágætu Pacific Rim frá árinu 2013. Pacific Rim myndirnar fjalla um innrás risaskrímsla til Jarðar og baráttu risavélmenna, sem menn stjórna, við skrímslin. Áður en Boyega birtist á skjánum…

Star Wars leikarinn Jon Boyega býður áhorfendum að taka þátt í "Jaeger uppreisninni" í fyrsta "ráðningarmyndbandinu" fyrir Pacific Rim: Uprising, framhaldi hinnar ágætu Pacific Rim frá árinu 2013. Pacific Rim myndirnar fjalla um innrás risaskrímsla til Jarðar og baráttu risavélmenna, sem menn stjórna, við skrímslin. Áður en Boyega birtist á skjánum… Lesa meira

Stórleikkonur í streymisþjónustum


Tvær stórleikkonur eru á leiðinni á sjónvarpsskjáinn í gegnum streymisþjónustur Amazon og Netflix, Julia Roberts og Sandra Bullock. Roberts hefur gert samning við Amazon um tvær þáttaraðir af sjónvarpsþáttunum Homecoming eftir Mr. Robot höfundinn Sam Esmail, en að auki þá hefur hún gert samning við sjónvarpsstöðina HBO, um nýja ónefnda…

Tvær stórleikkonur eru á leiðinni á sjónvarpsskjáinn í gegnum streymisþjónustur Amazon og Netflix, Julia Roberts og Sandra Bullock. Roberts hefur gert samning við Amazon um tvær þáttaraðir af sjónvarpsþáttunum Homecoming eftir Mr. Robot höfundinn Sam Esmail, en að auki þá hefur hún gert samning við sjónvarpsstöðina HBO, um nýja ónefnda… Lesa meira

Snjókarl Nesbø fær fyrstu stiklu – Fassbender er Harry Hole


Fyrsta stiklan er komin út fyrir kvikmynd byggðri á hinni geysivinsælli spennusögu Jo Nesbø, The Snowman, eða Snjókarlinn eins og bókin heitir í íslenskri þýðingu. Sagan fjallar um rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole frá Osló í Noregi sem reynir klófesta morðingja sem kallaður er Snjókarlinn. Áður hefur kvikmyndin Headhunters verið gerð eftir…

Fyrsta stiklan er komin út fyrir kvikmynd byggðri á hinni geysivinsælli spennusögu Jo Nesbø, The Snowman, eða Snjókarlinn eins og bókin heitir í íslenskri þýðingu. Sagan fjallar um rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole frá Osló í Noregi sem reynir klófesta morðingja sem kallaður er Snjókarlinn. Áður hefur kvikmyndin Headhunters verið gerð eftir… Lesa meira

Will Smith veitir þrjár óskir


Disney kvikmyndafyrirtækið hefur ráðið Independence Day leikarann Will Smith í hlutverk andans í lampanum, í nýrri leikinni mynd um ævintýri Aladdins. Þá hefur Power Rangers leikkonan Naomi Scott verið ráðin í hlutverk Jasmínar prinessu og Mena Massoud verður Aladdin. Upprunalega teiknimyndin um Aladdin sem frumsýnd var árið 1992, var gamansöm…

Disney kvikmyndafyrirtækið hefur ráðið Independence Day leikarann Will Smith í hlutverk andans í lampanum, í nýrri leikinni mynd um ævintýri Aladdins. Þá hefur Power Rangers leikkonan Naomi Scott verið ráðin í hlutverk Jasmínar prinessu og Mena Massoud verður Aladdin. Upprunalega teiknimyndin um Aladdin sem frumsýnd var árið 1992, var gamansöm… Lesa meira

Kvikmynda Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus


Hver man ekki eftir sjálfshjálparbókinni Menn eru frá Mars, konur eru frá Venus eftir Dr. John Gray sem kom út á Íslandi árið 1995 og seldist í bílförum? Nú geta menn byrjað að láta sig hlakka til því framleiðslufyrirtækið Legendary Entertainment hefur keypt kvikmyndaréttinn að bókinni, að því er heimildir…

Hver man ekki eftir sjálfshjálparbókinni Menn eru frá Mars, konur eru frá Venus eftir Dr. John Gray sem kom út á Íslandi árið 1995 og seldist í bílförum? Nú geta menn byrjað að láta sig hlakka til því framleiðslufyrirtækið Legendary Entertainment hefur keypt kvikmyndaréttinn að bókinni, að því er heimildir… Lesa meira

Heill sé þér Caesar


Í stuttu máli er „War For the Planet of the Apes“ hreint stórkostleg mynd í alla staði. Að loknum viðburðum í „Rise of the Planet of the Apes“ (2011) og „Dawn of the Planet of the Apes“ (2014) situr leiðtogi apanna, Caesar (Andy Serkis), uppi með stríð milli manna og…

Í stuttu máli er „War For the Planet of the Apes“ hreint stórkostleg mynd í alla staði. Að loknum viðburðum í „Rise of the Planet of the Apes“ (2011) og „Dawn of the Planet of the Apes“ (2014) situr leiðtogi apanna, Caesar (Andy Serkis), uppi með stríð milli manna og… Lesa meira

Aulinn ég 3 hafði sætaskipti við Köngulóarmanninn


Sætaskipti urðu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina þegar teiknimyndin Aulinn ég 3 gerði sér lítið fyrir og fór úr öðru sæti listans og upp í það fyrsta, en í staðinn mátti Köngulóarmaðurinn, eða Spider-Man: Homecoming, sætta sig við að fara niður um eitt sæti, niður í sæti númer…

Sætaskipti urðu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina þegar teiknimyndin Aulinn ég 3 gerði sér lítið fyrir og fór úr öðru sæti listans og upp í það fyrsta, en í staðinn mátti Köngulóarmaðurinn, eða Spider-Man: Homecoming, sætta sig við að fara niður um eitt sæti, niður í sæti númer… Lesa meira

Toy Story 4 saga og nýr leikstjóri


Josh Cooley hefur verið hækkaður í tign í teiknimyndinni Toy Story 4, úr því að vera aðstoðarleikstjóri upp í að vera leikstjóri. John Lassiter, yfirmaður teiknimyndamála hjá Disney, tilkynnti þetta í pallborðsumræðum á D23 ráðstefnu Disney á föstudaginn. Lasseter, sem sjálfur leikstýrði fyrstu tveimur Toy Story myndunum og lítur á…

Josh Cooley hefur verið hækkaður í tign í teiknimyndinni Toy Story 4, úr því að vera aðstoðarleikstjóri upp í að vera leikstjóri. John Lassiter, yfirmaður teiknimyndamála hjá Disney, tilkynnti þetta í pallborðsumræðum á D23 ráðstefnu Disney á föstudaginn. Lasseter, sem sjálfur leikstýrði fyrstu tveimur Toy Story myndunum og lítur á… Lesa meira

Queen myndin verður gerð – tökur hefjast í september


Greint er frá því á opinberri heimasíðu bresku hljómsveitarinnar Queen, að nú sé myndin Bohemian Rhapsody loksins að fara í gang, en myndin mun fjalla um sögu hljómsveitarinnar og söngvara hennar Freddie Mercury, sem lést úr Eyðni árið 1991. Á síðunni er staðfest að X-Men og The Usual Suspects leikstjórinn…

Greint er frá því á opinberri heimasíðu bresku hljómsveitarinnar Queen, að nú sé myndin Bohemian Rhapsody loksins að fara í gang, en myndin mun fjalla um sögu hljómsveitarinnar og söngvara hennar Freddie Mercury, sem lést úr Eyðni árið 1991. Á síðunni er staðfest að X-Men og The Usual Suspects leikstjórinn… Lesa meira

Illmennið afhjúpað í Kingsman: The Golden Circle


Illmenni myndarinnar Kingsman: The Golden Circle, framhaldi hinnar geysivinsælu Kingsman: The Secret Service, hefur verið afhjúpað, en það hin hræðilega Poppy, en undir vinalegu brosi, leynist harðsnúinn þorpari sem mun gera aðalpersónu myndarinnar, Eggsy, lífið leitt. „Hún er svona dásemd og uppáhald allra, sem fór út af sporinu,“ segir leikstjórinn…

Illmenni myndarinnar Kingsman: The Golden Circle, framhaldi hinnar geysivinsælu Kingsman: The Secret Service, hefur verið afhjúpað, en það hin hræðilega Poppy, en undir vinalegu brosi, leynist harðsnúinn þorpari sem mun gera aðalpersónu myndarinnar, Eggsy, lífið leitt. "Hún er svona dásemd og uppáhald allra, sem fór út af sporinu," segir leikstjórinn… Lesa meira

Verður ung Streep í Mamma Mia 2


Baby Driver leikkonan Lily James hefur verið ráðin í hlutverk í framhaldi hinnar geysivinsælu „ABBA“ kvikmyndar Mamma Mia frá árinu 2008, Mamma Mia: Here We Go Again. Meryl Streep, Colin Firth og Amanda Seyfried snúa öll aftur í sömu hlutverkum og áður, og Ol Parker skrifar handrit og leikstýrir. James…

Baby Driver leikkonan Lily James hefur verið ráðin í hlutverk í framhaldi hinnar geysivinsælu "ABBA" kvikmyndar Mamma Mia frá árinu 2008, Mamma Mia: Here We Go Again. Meryl Streep, Colin Firth og Amanda Seyfried snúa öll aftur í sömu hlutverkum og áður, og Ol Parker skrifar handrit og leikstýrir. James… Lesa meira

Stranger Things 2 – óveðursskýin hrannast upp


Undarlegir hlutir gerðust í bænum Hawkins í Indiana fylki í Bandaríkjunum í nóvember árið 1983. Will Byers hvarf, móðir hans fór að gefa jólaljósum sérstakan gaum,  allir gleymdu Barb, og Demogorgoninn olli miklum usla. Þetta var um það bil það helsta sem gerðist í Netflix þáttunum Stranger Things sem slógu…

Undarlegir hlutir gerðust í bænum Hawkins í Indiana fylki í Bandaríkjunum í nóvember árið 1983. Will Byers hvarf, móðir hans fór að gefa jólaljósum sérstakan gaum,  allir gleymdu Barb, og Demogorgoninn olli miklum usla. Þetta var um það bil það helsta sem gerðist í Netflix þáttunum Stranger Things sem slógu… Lesa meira

MI 6 teymið pakkar saman í Nýja Sjálandi


Leikstjórinn Christopher McQuarrie og Mission: Impossible 6 leikhópurinn hans hafa gert víðreist síðustu vikur og mánuði, við tökur á nýjustu Mission Impossible myndinni, þeirri sjöttu í röðinni. Í tilefni af því að tökum lauk á Nýja Sjálandi á dögunum, þá setti aðalstjarna myndarinnar og framleiðandi, Tom Cruise, mynd á Twitter…

Leikstjórinn Christopher McQuarrie og Mission: Impossible 6 leikhópurinn hans hafa gert víðreist síðustu vikur og mánuði, við tökur á nýjustu Mission Impossible myndinni, þeirri sjöttu í röðinni. Í tilefni af því að tökum lauk á Nýja Sjálandi á dögunum, þá setti aðalstjarna myndarinnar og framleiðandi, Tom Cruise, mynd á Twitter… Lesa meira

Nýtt í bíó – War for the Planet of the Apes


Þriðja apaplánetumyndin, War for the Planet of the Apes, verður frumsýnd á miðvikudaginn í Smárabíói, Háskólabíói, Sambíóin Egilshöll, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Eftir að apaflokkur Caesars verður fyrir miklum skaða í árásum hersveitar undir stjórn hins illvíga Colonels segir Caesar honum og mönnum hans stríð á hendur. War for the Planet…

Þriðja apaplánetumyndin, War for the Planet of the Apes, verður frumsýnd á miðvikudaginn í Smárabíói, Háskólabíói, Sambíóin Egilshöll, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Eftir að apaflokkur Caesars verður fyrir miklum skaða í árásum hersveitar undir stjórn hins illvíga Colonels segir Caesar honum og mönnum hans stríð á hendur. War for the Planet… Lesa meira

Köngulóarmaðurinn vann toppbaráttuna


Það var hörð keppni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina en þar kepptu tvær myndir um hylli bíógesta; Spider-Man: Homecoming og Aulinn ég 3. Svo fór að Spider-Man, eða Köngulóarmaðurinn eins og hann heitir á íslensku hafði betur, en aðeins munaði um 140 þúsund krónum á tekjum myndanna. Baby…

Það var hörð keppni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina en þar kepptu tvær myndir um hylli bíógesta; Spider-Man: Homecoming og Aulinn ég 3. Svo fór að Spider-Man, eða Köngulóarmaðurinn eins og hann heitir á íslensku hafði betur, en aðeins munaði um 140 þúsund krónum á tekjum myndanna. Baby… Lesa meira

Brolin ummyndast í Cable í Deadpool 2


Kvikmmyndaleikarinn Josh Brolin gaf aðdáendum sínum innsýn í það hvernig persóna hans Cable muni líta út í ofurhetjumyndinni Deadpool 2, þegar hann deildi mynd af sér í förðunarstólnum á Instagram, með hálft andlitið blátt. Deadpool 2 er framhald Deadpool sem sló í gegn og var aðsóknarmesta bannaða mynd síðasta árs í…

Kvikmmyndaleikarinn Josh Brolin gaf aðdáendum sínum innsýn í það hvernig persóna hans Cable muni líta út í ofurhetjumyndinni Deadpool 2, þegar hann deildi mynd af sér í förðunarstólnum á Instagram, með hálft andlitið blátt. Deadpool 2 er framhald Deadpool sem sló í gegn og var aðsóknarmesta bannaða mynd síðasta árs í… Lesa meira

Enn eitt upphaf Köngulóarmannsins vel heppnað


Í stuttu máli er þriðja upphaf Köngulóarmannsins á fimmtán árum gríðarlega vel heppnuð skemmtun og gefur lofandi fyrirheit um frekari ævintýri. Nýtt upphaf Köngulóarmannsins fékk smá þjófstart í „Captain America: Civil War“ á síðasta ári og í „Spider-Man: Homecoming“ er endurræsingin fullkláruð og hann orðinn hluti af Avengers heiminum sem…

Í stuttu máli er þriðja upphaf Köngulóarmannsins á fimmtán árum gríðarlega vel heppnuð skemmtun og gefur lofandi fyrirheit um frekari ævintýri. Nýtt upphaf Köngulóarmannsins fékk smá þjófstart í „Captain America: Civil War“ á síðasta ári og í „Spider-Man: Homecoming“ er endurræsingin fullkláruð og hann orðinn hluti af Avengers heiminum sem… Lesa meira

Afhverjum fórum við ekki bara til Vegas – Fyrsta stikla úr The Ritual


Menn takast á við áföll og missi með ýmsum hætti. Sumir sökkva sér ofaní sorgina, en aðrir dreifa huganum með einhverju áhugamáli svo dæmi séu tekin. Rafe Spall og skólabræður hans í hrollvekjunni The Ritual ákveða hinsvegar að fara í fjallgöngu í skuggalegum skógi í Skandinavíu. Þetta byrjar allt á…

Menn takast á við áföll og missi með ýmsum hætti. Sumir sökkva sér ofaní sorgina, en aðrir dreifa huganum með einhverju áhugamáli svo dæmi séu tekin. Rafe Spall og skólabræður hans í hrollvekjunni The Ritual ákveða hinsvegar að fara í fjallgöngu í skuggalegum skógi í Skandinavíu. Þetta byrjar allt á… Lesa meira

Hellboy endurræstur með Stranger Things leikara


Stranger Things leikarinn David Harbour mun leika djöfladrenginn og ofurhetjuna Hellboy í nýrri endurræsingu framleiðslufyrirtækisins Lionsgate á Hellboy myndunum. Ofurhetjan Hellboy er sköpunarverk Mike Mignola, piltur sem kemur ungur að aldri beinustu leið frá helvíti en er alinn upp sem venjulegur drengur. Honum vaxa horn sem hann sverfur niður sem…

Stranger Things leikarinn David Harbour mun leika djöfladrenginn og ofurhetjuna Hellboy í nýrri endurræsingu framleiðslufyrirtækisins Lionsgate á Hellboy myndunum. Ofurhetjan Hellboy er sköpunarverk Mike Mignola, piltur sem kemur ungur að aldri beinustu leið frá helvíti en er alinn upp sem venjulegur drengur. Honum vaxa horn sem hann sverfur niður sem… Lesa meira

Lloyd klár í Back to the Future 4


Back to the Future leikarinn Christopher Lloyd segir að ef gerð verði Back to the Future mynd númer fjögur, þá sé hann  klár í slaginn. Leikarinn, sem nú er 77 ára gamall, lék hinn léttgeggjaða vísindamann Dr. Emmett Brown í upphaflega þríleiknum, sem kallaðist Aftur til framtíðar á íslensku. Í…

Back to the Future leikarinn Christopher Lloyd segir að ef gerð verði Back to the Future mynd númer fjögur, þá sé hann  klár í slaginn. Leikarinn, sem nú er 77 ára gamall, lék hinn léttgeggjaða vísindamann Dr. Emmett Brown í upphaflega þríleiknum, sem kallaðist Aftur til framtíðar á íslensku. Í… Lesa meira

Sly fer hamförum á Instagram með Creed 2 vs. Rocky IV


Í janúar á síðasta ári sagði Sylvester Stallone frá því að framhaldsmynd væri á leiðinni af boxmyndinni Creed, sem var hliðarsaga af hinum goðsagnakenndu Rocky myndum Stallone. Verkefnið hefur þó verið í hálfgerðu frosti um langa hríð, þar sem leikstjórinn Ryan Coogler og aðalstjarnan Michael B. Jordan, eru á fullu…

Í janúar á síðasta ári sagði Sylvester Stallone frá því að framhaldsmynd væri á leiðinni af boxmyndinni Creed, sem var hliðarsaga af hinum goðsagnakenndu Rocky myndum Stallone. Verkefnið hefur þó verið í hálfgerðu frosti um langa hríð, þar sem leikstjórinn Ryan Coogler og aðalstjarnan Michael B. Jordan, eru á fullu… Lesa meira

Tónelskur flóttabílstjóri heillaði landann


Baby Driver, nýja myndin frá Shaun of the Dead leikstjóranum Edgar Wright, sló í gegn hér á landi og í Bandaríkjunum um helgina. Í Bandaríkjunum fór hún beint í annað sæti aðsóknarlistans, með 21 milljón bandaríkjadala í tekjur, en hér á landi var það ekkert minna en toppsætið sem dugði,…

Baby Driver, nýja myndin frá Shaun of the Dead leikstjóranum Edgar Wright, sló í gegn hér á landi og í Bandaríkjunum um helgina. Í Bandaríkjunum fór hún beint í annað sæti aðsóknarlistans, með 21 milljón bandaríkjadala í tekjur, en hér á landi var það ekkert minna en toppsætið sem dugði,… Lesa meira

Nýtt í bíó – Spider-Man: Homecoming


Marvel ofurhetjumyndin Spider-Man: Homecoming verður frumsýnd á miðvikudaginn í Smárabíói, Háskólabíói, Sambíóunum Egilshöll, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Hinn ungi Peter Parker (sem við þekkjum öll sem Spider-Man) birtist okkur fyrst í Captain America: Civil War. Nú þarf hann að fóta sig í nýja ofurhetjuhlutverki sínu í Spider-Man: Homecoming. Peter er spenntur…

Marvel ofurhetjumyndin Spider-Man: Homecoming verður frumsýnd á miðvikudaginn í Smárabíói, Háskólabíói, Sambíóunum Egilshöll, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Hinn ungi Peter Parker (sem við þekkjum öll sem Spider-Man) birtist okkur fyrst í Captain America: Civil War. Nú þarf hann að fóta sig í nýja ofurhetjuhlutverki sínu í Spider-Man: Homecoming. Peter er spenntur… Lesa meira

Ævi Morrissey fram að The Smiths – Fyrsta stikla


Fyrsta stiklan fyrir sannsögulega kvikmynd sem byggð er á ævi söngvara hljómsveitarinnar The Smiths, Morrissey, er komin út. Myndin fjallar um líf hans þar til hann hittir gítarleikarann Johnny Marr og þeir stofna The Smiths. Frumsýna á myndina á kvikmyndahátíðinni í Edinborg nú um helgina, en von er á henni…

Fyrsta stiklan fyrir sannsögulega kvikmynd sem byggð er á ævi söngvara hljómsveitarinnar The Smiths, Morrissey, er komin út. Myndin fjallar um líf hans þar til hann hittir gítarleikarann Johnny Marr og þeir stofna The Smiths. Frumsýna á myndina á kvikmyndahátíðinni í Edinborg nú um helgina, en von er á henni… Lesa meira