Atwell kona Bangsímonstráks

Leikkonan Hayley Atwell hefur verið ráðin í stórt hlutverk í Disney kvikmyndinni Christopher Robin, á móti Ewan McGregor, sem fer með titilhlutverkið í myndinni. Ekki er langt síðan leikkonan kom síðast fram í Disney myndunum Cinderella og og Ant Man.

Söguþráður myndarinnar gefur til kynna að hér sé um að ræða kvikmynd sem er eins konar blanda af Hook og Paddington, en hún segir frá því þegar Christopher Robin ( strákurinn úr Bangsímon ) ákveður að snúa baki við lífinu með Bangsímon og hinum félögum sínum, og einbeita sér að fullorðinslífinu. En þegar vinnan er farin að skyggja á skuldbindingar hans gagnvart fjölskyldunni, þá fær hann skyndilega Bangsímon í heimsókn, sem þarfnast hjálpar hans við að finna vini sína.  Nú þarf Robin að finna út úr því hvernig hann getur haldið áfram að sinna báðum þessum heimum, nýja og gamla lífinu, en eiga á sama tíma á hættu að glata þeim báðum. Atwell mun leika eiginkonu Robin í myndinni.

Leikstjóri myndarinnar er Marc Forster, en handrit skrifar Hidden Figures höfundurinn Allison Schroeder.

Atwell lék nú nýverið í lagadramanu Conviction, og leikur aðalhlutverk í nýrri stuttseríu-útgáfu af kvikmyndinni Howards End.