Hrollvekjandi ASMR-mynd vekur athygli víða

Stuttmyndin Tingle Monsters er hrollvekja sem hefur getið af sér heilmikið umtal á kvikmyndahátíðunum Cinequest, Final Girls Berlin, FilmQuest, Oxford Film Festival og Montclair Film Festival. Myndin segir frá ASMR-listakonunni Dee, sem snýr aftur á rás sína eftir langa fjarveru. Með heiðarlegri tilraun til þess að senda út beint streymi fer ýmislegt úr böndunum hjá fylgjendahópi hennar.

Tingle Monsters er skrifuð og leikstýrð af Alexöndru Serio og er myndin sögð skoða ofbeldi í garð kvenna og afleiðingar áreitis í gegnum netmiðla.

Fyrirbærið ASMR hefur í áraraðir notið talsverðrar hylli á Youtube. Þar er hvíslað, strokið, krumpað og nuddað, allt til þess að kalla fram viðbrögð í mannslíkamanum. ASMR eða Aut­onomous Sensory Mer­idi­an Respon­se er lík­am­leg til­finn­ing sem er hægt at lýsa sem fiðringi eða „kitli“ sem byrj­ar í höfðinu eða hár­sverðinum og get­ur ferðast niður mæn­una. Hvað það er sem gef­ur viðkomandi ASMR er mjög ein­stak­lings­bundið.

Tingle Monsters er 11 mínútur að lengd og verður gefin út í heild sinni á netinu þann 20. maí næstkomandi.

Stikk: