Ný mynd úr smiðju Michael Moore aðgengileg á YouTube

Heimildarmyndin Planet of the Humans var gefin út á YouTube í vikunni (þann 22. apríl, á svonefndum degi Jarðar, nánar til tekið) og er aðgengileg á rás bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore. Þarna er fjallað um umhverfismál og eru orkugjafar af ýmsum toga teknir fyrir og aðferðir umhverfisáhugafólks og auðvaldssinnum harðlega gagnrýndar. 

Í lýsingu kvikmyndarinnar á YouTube fullyrðir Moore að þarna séu teknar fyrir umræður sem fáir hefðu þorað að snerta á degi Jarðarinnar. „Þetta er vitundarvakning til allra sem þora ekki að horfast í augu við raunveruleikann sem blasir við,“ segir Moore.

„Höfum við umhverfisáhugafólkið fallið fyrir brellunum; þessum „grænu“ brögðum sem eru allt nema græn? Þá vegna þess að við erum hrædd um að hafa bundið allar okkar vonir við lífsmassa, vindmyllur og rafmagnsbíla?“

Moore er framleiðandi myndarinnar en leikstjóri er Jeff Gibbs, einn af framleiðendum Bowling for Columbine og Fahrenheit 9/11. 

Hægt er að horfa á Planet of the Humans hér að neðan.

Stikk: