Mælir með 54 hasarmyndum fyrir sóttkvína – Hvað hefur þú séð margar?

Kvikmyndagerðarmaðurinn James Gunn heldur áfram að gleðja bíófíkla á samfélagsmiðlum sínum og koma skemmtilegum umræðum af stað.

Á meðan faraldri stendur hefur Gunn haldið sér uppteknum við að svara fyrirspurnum aðdáenda, birta fróðlegar stöðufærslur og sinna klippivinnu heimanfrá á nýjustu kvikmynd sinni, The Suicide Squad.

Fyrir nokkru hlóð Gunn í langan, ónúmeraðan lista yfir framúrskarandi framhaldsmyndir – en nú hefur hann snúið sér að þeim sem sitja í einangrun eða sóttkví og mælir með 54 hasarmyndum. Allt þetta eru spennumyndir sem hann myndi gefa fullt hús stiga að eigin sögn, svokallaðar „A+ myndir.“

Sjá einnig: Framhaldsmyndir sem toppa forvera sína

Sumar þessara kvikmynda eru þekktari en aðrar, en farið er aldeilis yfir víðan völl í gegnum áratugana og eru myndirnar frá öllum heimshornum.

Smelltu hér og kannaðu hversu margar þú hefur séð

Brot af lista leikstjórans má sjá hér að neðan, en upptalninguna er að finna í heild sinni í hlekknum að ofan ásamt tilheyrandi könnun.


Seven Samurai (1954)

Bullitt (1968)

The French Connection (1971)

Magnum Force (1973)

Rolling Thunder (1977)

Escape from New York (1981)

RoboCop (1987)

La Femme Nikita (1990)

The Legend of Drunken Master (1994)

Leon: The Professional (1994)

Speed (1994)

The Matrix (1999)

Battle Royale (2000)

Crouching Tiger, Hidden Dragon (2000)

Brotherhood of the Wolf (2001)

Kung Fu Hustle (2004)

The Bourne Ultimatum (2007)

Elite Squad: The Enemy Within (2010)

The Raid: Redemption (2012)

Captain Phillips (2013)

Edge of Tomorrow (2014)

Mad Max: Fury Road (2015)

Revenge (2018)

Stikk: