Náðu í appið
Öllum leyfð

Meet the Robinsons 2007

Frumsýnd: 30. mars 2007

If you think your family's different, wait 'til you meet the family of the future.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Lewis er ofurgáfaður 12 ára drengur. Nýjasta og metnaðarfyllsta verkefnið hans er minnisskanninn. Hann bindur vonir við að skanninn hjálpi honum að endurheimta minningar um móður sína og varpi jafnvel ljósi á ástæður þess að hún ákvað að gefa hann til ættleiðingar. Áður en honum tekst að fá svör við spurningum sínum er uppfinningu hans stolið af... Lesa meira

Lewis er ofurgáfaður 12 ára drengur. Nýjasta og metnaðarfyllsta verkefnið hans er minnisskanninn. Hann bindur vonir við að skanninn hjálpi honum að endurheimta minningar um móður sína og varpi jafnvel ljósi á ástæður þess að hún ákvað að gefa hann til ættleiðingar. Áður en honum tekst að fá svör við spurningum sínum er uppfinningu hans stolið af hinum illa Bowler Hat Guy. Í kjölfar þessa er Lewis afar miður sín og hefur svo til gefið upp alla von um bjarta framtíð. Þegar hann er hvað lengst niðri birtist allt í einu dularfullur drengur að nafni Wilbur Robinson sem dregur Lewis með sér í tímavél og ferðast þeir saman fram í tímann til að eyða svolitlum tíma með afar sérviturri fjölskyldu Wilbur. Í óþekkjanlegum heimi lítur út fyrir að Lewis gæti loksins fundið það sem hann hefur alltaf þráð; fjölskyldu... minna

Aðalleikarar

Tímaflakk er awesome
Lewis (Jordan Fry) er 12 ára munaðarleysingi sem er vísinda snillingur. Í byrjun myndarinar þá er mamma Lewis að sitja hann á munaðarleysingahæli en því miður sá enginn hana. Þegar Lewis er orðinn 12 ára þá er hann búinn að fara í mjög mörg viðtöl um að reyna að ættleiða hann en hann er búinn að fara í svo mörg þannig að honum er alveg sama um þau núna svo hann fer að reyna að muna eftir mömmu sinni og býr til minnisskannara. Í vísindahátíðinni þá eyðileggur Bowler Hat Guy (Stephen J. Anderson) þetta fyrir honum. Á þessari hátíð þá hittir Lewis, Wilbur (Wesley Singerman) og hann kemur úr framtíðinni. Svo fara þeir samann Lewis og Wilbur í framtíðinna, skindilega þá bilar tímavélin þerra og þeir rétt ná heim til Wilbur svo ætla þeir að fara að laga hana en þá hittir Lewis næstum alla fjölskylduna hans Wilbur þannig að þá breytist planið. En svo loks fara þeir að reyna að laga tímavélina. Planið hans Bowler Hat Guy er að eyðileggja alla framtíð Lewis. Skindilega þá fattar Lewis að Wilbur hefur allt það sem hann hefur alltaf þráð að hafa; fjölskyldu svo hann fer að þykja vænntum þau öll....

Svo þegar ég var búinn að sjá Meet the Robinson þá fattaði ég að þetta er þrusu mynd sem ég hafði bara mjög gamann af. Já það er alveg fullt af karakterum og fullt af eitthverjum draumum sem mörgum langar að prufa þá er þetta einhverskonar góð upplifjun að sjá allt þetta í einni mynd. Það eru alveg nokkrir gallar líka, það er enginn mynd galla laus hingað til. Þeir í Disney ættu að vanda sig aðeins meira við þessa mynd.
Meet the Robinson er eitt af mínum bestu myndum Disneys samt nær hún ekki þessum gömlu góðu klassanum. Það tékur samt smá tíma í myndinni að ná góðum áttum í henni áður en það verður of augljóst, ég ætla ekki að spoilera neitt.

Það þarf ekki mikið að láta mann hlæja, Meet the Robinson hefur svo sannanlega þann hæfileika annað en margar myndir t.d. Date Movie á sér engann hlátur hjá neinum en þessi fallega fjölskyldumynd kemur með mjög góða brandara á köflum. Þó að það séu ekki allir karakternir með góða stefnu það samt verður að vera í svona myndum með mörgum karakterum þá er ekki hægt að láta alla hafa góða stefnu en samt það eru aðeins fáir þannig.

Einkunn: 7/10 - "Meet the Robinson er vönduð fjölskyldumynd með góða brandara. Hún bætir alla vonina að gera tímavél (Eins og Back to the Future) en endinn dettur út af sporinu svoldið en samt ekki svo mikið"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábær bæting
Disney hafa augljóslega séð hvað var að Chicken Little, því bætingarnar frá henni til Meet The Robinsons eru með þeim betri sem ég hef séð. Handritið er miklu sterkara, hún hefur ótrúlega mikið af minnugum persónum, útlitið er talsvert betra og svo ekki talað um að hjartað í henni er ekkert þvingað og nær að vera mjög náttúrulegt.

Þrátt fyrir að hafa fullt af karakterum, þá eru aðeins þrír sem gera eitthvað meira en að vera bara skraut. Lewis, sem minnir mig óþægilega mikið á Bert Ljung (úr (nánast) samnefndum bókum), er ekki með sterkustu aðalkarakterum Disney, en hann skilaði sínu vel. Ég fann til með honum þegar eitthvað kom fyrir hann í gegnum myndina og ég virkilega vildi að hann mundi verða ættleiddur (ójá, hann er munaðarleysingi) í endanum. Sub-plottið hans yfir að vilja sjá þegar mamma hans skildi hann eftir fyrir utan hælið náði að koma sínu til skila mjög vel. Wilbur var líka mjög skemmtilegur karakter og var sambandið á milli hans og Lewis vel þróað í gegnum myndina. Goob var ágætur sem krakki og það er ánægjulegt að sjá að hvað kom fyrir hann í endanum á myndinni, en sem illmenni er hann með þeim verstu því miður.

Jafnvel þótt aðrir karakterar hafa enga þróun og eru mjög þunnir þá ná ótrúlega margir að vera bæði minnugir og láta mig hlægja (til dæmis var atriðið með Dr. Krunkelhorn algjörlega það besta). Ég hefði ekki getað beðið um meira. Mér fannst líka brandarinn með að "Cornelius" væri líkur Tom Selleck mjög fyndinn, sérstaklega þegar maður uppgötvar að Cornelius sé talaður af honum (og passaði við karakterinn, ég var hissa). Út af þessu náði myndin aldrei að verða langdregin eða leiðinleg og hélt mér brosandi út myndina (nema á nokkrum ákveðnum stöðum).

Myndin hefur samt tvo galla sem eru þó ekki mjög alvarlegir. Tímaflakkið í myndinni og hvernig atvik breytast með því skilur eftir ótrúlega mikið af holum. Það pirraði mig í gegnum myndina, en það hafði samt hugmyndflug svo þetta var ekki eins slæmt og þetta hefði getað orðið. Hitt er að það eru tvö atriði í myndinni sem eru hræðilega fyrirsjáanleg (og eru þau bæði um hverjir ákveðnir karakterar eru í rauninni). Ég efast samt um að handritshöfundarnir hafi viljað að þetta væri rosalega mikið sjokk, það virkar einhvern veginn ekki eins og þeir vildu að þetta væri þannig.

Myndin er samt með 15 bestu Disney-myndum sem ég hef séð. Hún er fyndin, litrík, hugmyndarík og hefur nokkur mjög snertandi atriði, og geng ég svo langt að segja að myndin hefur með betri endum Disney-mynda, hann var frekar öflugur.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Litatripp með hjarta
Meet the Robinsons er nokkuð sjaldgæfur fengur. Hún er sjálfsagt með þeim betri tölvuteiknuðu myndum sem ég hef séð undanfarin ár. Mögulega sú besta síðan The Incredibles. Það kannski segir ekki mikið og gríp strax inn til að taka það fram að myndin er alls ekki frábær, þótt hún sé aftur á móti mjög skemmtileg.

Þessi flokkur teiknimynda er orðinn það algengur núna að maður stillir væntingar gjarnan lágt áður en horft er á slíka mynd. Þessi mynd hefur hins vegar það sem mér hefur fundist mikið vanta í teiknimyndir undanfarið; hlýjan og óþvingaðan boðskap, viðkunnanlegar persónur og mikinn sjarma. Robinsons er sömuleiðis fyndin, með nettum 'offbeat' húmor, sem er jafnvel á mörkum þess að vera yfirdrifið sýrður á köflum (syngjandi froskar?... Grameðlur með húmor??). Ekki vantar heldur litadýrðina - sem að tónlist Danny Elfman prýðir vel upp á - eða klikkaðan og vel súrrealískan anda.

Myndin lítur rosalega vel út og þrátt fyrir að drekkja manni í litardýrð, þá heldur myndin sínu steikta skemmtanagildi sínu út þessar 90 mínútur. Myndin hefði annars mátt jafnvel vera lengri því við kynnumst reyndar ógurlega lítið af meðlimum Robinson-fjölskyldunnar. Persónurnar í bakgrunninum eru svo margar og sumar út um allar trissur (hvað var annars um litlu EMO-stelpuna?? Vildi sjá meira af henni). Hefði ekki verið verra að fá auka dýpt á einhverjar þeirra, því þær voru nánast allar pappírsþunnar. Annars upplifði ég svolítið við áhorf þessarar myndar sem ég hef ekki fundið fyrir lengi; saga myndarinnar hitti beint í hjartað og hélt uppi góðum dampi án þess að verða of væmin (og við vitum öll að ''Disney-væmni'' getur verið bannvæn!).

Fólk á bókstaflega öllum aldri getur fundið sér eitthvað við hæfi í þessari mynd, smábörn sem og gamalmenni. Ég held að það sé eitt besta hrósið sem að fjölskyldumynd getur hlotið.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn