Náðu í appið
Öllum leyfð

Winnie the Pooh 2011

(Bangsímon)

Frumsýnd: 14. október 2011

Oh Pooh.

63 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 74
/100

Eins og svo oft áður rekur löngun Bangsímons hann til að næla sér í dálítið hunang frá býflugunum sem eru alls ekki á því að láta það af hendi möglunarlaust. Bangsímon þarf því að flýja eins og fætur toga, ekki í fyrsta skipti og alls ekki það síðasta. Seinna misskilur Bangsímon bréf frá Robin og sannfærist um að honum hafi verið rænt af einhverjum... Lesa meira

Eins og svo oft áður rekur löngun Bangsímons hann til að næla sér í dálítið hunang frá býflugunum sem eru alls ekki á því að láta það af hendi möglunarlaust. Bangsímon þarf því að flýja eins og fætur toga, ekki í fyrsta skipti og alls ekki það síðasta. Seinna misskilur Bangsímon bréf frá Robin og sannfærist um að honum hafi verið rænt af einhverjum sem kallar sig “Kembráðum Aftur”. Til að bjarga Robin safnar Bangsímon öllum vinum sínum saman og það er ákveðið að frelsa drenginn áður en það verður um seinan. Á meðan á Eyrnaslapi í hinni verstu krísu því hann vantar nýjan hala. Af þessum sökum er hann einstaklega niðurdreginn en samt til í að prófa hinar ýmsu gerðir af “skottum” sem félagar hans í skóginum mæla með. Og þetta er bara brot af þeim skemmtilegheitum og ævintýrum sem bíða kvikmyndahúsagesta, en óhætt er að fullyrða að hinir fullorðnu eigi eftir að skemmta sér jafn vel og yngri kynslóðirnar yfir uppátækjum Bangsímons og félaga. ... minna

Aðalleikarar

Skemmtileg
Ég fór á þessa með þriggja ára dóttur minni og skemmti mér mjög vel. Þetta eru skemmtilegar persónur, lífið er svo einfalt þarna í Hundrað ekru skógi, og lítill misskilningur er efni í heila bíómynd.

Þetta er teiknað í bókarstíl - en samt er smá Disney bragur á myndinni, sem mér fannst aðeins miður, en oftast nær hélt sér þessi skemmtilegi bókarbragur.

ég gef henni átta stjörnur af tíu.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nostalgíu-skot ársins
Á undanförnum árum hafa tölvugerðar teiknimyndir tekið yfir handgerðar teiknimyndir, allavega hér á vestræna hluta heimsins. Austurlenskar teiknimyndir virðast halda sínu, þrátt fyrir að það koma auðvitað tölvugerðar myndir líka. Eftir að hafa gert 45 myndir í fullri lengd þá byrjuðu Disney að nýta sér tölvutæknina (og byrjuðu með Chicken Little, sem er að mínu mati versta myndin þeirra - þeir bættu sig síðan með myndum á borð Meet The Robinsons, Tangled og Bolt). Samkvæmt því sem ég veit eru þeir byrjaðir núna að koma með handgerða teiknimynd annað hvert ár á og tölvugerða á milli. Árið 2009 kom The Princess And The Frog sem ég var ekkert rosalega hrifinn af. Og núna er ný útgáfa af Winnie The Pooh komin í bíó, 34 árum eftir að sú fyrsta leit dagsins ljós.

Ég var mjög hrifinn af þessari nýju mynd. Af öllum þeim Winnie The Pooh (eða Bangsímon) myndum sem ég hef séð þá er þessi sú besta. Myndin er þar að auki besta teiknimynd ársins (enda hefur ekki verið mikil samkeppni hingað til) og besta mynd Disney síðan Emperor’s New Groove.

Bangsímon myndirnar hafa alltaf haldið tóni og sjarma bókanna vel út og er þessi engin undanteking. Þessi mynd bætir hins vegar marga hluti. Til að byrja með er handritið mjög vel unnið. Samskipti karakteranna eru góð, myndin er hnittin og þegar hún er fyndin getur hún verið mjög fyndin. Lang besta atriði myndarinnar var þegar flestir karakterarnir eru fastir í holu. Húmorinn í því atriði ætlaði aldrei að hætta.

Karakterarnir bættu líka við góðri skemmtilegheit með hversu barnalegir (naïve), saklausir, hræddir og (stundum) ómeðvitaðir þeir voru. Þar sem ég hef aldrei verið hrifinn af Tigger var ég ánægður að hann var ekki það mikið í myndinni. Og Bangsímon hefur þann eiginleika að vera bæði of sjálfselskur en nær samt að halda þessum myndum uppi. Í hvert skipti sem ég tek mynd með honum fer mér að líka aðeins betur við hann, þó hann sé ekki einn af mínum uppáhalds. Eeyore (Eyrnaslapi) hefur alltaf verið í góðu uppáhaldi hjá mér.

Talandi um karakteranna, talsetning raddleikaranna er frábær. Allir passa vel við karakteranna sína og eru ekki ósvipaðir upprunalegu raddleikurunum. Jim Cummings fær hinsvegar frábært hrós fyrir að ná Bangsímon fullkomlega. Við erum jú talandi um manninn sem söng síðari hluta “Be Prepared” úr Lion King eftir að upprunalegi raddleikarinn (Jeremy Irons) missti röddina og munurinn er nánast enginn. John Cleese er líka frábær sem sögumaðurinn.

Eitt af því sem gerir Bangsímon af frekar frumlegum myndum er stíllinn. Sumar myndirnar þeirra nýta bókina sem hluta af umhverfinu. Oft kemur fyrir að karakterar fara fyrir utan náttúrulega umhverfið og enda á bókstöfunum. Það er bæði frumlegt og fyndið á sama tíma. Það er líka gaman að sjá smáatriðin með orðin. Setningarnar sem sjást eru nákvæmlega eins og handritið er. Ódýri sjarmurinn (eins og í fyrstu myndinni) er líka til staðar, sérstaklega þegar kemur að augabrúnum, og röndunum hjá Tigger.

Bakgrunnurinn er fallega teiknaður og litríkur. Og ég elska alltaf þegar ég sé lélegu stafsetninguna sem er inn í myndinni og hversu illa flestir lesa og stafa. Það koma því miður tvö atriði þar sem kemur augljós tölvugerð og í bæði skiptin er það hungang. Jafnvel þótt þetta fór ekki mikið í taugarnar á mér hefði auðveldlega mátt sleppa því að hafa það tölvugert. Hitt sýruatriði myndarinnar (sem lítur út fyrir að vera krítað) bætir hinsvegar vel fyrir það.

Lögin í myndinni eru stutt en flest af þeim eru frekar grípandi og skemmtileg. Talandi um stutt, versti galli myndarinnar er hversu stutt hún er. Með kredit-lista er lengdin á myndinnni aðeins meira en klukkutími. Ég hefði alls ekki kvartað yfir því ef myndin væri lengri. Sagan sjálf er auðvitað þunn (en hver mun búast við öðru í þessari mynd) enda eru karakterarnir kjarni myndarinnar og ná flestir að vera mjög eftirminnilegir.

Börn ættu að geta skemmt sér yfir karakterunum og litríku umhverfi myndarinnar á meðan fullorðnir ættu að geta skemmt sér yfir hnittu handriti, góðum raddleik og mynd sem angar af nostalgíu. Disney, það er kominn tími til að ykkar mynd vinnur Óskar.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

23.07.2015

Losar sverð úr steðja

Disney heldur áfram að færa teiknimyndir sínar yfir í leikinn búning og nú er fyrirtækið með í undirbúningi leikna útgáfu af "Sword in Stone" eða Sverð fast í steini, í lauslegri þýðingu. Handritið mun Game of...

03.04.2015

Bangsímon lifnar við

Disney fyrirtækið hyggst gera leikna kvikmynd um bangsann vinsæla, Bangsímon, eða Winnie the Pooh, eins og hann heitir á frummálinu. Disney hefur gert hverja leiknu ævintýramyndina á fætur annarri upp á síðkastið með g...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn