Fréttir

Skjaldborg í Bíó Paradís: Metfjöldi umsókna í ár


Skjaldborg er eina hátíðin sem sérhæfir sig í íslenskum heimildamyndum.

Hátíð íslenskra heimildamynda, betur þekkt sem Skjaldborg, verður haldin í samstarfi við Bíó Paradís helgina 18.-20. september 2020.  Skjaldborg verður opnunarhátíð Bíó Paradísar sem hefur verið lokað síðan kórónuveirufaraldurinn skall á um miðjan mars. Það er mikið fagnaðarefni fyrir kvikmyndaunnendur á Íslandi að bíóið sé að opna dyr sínar á… Lesa meira

Citizen Kane verður til: Fyrstu stillurnar úr nýju mynd Finchers


David Fincher kvikmyndar handrit föður síns fyrir Netflix.

Eftir sex ára fjarveru frá kvikmyndum er leikstjórinn David Fincher að leggja lokahönd á sitt nýjasta verk, sem að þessu sinni er framleitt af Netflix og verður gefið út beint á streymisveituna. Kvikmyndin ber heitið “Mank” og verður í svarthvítum stíl, en til að aðdáendur Finchers fái einhvern smjörþef hafa… Lesa meira

Metallica vinnur að kvikmyndatónlist fyrir Disney


Trommari hljómsveitarinnar lofar athyglisverðri blöndu.

Stórhljómsveitin Metallica mun eiga hlut í tónlist kvikmyndarinnar Jungle Cruise frá Disney samsteypunni. Það er tónskáldið James Newton Howard sem semur megnið af músíkinni fyrir ævintýramyndina sem búast má við næsta sumar. Hermt er að tónskáldið og hljómsveitin séu að sjóða saman einhvern athyglisverðan bræðing. Lars Ulrich, trommari Metallica, sagði í… Lesa meira

Nýr Jack Reacher ráðinn


Aðdáendur bóka Lee Child um Jack Reacher geta glaðst yfir þessu.

Aðdáendur bóka Lee Child um Jack Reacher, tröllvaxna hermanninn fyrrverandi, geta glaðst yfir því að von er á sjónvarpsseríu um manninn án nokkurrar aðkomu frá Tom Cruise.  Það er Amazon Prime sem framleiðir þættina og hefur bandaríski leikarinn Alan Ritchson verið ráðinn í aðalhlutverkið. Hann hefur farið yfir víðan völl… Lesa meira

Reykjanesbær býður í bílabíó – Grease og Birds of Prey á meðal mynda


Þú hefur ekki notið Grease almennilega fyrr en þú sérð hana í bílabíói.

Íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í bílabíó á Ásbrú á morgun, laugardaginn 5. september. Um er að ræða fjórar sýningar, sem verða á bílaplani við Hæfingarstöðina, Keilisbraut 755. Sýningarnar verða á hágæða 16 m² LED skjá í samstarfi við Sonik og… Lesa meira

Pattinson greindur með COVID – Fram­leiðsla á The Batman stöðvuð í annað sinn


Framleiðsluteymi kvikmyndarinnar The Batman er komið í einangrun.

Breski leikarinn Robert Pattinson hefur greinst með COVID-19 sjúkdóminn og hefur verið gert hlé á tökum kvikmyndarinnar The Batman. Kvikmyndaverið Warner Bros. gaf út tilkynningu í dag um stöðvun framleiðslunnar eftir að kom í ljós að einn meðlimur tökuliðsins hefði greinst með veiruna. Í tilkynningunni er einstaklingurinn ekki nafngreindur og… Lesa meira

Bond í kröppum dansi – Sjáðu glænýtt sýnishorn


Loksins fer að styttast í eina dýrustu kvikmynd ársins.

Aðstandendur James Bond myndanna hafa sent frá sér nýja kynningarstiklu úr myndinni No Time to Die en þar fer Daniel Craig með hlutverk njósnarans fimmta og síðasta sinn. Myndinni er leikstýrt af Cary Fukunaga. Sá er virtur í fagi sínu og sjálfsagt þekktastur fyrir kvikmyndina Beasts of No Nation (2015)… Lesa meira

Boyega ósáttur við Disney: „Svona ferli ger­ir þig reiðan“


Leikarinn kveðst vera bitur út í framleiðendur nýju Stjörnustríðsmyndanna.

Breski leik­ar­inn John Boyega lét hörð orð falla í garð Disney á dögunum, en hann var staddur í viðtali við tímaritið GQ þegar hann gagnrýndi hvernig framleiðendur nýjasta Star Wars þríleiksins hafi þá leikara sem tilheyrðu minnihlutahópum. Hann telur Disney hafa markaðssett myndirnar á röngum forsendum og var minnihlutahópum síðar… Lesa meira

Nolan að vera Nolan


Nolan er í góðum gír sem mætti vera betri.

Christopher Nolan heldur ekki vatni yfir tímanum; hann notar tifandi klukku sem meintan stressgjafa, er heillaður af tímarúmsskekkjum, endurliti, tilraunum með strúktúr og léttum fyrirlestrum um hversu brenglað fyrirbæri um ræðir. Nolan er í einstakri stöðu í Hollywood; hann getur vaðið í hvaða verkefni sem hann vill, skrifað hvað sem… Lesa meira

Vill fresta réttarhöldunum vegna ótrúlegra skepna


Galdraheimurinn hefur forgang.

Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur lagt fram beiðni um frest á áframhaldi réttarhalda hans gegn fjölmiðlinum The Sun. Frá þessu var fyrst greint í Deadline og segir þar að tökur á þriðju Fantastic Beasts myndinni stangist á við réttarhöldin.Eins og mörgum er kunnugt gerist Fantastic Beasts í töfraheimi Harry Potter… Lesa meira

Tenet krufin til mergjar: Er Nolan með gráa fiðringinn?


„Flott hasaratriði eru til einskis ef manni er nokk sama um persónurnar.“

Heiðar Sumarliðason, sem heldur úti kvikmyndaþættinum Stjörnubíói, ræddi nýjustu spennumynd Christophers Nolan. Myndin var frumsýnd á dögunum í kvikmyndahúsum borgarinnar, en þar gefst áhorfendum færi á að sjá fyrstu stórmyndina í tæpa sex mánuði. Hátt í 80 myndum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Þar á meðal eru fjölmargar kvikmyndir sem átti… Lesa meira

Fyrsta sinn í íslenskri kvikmyndasögu fjallað um veruleika minnihlutahóps


Tökur eru sagðar ganga vel þrátt fyrir breytingar á sóttvarnaráherslum.

Tökur hófust nýverið á kvikmyndinni Wolka, sem er pólskt-íslenskt samstarfsverkefni og segir frá konu sem þarf að grípa til örþrifaráða er hún losnar úr 16 ára prísund í pólsku fangelsi. Neyðist hún meðal annars til að brjóta skilorð, lög og leggja allt undir til að finna konu að nafni Dorotea.… Lesa meira

Quaid í nýju Scream


Ein vinsælasta slægja allra tíma kemur endurræst í bíó 2022.

Bandaríski leikarinn Jack Quaid hefur verið ráðinn í hlutverk í hinni væntanlegu Scream 5, en það eru framleiðslufyrirtækin Paramount Pictures og Spyglass Media sem standa að myndinni. Quaid í kröppum dansi. Upprunalegu leikararnir Courntney Cox og David Arquette, mæta til leiks á ný í sömu hlutverkum og áður, sem fréttakonan… Lesa meira

Nolan og Pattinson ræddu Batman á Tenet tökustað


Nýi Batman fer með eitt aðalhlutverkanna í nýjustu mynd leikstjóra Batman þríleiksins.

Kvikmyndaleikstjórinn Christopher Nolan, sem mögulega er best þekktur fyrir Batman þríleik sinn, er nú mættur til leiks með nýja mynd, Tenet, eða Kenningu, eins og orðið er þýtt í myndinni. Með eitt aðalhlutverkanna í myndinni fer Robert Pattinson, en svo skemmtilega vill til að hann mun fara með hlutverk Batman… Lesa meira

Chadwick Boseman látinn


Boseman varð heimsfrægur fyrir hlutverk sitt sem Black Panther

Bandaríski leikarinn Chadwick Boseman lést í gær, 43 ára að aldri. Banamein hans var ristilskrabbamein en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans. Leikarinn lést á heimili sínu í Los Angeles og voru eiginkona hans og nánasta fjölskylda við dánarbeð hans. Boseman varð heimsfrægur fyrir hlutverk sitt sem Black… Lesa meira

Kvikmyndir.is býður á Bill & Ted


Það getur verið gott að heilsa upp á gamla kunningja.

Félagarnir og tímaflakkararnir Bill Preston og Theodore Logan snúa aftur á hvíta tjaldið eftir tæpa þrjátíu ára fjarveru, aðdáendum sínum til mikillar ánægju. Þeir Keanu Reeves og Alex Winter slógu rækilega í gegn með Bill and Ted’s Excellent Adventure sem kom út árið 1989 og snéru svo aftur með framhaldinu… Lesa meira

Song úr Sníkjudýrunum ráðinn í Broker


Í Broker segir frá skilahólfi fyrir börn.

Song Kang-ho, aðalleikari Óskarskvikmyndarinnar Parasite, eða Sníkjudýrin eins og hún hét hér á Íslandi, og Snowpiercer frá árinu 2013, hefur verið ráðinn í aðalhlutverk kóresku kvikmyndarinnar Broker. Sníkjudýr gægist út um gluggann. Um er að ræða fyrstu kvikmynd japanska kvikmyndaleikstjórans Hirokazu Kore-eda í Kóreu, en hann á að baki Cannes… Lesa meira

Bland í poka fær CILECT viðurkenningu


„Þetta eru sannarlega gleðifréttir að sjá okkur standa svona vel að vígi“

Útskriftarmynd Helenu Rakelar Jóhannesdóttur frá Kvikmyndaskóla Íslands, Bland í poka, var valin 17. besta myndin af 118 í árlegri stuttmyndasamkeppni CILECT, en frá þessu er greint á vef Kvikmyndaskólans. CILECT eru samtök 130-140 bestu kvikmyndaskóla í heiminum. Þetta er næstbesti árangur skólans frá upphafi. Árið 2018 hafnaði útskriftarmyndin 3 Menn í… Lesa meira

Ofurstikla fyrir leikstjóraútgáfu Justice League


Nú er það svart hjá Superman.

Glænýtt sýnishorn fyrir svonefndu Snyder-útgáfu ofurhetjumyndarinnar Justice League hefur verið afhjúpað, DC-aðdáendum til mikillar ánægju. Leikstjórinn Zack Snyder frumsýndi þessa súperstiklu á hátíðinni DC Fandome sem hefur farið fram á netinu á dögunum. Sýnishornið gefur mátulega mikinn forsmekk af útkomunni og fær stórsmellurinn Hallelujah í flutningi Leonards Cohen að njóta… Lesa meira

Klámfengin heiti á íslenskum kvikmyndum


Hver þessara titla hlýtur Gredduna á næsta ári?

Það er tákn um vinsældir kvikmynda þegar klámmyndaframleiðendur ræna þekktum titlum og stílfæra þá örlítið fyrir sinn groddalega geira. Margir hverjir kannast ábyggilega við titla eins og Good Will Hunting sem varð að Good Will Humping, Saturday Night Fever sem varð að Saturday Night Beaver, The Terminator sem varð að… Lesa meira

Gagnrýnendur hæstánægðir með TENET


„Þetta er James Bond á sýru,“ segir einn gagnrýnandi Empire.

Fyrstu dómarnir um TENET, nýjustu stórmynd kvikmyndagerðarmannsins Christopher Nolan, eru í jákvæðari kantinum, vægast sagt. Söguþráður myndarinnar er sagður frumlegur, hasarinn spennandi og vilja sumir gagnrýnendur meina að útkoman sé með betri ef ekki metnaðarfyllstu myndum Nolans til þessa.Á dögunum fóru fram lokaðar forsýningar á myndinni víða um heim og… Lesa meira

Björk aftur á hvíta tjaldið


Listakonan Björk er sögð leika norn í nýjustu mynd leikstjórans Robert Eggers.

Mæðgurnar Björk Guðmundsdóttir og Ísidóra Bjarkardóttir fara með hlutverk í stórmyndinni The Northman eftir Robert Eggers. Sjón skrifar handrit kvikmyndarinnar ásamt leikstjóra hennar, Robert Eggers. Sjón skrifar handrit kvikmyndarinnar ásamt leikstjóra hennar. Sjón og Björk hafa áður unnið saman við kvikmyndir því Sjón skrifaði lagatexta við lögin í kvikmyndinni Dancer… Lesa meira

Bergmál verðlaunuð í Kanada


Þetta eru sjöttu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaunin sem myndin hlýtur.

Kvikmyndin Bergmál hlaut nýverið sérstök dómnefndarverðlaun á hinni árlegu kvikmyndahátíð í Gimli í Kanada. Þetta eru sjöttu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaunin sem myndin hlýtur og vann til sinna fyrstu verðlaun í aðalkeppni hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Locarno. Myndin er einnig í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðaunanna, sem afhent verða í Reykjavík 12. desember.… Lesa meira

Prinsessa fólksins fundin


Mikil spenna hefur ríkt um hver myndi hreppa hlutverk Díönu.

Ástralska leikkonan Elizabeth Debicki hefur gengið frá samningi um að leika Díönu prinsessu í 5. og 6. þáttaröðinni af sjónvarpsþáttunum The Crown. Þættirnir eru með þeim vinsælustu á Netflix síðan þeir komu fyrst út árið 2016 og fjalla um líf Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar og fjöl­skyldu henn­ar.Díana, sem lengi var kölluð prinsessa… Lesa meira

Krefst þess að vera einn á hlaupum: „Betra en nokkur Óskarsverðlaun“


Ætli Cruise sé einfaldlega að hlaupa frá sjálfum sér?

Stórstjarnan, áhættuleikarinn og ofurframleiðandinn Tom Cruise er þekktur fyrir það að hlaupa eins og fætur toga í kvikmyndum sínum. Þetta hefur lengi verið mörgum kunnugt og hefur þessi hefð leikarans orðið að miðpunkti óteljandi brandara.Fyrir nokkrum árum fjallaði fréttamiðillinn Independent um athyglisverða könnun á vefnum Rotten Tomatoes. Þar kom fram… Lesa meira

Enginn Reeves í 47 Ronin framhaldinu


Reeves hefur nóg að gera, og er líklega bara ánægður með að sleppa þessu.

Samkvæmt frétt á kvikmyndavefnum Deadline þá er í vinnslu framhald á Keanu Reeves myndinni 47 Ronin. Búið er að ráða leikstjóra, en það sem kemur mest á óvart varðandi kvikmyndina er að aðalstjarna fyrri myndarinnar, Reeves, verður fjarri góðu gamni. Leikstjóri myndarinnar er Mulan leikarinn Ron Yuan. „Ég er ótrúlega… Lesa meira

RIFF með breyttu sniði í ár


Hátíðin fer að mestu leyti fram á netinu í ár.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) mun halda sinni dagskrá í ár en fer þó að mestu leyti fram á netinu. Hátíðin verður sett þann 24. september næstkomandi og stendur til 4. október. Í tilkynningu frá RIFF segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, að gestir munu geta notið hágæða kvikmynda heima í… Lesa meira

Fyrsta stikla úr nýrri American Pie


Biðin er á enda, pæið er komið úr ofninum.

Ný mynd úr hinni vinsælu unglingaseríu American Pie hefur ekki litið dagsins ljós síðan American Pie: Reuning kom út árið 2012. En nú er loksins búið að ráða bót þar á. Ný kaka er komin úr ofninum. Nú er öll áherslan hinsvegar lögð á stelpur í stað stráka áður. Fjör… Lesa meira

Allar Harry Potter myndirnar sýndar í ágúst


Kvikmyndasumarið 2020, líkt og flestir vita, hefur verið hið óvenjulegasta.

Unnendur galdrastráksins Harry Potter og tilheyrandi kvikmyndabálk sérstaklega geta farið að skipuleggja metnaðarfullt bíómaraþon á komandi vikum. Í tilkynningu frá Sambíóunum er gefið upp að (endur)sýningar munu hefjast á öllum átta myndum seríunnar og verða þær allar sýndar í Kringlubíói. Kvikmyndasumarið 2020, líkt og flestir vita, hefur verið hið óvenjulegasta.… Lesa meira

Efron í endurgerð Three Men and a Baby


Efron fær ungabarn í hendurnar innan tíðar.

Zac Efron mun leika aðalhlutverkið í endurgerð á hinni vinsælu "Three Men and a Baby" fyrir Disney+. Þetta herma heimildir kvikmyndavefjarins TheWrap. Efron klár í slaginn. Tom Selleck, Steve Guttenberg og Ted Danson léku aðalhlutverkin í upprunalegu myndinni frá árinu 1987, en myndin fjallar um þrjá piparsveina sem fá allt… Lesa meira