Fréttir

Quaid í nýju Scream


Ein vinsælasta slægja allra tíma kemur endurræst í bíó 2022.

Bandaríski leikarinn Jack Quaid hefur verið ráðinn í hlutverk í hinni væntanlegu Scream 5, en það eru framleiðslufyrirtækin Paramount Pictures og Spyglass Media sem standa að myndinni. Quaid í kröppum dansi. Upprunalegu leikararnir Courntney Cox og David Arquette, mæta til leiks á ný í sömu hlutverkum og áður, sem fréttakonan… Lesa meira

Nolan og Pattinson ræddu Batman á Tenet tökustað


Nýi Batman fer með eitt aðalhlutverkanna í nýjustu mynd leikstjóra Batman þríleiksins.

Kvikmyndaleikstjórinn Christopher Nolan, sem mögulega er best þekktur fyrir Batman þríleik sinn, er nú mættur til leiks með nýja mynd, Tenet, eða Kenningu, eins og orðið er þýtt í myndinni. Með eitt aðalhlutverkanna í myndinni fer Robert Pattinson, en svo skemmtilega vill til að hann mun fara með hlutverk Batman… Lesa meira

Chadwick Boseman látinn


Boseman varð heimsfrægur fyrir hlutverk sitt sem Black Panther

Bandaríski leikarinn Chadwick Boseman lést í gær, 43 ára að aldri. Banamein hans var ristilskrabbamein en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans. Leikarinn lést á heimili sínu í Los Angeles og voru eiginkona hans og nánasta fjölskylda við dánarbeð hans. Boseman varð heimsfrægur fyrir hlutverk sitt sem Black… Lesa meira

Kvikmyndir.is býður á Bill & Ted


Það getur verið gott að heilsa upp á gamla kunningja.

Félagarnir og tímaflakkararnir Bill Preston og Theodore Logan snúa aftur á hvíta tjaldið eftir tæpa þrjátíu ára fjarveru, aðdáendum sínum til mikillar ánægju. Þeir Keanu Reeves og Alex Winter slógu rækilega í gegn með Bill and Ted’s Excellent Adventure sem kom út árið 1989 og snéru svo aftur með framhaldinu… Lesa meira

Song úr Sníkjudýrunum ráðinn í Broker


Í Broker segir frá skilahólfi fyrir börn.

Song Kang-ho, aðalleikari Óskarskvikmyndarinnar Parasite, eða Sníkjudýrin eins og hún hét hér á Íslandi, og Snowpiercer frá árinu 2013, hefur verið ráðinn í aðalhlutverk kóresku kvikmyndarinnar Broker. Sníkjudýr gægist út um gluggann. Um er að ræða fyrstu kvikmynd japanska kvikmyndaleikstjórans Hirokazu Kore-eda í Kóreu, en hann á að baki Cannes… Lesa meira

Bland í poka fær CILECT viðurkenningu


„Þetta eru sannarlega gleðifréttir að sjá okkur standa svona vel að vígi“

Útskriftarmynd Helenu Rakelar Jóhannesdóttur frá Kvikmyndaskóla Íslands, Bland í poka, var valin 17. besta myndin af 118 í árlegri stuttmyndasamkeppni CILECT, en frá þessu er greint á vef Kvikmyndaskólans. CILECT eru samtök 130-140 bestu kvikmyndaskóla í heiminum. Þetta er næstbesti árangur skólans frá upphafi. Árið 2018 hafnaði útskriftarmyndin 3 Menn í… Lesa meira

Ofurstikla fyrir leikstjóraútgáfu Justice League


Nú er það svart hjá Superman.

Glænýtt sýnishorn fyrir svonefndu Snyder-útgáfu ofurhetjumyndarinnar Justice League hefur verið afhjúpað, DC-aðdáendum til mikillar ánægju. Leikstjórinn Zack Snyder frumsýndi þessa súperstiklu á hátíðinni DC Fandome sem hefur farið fram á netinu á dögunum. Sýnishornið gefur mátulega mikinn forsmekk af útkomunni og fær stórsmellurinn Hallelujah í flutningi Leonards Cohen að njóta… Lesa meira

Klámfengin heiti á íslenskum kvikmyndum


Hver þessara titla hlýtur Gredduna á næsta ári?

Það er tákn um vinsældir kvikmynda þegar klámmyndaframleiðendur ræna þekktum titlum og stílfæra þá örlítið fyrir sinn groddalega geira. Margir hverjir kannast ábyggilega við titla eins og Good Will Hunting sem varð að Good Will Humping, Saturday Night Fever sem varð að Saturday Night Beaver, The Terminator sem varð að… Lesa meira

Gagnrýnendur hæstánægðir með TENET


„Þetta er James Bond á sýru,“ segir einn gagnrýnandi Empire.

Fyrstu dómarnir um TENET, nýjustu stórmynd kvikmyndagerðarmannsins Christopher Nolan, eru í jákvæðari kantinum, vægast sagt. Söguþráður myndarinnar er sagður frumlegur, hasarinn spennandi og vilja sumir gagnrýnendur meina að útkoman sé með betri ef ekki metnaðarfyllstu myndum Nolans til þessa.Á dögunum fóru fram lokaðar forsýningar á myndinni víða um heim og… Lesa meira

Björk aftur á hvíta tjaldið


Listakonan Björk er sögð leika norn í nýjustu mynd leikstjórans Robert Eggers.

Mæðgurnar Björk Guðmundsdóttir og Ísidóra Bjarkardóttir fara með hlutverk í stórmyndinni The Northman eftir Robert Eggers. Sjón skrifar handrit kvikmyndarinnar ásamt leikstjóra hennar, Robert Eggers. Sjón skrifar handrit kvikmyndarinnar ásamt leikstjóra hennar. Sjón og Björk hafa áður unnið saman við kvikmyndir því Sjón skrifaði lagatexta við lögin í kvikmyndinni Dancer… Lesa meira

Bergmál verðlaunuð í Kanada


Þetta eru sjöttu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaunin sem myndin hlýtur.

Kvikmyndin Bergmál hlaut nýverið sérstök dómnefndarverðlaun á hinni árlegu kvikmyndahátíð í Gimli í Kanada. Þetta eru sjöttu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaunin sem myndin hlýtur og vann til sinna fyrstu verðlaun í aðalkeppni hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Locarno. Myndin er einnig í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðaunanna, sem afhent verða í Reykjavík 12. desember.… Lesa meira

Prinsessa fólksins fundin


Mikil spenna hefur ríkt um hver myndi hreppa hlutverk Díönu.

Ástralska leikkonan Elizabeth Debicki hefur gengið frá samningi um að leika Díönu prinsessu í 5. og 6. þáttaröðinni af sjónvarpsþáttunum The Crown. Þættirnir eru með þeim vinsælustu á Netflix síðan þeir komu fyrst út árið 2016 og fjalla um líf Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar og fjöl­skyldu henn­ar.Díana, sem lengi var kölluð prinsessa… Lesa meira

Krefst þess að vera einn á hlaupum: „Betra en nokkur Óskarsverðlaun“


Ætli Cruise sé einfaldlega að hlaupa frá sjálfum sér?

Stórstjarnan, áhættuleikarinn og ofurframleiðandinn Tom Cruise er þekktur fyrir það að hlaupa eins og fætur toga í kvikmyndum sínum. Þetta hefur lengi verið mörgum kunnugt og hefur þessi hefð leikarans orðið að miðpunkti óteljandi brandara.Fyrir nokkrum árum fjallaði fréttamiðillinn Independent um athyglisverða könnun á vefnum Rotten Tomatoes. Þar kom fram… Lesa meira

Enginn Reeves í 47 Ronin framhaldinu


Reeves hefur nóg að gera, og er líklega bara ánægður með að sleppa þessu.

Samkvæmt frétt á kvikmyndavefnum Deadline þá er í vinnslu framhald á Keanu Reeves myndinni 47 Ronin. Búið er að ráða leikstjóra, en það sem kemur mest á óvart varðandi kvikmyndina er að aðalstjarna fyrri myndarinnar, Reeves, verður fjarri góðu gamni. Leikstjóri myndarinnar er Mulan leikarinn Ron Yuan. „Ég er ótrúlega… Lesa meira

RIFF með breyttu sniði í ár


Hátíðin fer að mestu leyti fram á netinu í ár.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) mun halda sinni dagskrá í ár en fer þó að mestu leyti fram á netinu. Hátíðin verður sett þann 24. september næstkomandi og stendur til 4. október. Í tilkynningu frá RIFF segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, að gestir munu geta notið hágæða kvikmynda heima í… Lesa meira

Fyrsta stikla úr nýrri American Pie


Biðin er á enda, pæið er komið úr ofninum.

Ný mynd úr hinni vinsælu unglingaseríu American Pie hefur ekki litið dagsins ljós síðan American Pie: Reuning kom út árið 2012. En nú er loksins búið að ráða bót þar á. Ný kaka er komin úr ofninum. Nú er öll áherslan hinsvegar lögð á stelpur í stað stráka áður. Fjör… Lesa meira

Allar Harry Potter myndirnar sýndar í ágúst


Kvikmyndasumarið 2020, líkt og flestir vita, hefur verið hið óvenjulegasta.

Unnendur galdrastráksins Harry Potter og tilheyrandi kvikmyndabálk sérstaklega geta farið að skipuleggja metnaðarfullt bíómaraþon á komandi vikum. Í tilkynningu frá Sambíóunum er gefið upp að (endur)sýningar munu hefjast á öllum átta myndum seríunnar og verða þær allar sýndar í Kringlubíói. Kvikmyndasumarið 2020, líkt og flestir vita, hefur verið hið óvenjulegasta.… Lesa meira

Efron í endurgerð Three Men and a Baby


Efron fær ungabarn í hendurnar innan tíðar.

Zac Efron mun leika aðalhlutverkið í endurgerð á hinni vinsælu "Three Men and a Baby" fyrir Disney+. Þetta herma heimildir kvikmyndavefjarins TheWrap. Efron klár í slaginn. Tom Selleck, Steve Guttenberg og Ted Danson léku aðalhlutverkin í upprunalegu myndinni frá árinu 1987, en myndin fjallar um þrjá piparsveina sem fá allt… Lesa meira

Út með 365 Days segja foreldrasamtök


365 Days er gagnrýnd fyrir að fegra ljóta hluti.

Formaður bandarískra foreldrasamtaka hefur skorað á Netflix að fjarlægja kvikmyndina 365 Days af streymisveitunni, en myndin er kynferðisleg pólsk mynd um konu sem er haldið fanginni í heilt ár, að því er virðist sem frillu. Úr 365 dögum. "Ef Netflix fjarlægir ekki myndina og hættir að hagnast á efni sem… Lesa meira

Sæluvíman stoppar ekki: Dúndur díselpönk á hestasterum


Kraftur fjórðu Mad Max kvikmyndarinnar hefur lítið dvínað á liðnum árum.

Mad Max: Fury Road er blikkandi, brunandi sýnidæmi um rússíbanareið á hvíta tjaldinu í orðsins fyllstu merkingu. Hún er allt það sem nútímahasarmyndir eru (því miður) oftast nær ekki og sannar það með helsjúkum, masterklassa vinnubrögðum aðstandenda. Krafturinn er slíkur að hægt er að horfa á útkomuna með kjaftinn enn… Lesa meira

Mulan beint á VOD


Nýjasta fórnarlamb faraldursins.

Disney afþreyingarrisinn hefur ákveðið að setja leikna útgáfu sína af Mulan, sem búið er að fresta frumsýningu á trekk í trekk vegna veirunnar, beint á streymisleiguna Disney +, í stað þess að fara fyrst í bíó. Frá þessu segir vefurinn News 24. Mulan er klár í bátana. Þessi fordæmalausa ákvörðun,… Lesa meira

Johnson tekur Red Notice í „búbblu“ sóttkví


Allir á leið í búbblu eins og NBA gerir í Orlando.

Einn vinsælasti og eftirsóttasti kvikmyndaleikari í heimi, Dwayne "The Rock" Johnson, hefur ekki farið varhluta af vandræðum sem skapast hafa vegna kórónuveirufaraldursins. Hann hefur nú tilkynnt að framleiðslu á kvikmyndinni Red Notice, sem hann er að búa til fyrir Netflix streymisrisann, verði haldið áfram í "sóttkvíar-búbblu" í næsta mánuði. Framleiðslufyrirtæki… Lesa meira

Alan Parker látinn


Parker átti að baki flottan feril.

Leikstjórinn Alan Parker er látinn, 76 ára að aldri. Þetta var staðfest af fjölskyldu hans í tilkynningu og segir þar að hann hafi glímt við langvarandi veikindi og lést á heimili sínu í London.Parker átti að baki flottan feril og er hvað þekktastur fyrir fjölda tónlistarmynda, meðal annars söngleikina Bugsy… Lesa meira

Bíóin bregðast við hertum reglum


Íslensk kvikmyndahús hafa gripið til viðeigandi ráðstafana.

Íslensk kvikmyndahús hafa gripið til viðeigandi ráðstafana vegna nýrra frétta af hertum aðgerðum eftir fjölgun kórónusmitaðra í samfélaginu á síðustu dögum. Þá verður starfsemin með svipuðu sniði og í vor þegar hámarksfjöldi á samkomum var 100 manns. Bíóin munu tryggja rúmlega tveggja metra bil á milli sæta og verði aldrei… Lesa meira

Gísli Rúnar látinn


„Fjöl­skyld­an syrg­ir kær­leiks­rík­an og ein­stak­an fjöl­skyldu­föður og þjóðardýr­grip“

Leikarinn, leikstjórinn og þúsundþjalasmiðurinn Gísli Rúnar Jónsson er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans en hann lést á heimili sínu í gær, 67 ára að aldri.Gísli varð þjóðkunnur sem annar helmingur Kaffibrúsakarlanna, gamantvíeyki sem hóf göngu sína árið 1972. Hann kom einnig að fjölda Áramótaskaupa, sem leikari,… Lesa meira

Amazon vill Rockwell


Rockwell mun brátt grípa í hljóðnemann.

Sam Rockwell þykir ágætur dansari, en hann ku líka vera ágætur söngvari. Og ef allt fer vel, þá gæti þetta tvennt nýst honum vel í nýrri mynd sem hann er orðaður við, ævisögu kántrísöngvarans Merle Haggards. Robin Bissell, sem leikstýrði Rockwell í The Best of Enemies, mun leikstýra, og mun… Lesa meira

Tökur á Thor: Love and Thunder byrja eftir áramót


Portman hefur lyft lóðum til að búa sig undir tökur.

Ef allt fer samkvæmt áætlun, þá munu tökur á næstu Thor ofurhetjukvikmynd, Thor: Love and Thunder, hefjast skömmu eftir áramót. Natalie Portman, aðalleikona kvikmyndarinnar, sagði í nýlegu samtali við viðskiptafélaga sinn, tenniskonuna Serenu Williams, að hún hefði notað tímann í sóttkví til að bæta á sig vöðvum, og borða kolvetni… Lesa meira

Meinlaus en lúinn elliskellur


Sumt er gott í Hófí, virðist vera.

Þau Edda Björgvinsdóttir og Laddi eru dýnamískt dúó og hafa alltaf verið. Þau spila yfirleitt áreynslulaust á móti hvort öðru og hafa bæði margsinnis sannað það, á skjá og sviði, að miklu meira býr í þeim en að vera „bara“ gamanleikarar. Eða strumpar. Aftur á móti eru nákvæmlega þessir kostir… Lesa meira

Sérstök forsýning á Peninsula – Frímiðar í boði


Íslenskir unnendur Train to Busan, nú skal sameinast!

Á miðvikudaginn, þann 29. júlí kl. 20:00 í Laugarásbíói, verður Kvikmyndir.is með sérstaka forsýningu á uppvakningatryllinum Peninsula. Sýningin verður í AXL sal Laugarásbíós og með íslenskum texta. Óhætt er að segja að margir hrollvekju- og uppvakningaaðdáendur hafa beðið eftir þessari með mikilli eftirvæntingu. Um að ræða sjálfstætt framhald gæðatryllisins Train… Lesa meira

Kvörtuðu mest yfir Joker


Jókerinn kann að valda usla.

Óskarsverðlaunamyndin Joker, með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki, var sú mynd sem mest var kvartað yfir í Bretlandi á síðasta ári. Samkvæmt Breska flokkunarráðinu (e. British Board of Film Classification (BBFC)) bárust ótalmargar kvartanir frá áhorfendum vegna myndarinnar, en allar voru þær vegna þess að menn töldu að aldurstakmarkið 15 ára… Lesa meira