Fréttir

Topp 10 á Netflix: Never Have I Ever efst – RuPaul heldur sér


Unglingadrama, lygar, körfubolti, orrustur. Þetta venjulega.

Notkun Íslendinga á streymisveitunni Netflix heldur stöðugum dampi og virðist vera nóg af framboði efnis sem hentar hverjum og einum. Eins og flestir vita birtir veitan lista yfir tíu vinsælustu titla í hverju landi, en þar falla kvikmyndir, sjónvarpsþættir, heimildarmyndir og allt tilheyrandi undir sama hatt. Listinn uppfærist daglega en… Lesa meira

Þrjár Transformers myndir í vinnslu


Meiri fjölbreytni. Enginn Bay.

Þrjár ólíkar bíómyndir í Transformers-seríunni eru í bígerð um þessar mundir og hefur kvikmyndaverið Paramount gefið út að sú fyrsta verði frumsýnd í júní árið 2022. Ekki hefur þó verið gefið upp nákvæmlega hvaða eintak það verður af þeim sem eru nú öll á forvinnslustigi. Sem fyrr eru kvikmyndirnar gerðar… Lesa meira

Segja hugsanlegt að Bond frestist til næsta árs


Er þessi mynd kannski bara ímyndun?

Útgáfa nýju myndarinnar um James Bond, No Time to Die, er hugsanlega komin á nýtt óvissustig, en frá því er greint í Daily Mail. Segir þar að framleiðendur vilji líklegast gefa myndina út þegar meiri fullvissa er um að samkomur verði áhættulausar. Upphaflega stóð til að sýna myndina síðastliðinn apríl… Lesa meira

Efla þurfi menntun og starfsöryggi í kvikmyndagerð: „Við þurfum að lyfta grettistaki“


„Á undanförnum vikum hefur stjórnin fundið fyrir þungum áhyggjum,“ segir formaður FK.

„Kvikmyndaiðnaðurinn hefur sannað sig sem mikilvægur hluti af hagsæld og menningu þjóðarinnar og svo þarf að vera áfram. En það má gera betur,“ segir Sigríður Rósa Bjarnadóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna (FK), sem hefur opnað nýjan og uppfærðan vef á slóðinni fkvik.is. Sigríður segir í tilkynningu á vefnum að þurfi að… Lesa meira

Hrollvekjandi ASMR-mynd vekur athygli víða


Hrollvekja sem mun bókað fá áhorfendur til að hvísla úr hræðslu.

Stuttmyndin Tingle Monsters er hrollvekja sem hefur getið af sér heilmikið umtal á kvikmyndahátíðunum Cinequest, Final Girls Berlin, FilmQuest, Oxford Film Festival og Montclair Film Festival. Myndin segir frá ASMR-listakonunni Dee, sem snýr aftur á rás sína eftir langa fjarveru. Með heiðarlegri tilraun til þess að senda út beint streymi… Lesa meira

Howard leikstýrir mynd um björgun taílensku fótboltastrákanna


Howard er nú orðinn ágætlega sjóaður í sannsögulegum kvikmyndum.

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Ron Howard hefur verið ráðinn til að leikstýra spennutrylli um fótboltastrákana sem festust í Tham Luang hellunum í Taílandi sumarið 2018 - og þær mögnuðu björgunaraðgerðir sem í kjölfarið fylgdu. Kvikmynd Howards ber heitið Thirteen Lives og er handritið skrifað af hinum Óskarstilnefnda William Nicholson, sem skrifaði meðal… Lesa meira

20 magnaðar kynlífssenur í kvikmyndum


Eftir hverju bíðum við? Ríðum á vaðið.

„Kynlíf er leiðinlegt ef þú ert ekki þátttakandi í því“ Þetta sagði leikstjórinn Ridley Scott eitt sinn, aðspurður um hvers vegna ástarleikir hafi svona oft verið fjarverandi í hans kvikmyndum. Sjálfur hefur Scott forðast eftir bestu getu að skjóta slíkar senur því hann telur þær sjaldnast hafa einhverju við að… Lesa meira

Vinsælast á Netflix í apríl – Íslendingar límdir yfir skandölum, þunglyndi og hasar


Apríl var heldur betur stór mánuður fyrir streymið - og RuPaul.

Það er óhætt að segja að aprílmánuður þessa árs hafi verið gífurlega stór fyrir streymisveituna Netflix, sem og aðrar veitur. Vegna faraldurs og samkomubanna (og þá sérstaklega - í þessu samhengi - lokun kvikmyndahúsa) um heim allan hefur fólk verið virkara sem aldrei fyrr í sjónvarpsglápi í heimahúsum. Íslendingar eru… Lesa meira

Segir faraldurinn hafa jákvæð áhrif á fjórðu Thor-myndina


Leikstjórinn lofar betri mynd í ljósi COVID.

Fjölmargir sem starfa í kvikmyndageiranum hafa nýtt sér þennan tíma einangrunar, samkomubanna og seinkana í ljósi faraldursins til að fínpússa þau verk sem eru í vinnslu. Á meðal þeirra er nýsjálenski leikstjórinn, handritshöfundurinn og gamanleikarinn Taika Waititi. Waititi hefur síðustu mánuði unnið hörðum höndum að undirbúningi Marvel-myndarinnar Thor: Love and… Lesa meira

Heppinn í ástum sigrar kosninguna


Alls voru á þriðja tug stuttmynda sendar inn í gamanmyndakeppnina.

Gamanmyndahátíð Flateyrar í samstarfi við Reykjavík Foto stóðu fyrir 48 stunda gamamyndakeppni á dögunum, þar sem þátttakendur fengu aðeins 48 klst til að fullvinna stutta gamanmynd með þemanu Heppni/Óheppni. Alls voru á þriðja tug stuttmynda sendar inn í keppnina, þar sem landsmenn gátu horft á þær og kosið sína uppáhalds… Lesa meira

Nolan-þema hjá Sambíóunum í maí


Það má gera ýmislegt verra en að upplifa Inception, The Dark Knight og Interstellar aftur í bíósal.

Þann 4. maí næstkomandi munu Sambíóin opna aftur kvikmyndahúsið í Álfabakka og verður úrvalið blanda af nýlegum og eldri titlum. Enn verður fylgt eftir þeim ráðstöfunum að hafa tveggja metra fjarlægð á milli bíógesta okkar og verða ekki fleiri en 50 manns inni í sölum.Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að… Lesa meira

Söngleikur með tónlist Take That í bígerð


Hér verður nostalgían allsráðandi hjá „'90s“ börnum.

Stórsmellir bresku hljómsveitarinnar Take That verða í brennidepli í söngleiknum Greatest Days sem nýlega hóf framleiðslu. Kvikmyndin er lauslega byggð á leiksýningunni The Band sem fjallar um hóp vinkvenna sem sameinast á ný eftir 25 ár í tilefni þess að sjá sína uppáhalds hljómsveit á sviði. Heimildir fréttamiðilsins Deadline herma… Lesa meira

Selshamurinn á stærstu stuttmyndahátíð Spánar


Hátt í 2.000 myndir voru sendar inn frá 93 löndum.

Stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamurinn, hefur verið valin í aðalkeppni hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Huesca á Spáni. Hátíðin mun vera haldin í 48. skipti þetta árið en vegna ástandsins mun hún fara fram á stafrænu formi dagana 12. - 20. júní og mun Selshamurinn vera heimsfrumsýnd á hátíðinni. Myndin er… Lesa meira

Þrjár klassískar John Hughes myndir á Netflix – „Sturlað óviðeigandi í dag“


Hvað er langt síðan þú sást þessar kvikmyndir?

Unglingamyndirnar frægu, The Breakfast Club, Sixteen Candles og Ferris Bueller’s Day Off, lentu nýverið á streymisveitu Netflix, en eins og glöggir vita koma allar þrjár úr smiðju kvikmyndagerðarmannsins John Hughes. Hughes sló heldur betur í gegn á níunda áratugnum með ofannefndum titlum en hann skrifaði einnig handritið og framleiddi Home… Lesa meira

Kvikmyndasafn Íslands opnar streymisvef – Fágætir gullmolar gerðir aðgengilegir


Hægt er að skoða myndefni úr fórum Kvikmyndasafnsins, allt frá árinu 1906.

Kvikmyndasafn Íslands hefur opnað streymisvefinn Ísland á filmu þar sem almenningi í fyrsta sinn opnaður aðgangur að mörgum fágætum gullmolum í vörslu safnsins. Á vefnum er hægt að skoða myndefni úr fórum Kvikmyndasafns Íslands, allt frá árinu 1906. Á vefnum verður fyrst um sinn hægt að nálgast hátt í 300… Lesa meira

Þessi bíó opna aftur 4. maí – En hvað verður í sýningum?


Fólki gefst tækifæri á að sjá The Hangover á ný. Eru það ekki litlu skrefin sem skipta máli?

Útvalin kvikmyndahús á Íslandi munu opna dyrnar sínar á ný þann 4. maí eftir að tilslakanir á samkomubanni taka gildi. Liðinn er rúmur mánuður síðan öllum bíóum landsins var lokað en á næstu vikum verður 50 manna hámark í hverjum sal. „Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum um hvenær við… Lesa meira

15 staðreyndir um gerð Jurassic Park: Hataði frægðina eftir myndina


Vissir þú að fyrsti „skjákossinn“ hans Mazzello var með Sam Neill? Þetta var í senunni þar sem Alan Grant reynir að endurlífga Tim.

Í gærkvöldi fór fram glápspartí (e. „watch party“) á Jurassic Park gegnum streymi á vegum IGN og Universal en þar fór leikarinn Joseph Mazzello yfir ýmsar sögur á bakvið gerð myndarinnar. Mazzello lék hinn góðkunna Tim Murphy í myndinni, sem lendir í ýmsum ævintýrum með Alan Grant og systur sinni,… Lesa meira

Ezra Miller vildi breyta Bíó Paradís í einkaklúbb: „Korteri frá því að fara í geðrof”


„Það var engan veginn í lagi með hann,“ segir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar.

Bandaríski leikarinn Ezra Miller hefur víða verið gagnrýndur vegna uppákomu hans á skemmti­staðnum Prikinu í Reykja­vík í byrjun aprílmánaðar. Atvikið náðist á myndband og sést Miller þar spyrja konu hvort hún vilji slást, grípur þá utan um háls­inn á henni og snýr hana niður. Margir fjölmiðlar hafa greint frá málinu en leikarinn… Lesa meira

Mælir með 54 hasarmyndum fyrir sóttkvína – Hvað hefur þú séð margar?


James Gunn þekkir sinn hasar. Nú er bara að haka við þær sem þú hefur séð.

Kvikmyndagerðarmaðurinn James Gunn heldur áfram að gleðja bíófíkla á samfélagsmiðlum sínum og koma skemmtilegum umræðum af stað. Á meðan faraldri stendur hefur Gunn haldið sér uppteknum við að svara fyrirspurnum aðdáenda, birta fróðlegar stöðufærslur og sinna klippivinnu heimanfrá á nýjustu kvikmynd sinni, The Suicide Squad. Fyrir nokkru hlóð Gunn í… Lesa meira

Ný mynd úr smiðju Michael Moore aðgengileg á YouTube


„Þetta er vitundarvakning til allra sem þora ekki að horfast í augu við raunveruleikann sem blasir við“

Heimildarmyndin Planet of the Humans var gefin út á YouTube í vikunni (þann 22. apríl, á svonefndum degi Jarðar, nánar til tekið) og er aðgengileg á rás bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore. Þarna er fjallað um umhverfismál og eru orkugjafar af ýmsum toga teknir fyrir og aðferðir umhverfisáhugafólks og auðvaldssinnum harðlega… Lesa meira

Horfðu á Jurassic Park með leikara myndarinnar í kvöld


Það eru til verri leiðir til að drepa tímann.

Bandaríski leikarinn Joseph Mazzello mun horfa á Jurassic Park í kvöld og hvetur aðdáendur til að horfa á myndina með sér, í svonefndu glápspartíi (e. „watch party“) gegnum streymi. Yfirlesturinn og streymið verður í boði kvikmyndaversins Universal og IGN á síðarnefndum vef. Þó verður það undir áhorfendum komið að útvega… Lesa meira

Chris Pine nýi Dýrlingurinn


Ef þú veist ekki hver Simon Templar er, spurðu foreldra þína eða afa þinn.

Bandaríski leikarinn (og Íslandsvinurinn?) Chris Pine hefur verið ráðinn í hlutverk „Dýrlingsins“ Simon Templar í glænýrri endurræsingu. Kvikmyndin verður framleidd af Paramount og mun leikarinn og leikstjórinn Dexter Fletcher sjá um leikstjórnina, en hann vakti mikla lukku í fyrra með ævisögunni um Elton John, Rocketman. Pine hefur átt góð tengsl… Lesa meira

Forsaga Hungurleikanna í vinnslu – Lawrence sest í leikstjórastólinn


Stærri spurningin er; hungrar heimurinn í meira?

Bandaríski leikstjórinn Francis Lawrence hefur verið ráðinn til að sitja við stjórnvölinn á kvikmyndinni The Ballad of Songbirds and Snakes. Þarna er um að ræða forsögu að Hungurleikaseríunni frá Suzanne Collins og verður myndin byggð á nýrri bók úr hennar smiðju. Hermt er að Collins muni skrifa handritsaðlögunina ásamt höfundinum… Lesa meira

Venom 2 færð til næsta árs – Nýi titillinn afhjúpaður


Sníkjudýrið úr geimnum flýr veiruna miklu og frestast um 8 mánuði.

Framhaldið af hinni stórvinsælu Venom frá 2018 mun ekki lenda í kvikmyndahúsum þann næstkomandi október eins og upphaflega stóð til. Kvikmyndaver Sony hefur tekið þá ákvörðun að fresta myndinni um átta mánuði, til júnímánaðar ársins 2021, og er kórónuveiran að sjálfsögðu sökudólgurinn í þeim málum. Í ljósi ástands er útlit… Lesa meira

Áhorfsteiti með leikara úr Jurassic Park


Júragarðsunnendur, sameinist!

„Við sitjum öll þessa dagana og bíðum eftir að þessir óhugnanlegu óvissutímar líða hjá. Sjálfum hefur mér þótt sérstaklega gaman að nýta tímann og horfa á klassískar kvikmyndir og það er mitt kalda mat að Jurassic Park sé með þeim betri í kvikmyndasögunni.“ Þetta segir Bandaríski leikarinn Joseph Mazzello en… Lesa meira

Vel tekið í Hvítan, hvítan dag vestanhafs


Dramedía Hlyns Pálmasonar fær toppdóma í Bandaríkjunum.

Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur, hefur vakið athygli í Bandaríkjunum þrátt fyrir lokun kvikmyndahúsa en hún var frumsýnd þar um helgina. Vegna þessara fordæmalausu aðstæðna fór dreifingaraðili myndarinnar, Film Movement, í samstarf við fjölda kvikmyndahúsa með „virtual cinema“ þar sem hægt er að kaupa myndina á netinu í gegnum… Lesa meira

Vinsælast á Netflix á Íslandi – Losti, glæpir og skandalar


Íslendingar elska glæpa- og deitþætti. Það leynir sér ekki.

Notkun Íslendinga á streymisveitunni Netflix heldur stöðugum dampi og virðist vera nóg af framboði efnis sem hentar hverjum og einum. Veitan birtir reglulega lista yfir tíu vinsælustu titla í hverju landi, en þar falla kvikmyndir, sjónvarpsþættir, heimildarmyndir og allt tilheyrandi undir sama hatt. Listinn uppfærist daglega en að svo stöddu… Lesa meira

Stærri víkingamynd en búist var við – COVID bjargar framleiðslunni


„Þetta er tímafrekt“

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Robert Eggers, eins og flestir, hefur þurft að fresta tökum á nýjustu kvikmynd sinni. Þar er um að ræða víkingar(hefndar)söguna The Northman, sem gerð er eftir handriti sem Eggers skrifaði í samvinnu við rithöfundinn Sigurjón Birgi Sigurðsson, betur þekktan sem Sjón. Myndin er sögð vera hrottaleg, umfangsmikil og… Lesa meira

Týnda Justice League myndin: Er lengri útgáfa leikstjórans loksins á leiðinni?


#ReleaseTheSnyderCut hreyfingin hefur aldeilis náð flugi síðastliðin ár.

Óhætt er að segja að ofurhetjumyndin Justice League hafi ekki lent með miklum látum þegar myndin leit dagsins ljós um veturinn árið 2017. Aðsókn myndarinnar stóð langt undir væntingum framleiðenda, áhorfendur og gagnrýnendur ypptu flestir öxlum og þótti flestum myndin vera þunn, bersýnilega sundurlaus og sérstaklega illa unnin í sumum… Lesa meira

Tökumaður E.T. látinn af völdum COVID-19


„Hann var einstakur hæfileikamaður og ofar öllu falleg manneskja,“ segir Spielberg.

Bandaríski kvikmyndatökumaðurinn Allen Daviau er látinn. Hann lést á miðvikudaginn á MPTF spítalanum í Los Angeles, 77 ára að aldri og er dánarorsök sögð vera af völdum COVID-19. Daviau var gífurlega virtur í sínu fagi og var fimm sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna, þar á meðal fyrir kvikmyndirnar E.T. the Extra… Lesa meira