Árið 2020 heldur áfram að koma á óvart.
Bandaríski leikarinn Jamie Foxx hefur verið ráðinn (aftur) í hlutverk skúrksins Electro og mun hann bregða fyrir í komandi Spider-Man framhaldsmynd. Fréttamiðillinn The Hollywood Reporter greindi fyrst frá þessu og hafa ófáir aðdáendur Köngulóarmannsins klórað sér í hausnum yfir þessum tíðindum. Foxx lék áður Electro - við blendnar viðtökur -… Lesa meira
Fréttir
Heillandi og berskjölduð viðbót í þarfa umræðu
Það er ýmist til að dást að í Þriðja pólnum.
Þriðji póllinn er fínasta dæmi um hvernig hægt er að snerta á þungum málefnum á einfaldan hátt, með opnum örmum. Þau Anní Ólafsdóttir og Andri Snær Magnússon leggja saman í forvitnilegan leiðangur um sjálf og hugarheim tveggja ólíkra einstaklinga þar sem ýmsir pólar geðhvarfa eru skoðaðir. Hér höfum við ferðalag… Lesa meira
Hitti Game of Thrones stjörnu á Skólavörðustíg
Sögur herma að leikarinn sé að vinna með Balta um þessar mundir.
Game of Thrones-leikarinn Nikolaj Coster-Waldau er staddur á Íslandi um þessar mundir. Hermt er að Daninn sé staddur á landinu við tökur á nýju sjónvarpsseríu Baltasars Kormáks, Katla, en það hefur ekki enn fengist staðfest. Nicolaj sást spóka sig í byrjun vikunnar á Skólavörðustíg og stóðst tónlistarmaðurinn Haraldur Fannar Arngrímsson… Lesa meira
„Konur hræktu á mig“
Jason Alexander var um skeið einn hataðasti leikari heims.
Bandaríski leikarinn Jason Alexander, þekktur af flestum sem George Costanza úr Seinfeld, þurfti aldeilis að gjalda eftir að hafa leikið í hinni stórvinsælu Pretty Woman frá árinu 1990. Í myndinni leikur hann óviðkunnanlegan lögfræðing sem reynir að beita persónu Juliu Roberts kynferðisofbeldi.Alexander var gestur í hlaðvarpinu At Home With The… Lesa meira
Ráðherrar og landsmenn með sterkar skoðanir á Ráðherranum
„Af hverju hvísla allir svona mikið í íslenskum þáttum?“
Sjónvarpsþátturinn Ráðherrann hóf göngu sína í síðustu viku við blendin en að mestu jákvæð viðbrögð. Nú hafa tveir þættir verið sýndir (og eru aðgengilegir á RÚV) og hefur serían verið á vörum margra landsmanna; áhorfenda, gagnrýnenda og ekki síst ráðamenn þjóðarinnar.Í þáttunum fer Ólafur Darri Ólafsson með hlutverk háskólakennarans Benedikts… Lesa meira
Borat væntanlegur í október
„Very niiice!“
Bragðarefurinn Borat Sagdiyev, betur kunnugur sem dáðasta persóna grínarans Sacha Baron Cohen, snýr aftur á skjáinn - töluvert fyrr en áhorfendur reiknuðu með. Virðist sem að Cohen hefur unnið að framhaldsmynd í laumi en fyrr á árinu sást til hans víða á ýmsum uppákomum í Bandaríkjunum. Miðað við þá staði… Lesa meira
Hannes svarar spurningum netverja um Ja Ja Ding Dong
„Ég bið öll sem lent hafa í þessu innilegrar afsökunar,“ segir Hannes.
Leikarinn Hannes Óli Ágústsson hefur vakið heldur betur mikla (og verðskuldaða) athygli fyrir túlkun sína á hinum ákafa Olaf Yohansson í gamanmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Fólki víða um heim þykir Olaf bráðfyndinn og þá sérstaklega fyrir vægast sagt æstan og einlægan áhuga sinn á laginu… Lesa meira
Þegar leikarar spreyta sig í söng
Ýmsir leikarar hafa reynt fyrir sér í tónlist, með misgóðum árangri.
Margir frægir leikarar telja sig vera meira en bara leikarar og hafa sumir þeirra reynt fyrir sér í tónlist, með misgóðum árangri. Flestir þeirra geta kannski sungið ágætlega en færri kunna þó að semja góða tónlist, eða hafa skrítinn smekk fyrir lagavali. Hér ætlum við aðeins að fara yfir nokkra… Lesa meira
Eddie Redmayne kemur J.K. Rowling til varnar: „Ógeðslegt“
Redmayne kveðst ekki vera sammála Rowling, en segir hatrið vera gengið fulllangt.
Breski leikarinn Eddie Redmayne virðist standa með höfundinum og áhrifavaldanum J.K. Rowling, að minnsta kosti á vissum grundvelli í ljósi mikillar gagnrýni vegna skoðanna hennar um kynvitund. Að sögn Redmayne hefur hatrið í garð rithöfundarins gengið fulllangt. Rowling er auðvitað þekktust fyrir að hafa skrifað bækurnar um Harry Potter, og… Lesa meira
Ofurlögga í afneitun: Grínstikla verður að bíómynd
Kvikmyndin segir frá ofurlöggu í afneitun varðandi kynhneigð sína.
Tökur eru hafnar á nýrri grínhasarmynd í framleiðslu Pegasus með Auðunni Blöndal, Agli „Gillz“ Einarssyni og fleiri fræknum í aðalhlutverkum. Það er þó ekki frásögur færandi nema myndin ber heitið Leynilögga (e. Cop Secret á ensku) og er byggð á samnefndri grínstiklu frá árinu 2011. Þar fóru ýmsir þjóðþekktir einstaklingar… Lesa meira
Endurgerð Síðustu veiðiferðarinnar í spilunum
Reyndir rúmenskir leikarar hafa þegar verið ráðnir í hlutverk.
Til stendur að endurgera gamanmyndina Síðasta veiðiferðin í Rúmeníu. Það er vefurinn Klapptré sem greinir frá þessu og þar segir að þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson hafa skrifað undir samning við framleiðslufyrirtækið Midnight Sun Film endurgerð myndarinnar. Viðræður standa einnig yfir við framleiðendur frá nokkrum öðrum löndum sem… Lesa meira
Sjáðu fyrstu myndirnar úr The Midnight Sky
Tökur fóru meðal annars fram í nágrenni Hafnar í Hornafirði.
The Midnight Sky, sem er í leikstjórn George Clooney og framleidd fyrir streymisveituna Netflix, er farin að taka á sig mynd. Tímaritið Vanity Fair birti í dag fyrstu stillurnar úr vísíndaskáldsögunni. Tökur á myndinni fóru fram í nágrenni Hafnar í Hornafirði í fyrrahaust og var meðal annars leitað að fjölskyldum… Lesa meira
Getum við hætt að tala um Star Wars?
Reynt er að loka Stjörnustríðsumræðunni... með því að tala um Stjörnustríð í þaular.
Eru aðdáendur Stjörnustríðs enn í afneitun? Hugsaði Disney aðeins of skammsýnt? Er einu sinni hægt að gera Stjörnustríð “töff” á ný án þess að þurfi að nota orðið Mandalorian? Þáttastjórnendur hlaðvarpsins Poppkúltúr velta þessum stóra nördamálum fyrir sér og spyrja kurteisislega hvort hugmyndabanki Star Wars sé tæmdur, og hvort við… Lesa meira
Léttari myndir á RIFF í ljósi ástands
„Það er vissulega nokkur áskorun að halda hátíð eins og RIFF á þessum tímum“
„Dagskráin í ár hefur aldrei verið jafn fjölbreytt. Það var kannski lögð áhersla á í ljósi ástandsins aðeins léttari myndir í og með heldur en áður. Það eru gamanmyndir, heimildarmyndir og myndir sem snerta á því sem er efst á baugi í samfélaginu.“ Þetta segir María Ólafsdóttir, fjölmiðlafulltrúi RIFF, í… Lesa meira
Faðir brúðarinnar snýr aftur eftir 25 ár
Banks-fjölskyldan bankar að dyrum á ný.
„Þriðja“ Father of the Bride myndin mun líta dagsins ljós á föstudag, með öllum upprunalegu leikurunum. Um er að ræða sjónvarpsviðburð og því ekki saga í hefðbundinni kvikmyndalengd. Það er streymisrisinn Netflix sem hýsir næstum-því-þriðju myndina - sem hlotið hefur nafnið Father of the Bride: Part 3(-ish) - í samstarfi… Lesa meira
WandaVision sýnishornið slær met
Disney+ gleður Marvel-unnendur í desember.
Fyrsta sýnishornið fyrir sjónvarpsþættina WandaVision sló áhorfsmet á fyrsta sólahring eftir frumsýningu. Horft var á stikluna rúmlega 50 milljón sinnum á fyrstu 24 tímunum eftir að hún var frumsýnd. Þetta er fordæmalaust fyrir þætti framleidda fyrir streymi en mikill spenningur er fyrir þessa seríu sem kemur úr smiðju stórrisa Disney… Lesa meira
Black Widow færð til næsta árs
Nú er það svart. Aftur.
Marvel-myndin Black Widow, með Scarlett Johansson í aðalhlutverki, átti að vera fyrsta stórmynd bíósumarsins 2020. Þetta hefur verið föst venja Marvel-mynda síðustu árin en Disney-samsteypan hefur nú tilkynnt enn eina frestunina. Áður stóð til að gefa hana út 24. apríl í Evrópu og viku seinna í Bandaríkjunum. Þá var hún… Lesa meira
Bestu „gervimyndir“ kvikmyndasögunnar
Vissuð þið að Arnold Schwarzenegger hefur leikið Hamlet?
Vissuð þið að Arnold Schwarzenegger hefur leikið Hamlet? Og að það hafi verið gert framhald af Gandhi? Og Pineapple Express? Reyndar gerðist ekkert af þessu í alvöru heldur bara í skálduðum heimum ýmissa kvikmynda. Slíkar myndir hafa yfirleitt verið kallaðar „Film within a film“ (kvikmynd-inni-í-kvikmynd), en við kjósum að kalla þær gervimyndir hér. Nánast frá upphafi kvikmyndasögunnar hafa menn sett gervimyndir inn… Lesa meira
Nýjung á Íslandi – Kynntu þér Kvikmyndaleitarann
Með nýju leitarsíunni okkar getur þú séð hvaða myndir eru á helstu streymisveitum og leigum.
Í áraraðir hefur Kvikmyndir.is verið í sérflokki með birtingu sýningartíma bíóhúsa þar sem allar upplýsingar eru aðgengilegar á einum stað.Mjög hefur bæst í flóru streymisveitna hér á landi að undanförnu, og þar má nefna streymisveitur Símans, Sýnar, Rúv og Nova auk hinna erlendu Netflix, Viaplay og Disney +. Kvikmyndir.is hefur… Lesa meira
RIFF 2020: Sigríður hæstánægð með Þriðja pólinn
„Ég er þakklát öllum aðstandendum fyrir þetta þarfa listaverk“
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett í 17. sinn þann 24. september, fimmtudag næstkomandi, og stendur til 4. október. Opnunarmynd RIFF í ár er Þriðji póllinn, ný íslensk kvikmynd eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur.Í myndinni er sagt frá Önnu Töru, sem veiktist af geðhvörfum upp úr tvítugu og… Lesa meira
Háar væntingar Kristins: Framleiðir mynd með Frasier
Kristinn er einna þekktastur fyrir The Valhalla Murders á Netflix.
Tökur hófust í gær á kvikmyndinni High Expectations, en þar fer Kelsey Grammer með aðalhlutverkið. Myndin er framleidd af Kristni Þórðarsyni, sem er einna þekktastur fyrir framleiðslu sína á íslensku glæpaþáttunum Brot. Þættirnir sýndir voru á RÚV fyrr á árinu og ganga undir heitinu The Valhalla Murders á Netflix. Fréttamiðillinn… Lesa meira
Sigursæl á Skjaldborg
Þrettán heimildamyndir voru frumsýndar á hátíðinni í ár.
Hálfur álfur eftir Jón Bjarka Magnússon hlaut dómnefndarverðlaunin Ljóskastarann og Er ást eftir Kristínu Andreu Þórðardóttur fékk Einarinn, áhorfendaverðlaunin á nýafstaðinni Skjaldborgarhátíð sem að þessu sinni fór fram í Bíó Paradís. Þrettán heimildamyndir voru frumsýndar á hátíðinni, sjö verk í vinnslu voru kynnt auk dagskrár í tengslum við heiðursgest hátíðarinnar Hrafnhildi Gunnarsdóttur. Tvenn… Lesa meira
Upprisa Krists enn í vinnslu hjá Gibson
„Þetta verður stærsta mynd kvikmyndasögunnar“
Lengi hefur verið talið að Gibson myndi gera framhald að kvikmyndinni The Passion of the Christ. Þeir Mel Gibson og handritshöfundurinn Randall Wallace (Braveheart, We Were Soldiers) hafa verið með myndina á teikniborðinu í töluverðan tíma og er hún sögð vera epísk og rándýr í framleiðslukostnaði, en einnig herma heimildir… Lesa meira
Þetta sögðu Íslendingar um Ráðherrann: „Það er ekki svona mikil gredda í pólitík“
„Fyrsti kjánahrollurinn kom eftir tæpar 5 mínútur“
Sjónvarpsþátturinn Ráðherrann hóf göngu sína í gærkvöldi og þar fer Ólafur Darri Ólafsson með aðalhlutverkið. Bregður hann sér í gervi háskólakennarans Benedikts Ríkarðssonar, sem er dreginn inn í pólitík, endar sem formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins og verður í kjölfarið forsætisráðherra Íslands. Eftir nokkra mánuði í starfi fer að bera á… Lesa meira
Verður Tom Hardy næsti Bond?
Arftaki Craigs er mögulega fundinn.
Breski leikarinn Tom Hardy er sagður efstur á óskalista framleiðenda kvikmyndanna um James Bond þegar Daniel Craig leggur byssuna á hilluna. Samkvæmt vef The Vulcan Reporter var Hardy boðið hlutverkið eftir að hafa staðið sig frábærlega í prufu síðastliðinn júnímánuð. Á vefnum kemur einnig fram að framleiðendur Bond-myndanna muni tilkynna… Lesa meira
Fleiri en 80 myndir ókeypis á Nordisk Panorama
Þetta er helsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum.
Stutt- og heimildamyndahátíðin Nordisk Panorama hófst nýverið og fer fram að mestu leyti í stafrænu formi til september. Þetta er helsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum og sýnir eingöngu myndir eftir norræna kvikmyndagerðarmenn. Norðurlöndunum býðst tækifæri til að skrá sig frítt í streymikerfi hátíðarinnar þar sem fjöldi heimilda- og stuttmynda… Lesa meira
Á hverju eru streymisveitur að klikka?
Í hlaðvarpi vikunnar er farið yfir heitustu streymin og harmssögur úr sal.
Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr hefur formlega hafið göngu sína og verður gefinn út vikulega, bæði á Kvikmyndir.is og helstu hlaðvarpsveitum, m.a. Apple, Stitcher og Spotify. Í hverjum þætti eru stóru málin rædd úr heimi sjónrænnar poppmenningar; þátta, kvikmynda og skemmtibransans eins og hann leggur sig. Það eru Tómas Valgeirsson og Sigurjón Ingi… Lesa meira
Segir fjórðu Matrix vera ástarsögu
„Við látum fortíðina í friði,“ segir Keanu Reeves.
Fjórða Matrix-kvikmyndin, sem enn hefur ekki fengið nafn, er nú á fullu í tökum í Berlín og hafa aðstandendur verið duglegir við að halda leynd yfir söguþræðinum. Það er Lana Wachowski sem leikstýrir nýju myndinni sem enn hefur ekki fengið nafn. Hún leikstýrði og skrifaði upprunalega Matrix-þríleikinn ásamt Lily systur… Lesa meira
Bíóbíllinn á RIFF: „Með þessu móti náum við til allra landsmanna“
„Þetta verður heljarinnar dagskrá og mikið fjör út um allt land“
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF), verður haldin í sautjánda sinn dagana 24. september til 4. október. Þessi hátíð verður þó nokkuð frábrugðin fyrri hátíðum og verða myndirnar allar aðgengilegar á netinu á riff.is. Hrönn Marinósdóttir sagði í viðtali við RÚV í gær að þetta sé vissulega afleiðing kórónuveirunnar en á… Lesa meira
Heiðar hjólar í Mulan: „Ekkert annað en afleitt prump“
Gagnrýnanda Vísis var ekki skemmt yfir Mulan endurgerðinni.
Heiðar Sumarliðason, kvikmyndagagnrýnandi Vísis og stjórnandi hlaðvarpsins Stjörnubíó, er allt annað en ánægður með Mulan, nýjustu leiknu endurgerð Disney. Hann segir myndina vera sundur- og sálarlausa vöru af Hollywood-færibandinu og kveðst ekki geta mælt með myndinni við nokkurn einstakling. Í dómnum veltir hann jafnframt fyrir sér handa hverjum þessi kvikmynd… Lesa meira

