Ríkir spenna á milli listafólks og gagnrýnenda?

Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr hóf göngu sína í síðasta mánuði og er gefinn út vikulega, bæði á Kvikmyndir.is og helstu hlaðvarpsveitum, m.a. Apple og Spotify.

Í hverjum þætti eru stóru málin rædd úr heimi poppmenningar, þátta, kvikmynda og skemmtibransans eins og hann leggur sig. Það eru Sigurjón Ingi Hilmarsson og Tómas Valgeirsson, umsjónarmenn Fésbókarhópsins Bíófíklar, sem stýra þættinum og taka á móti góðum gestum af og til.

Að sinni snúast örvar að íslenska kvikmyndaheiminum og meinta bransapólitík.

Er hið hámenningarlega Ísland alltof meðvirkt þegar kemur að listafólki og bitastæðri gagnrýni? Er frændhyglin að fara með okkur? Hefur það tíðkast að íslenskum gagnrýnendum hafa verið mútað? Enn fremur, hvernig ætli það sé að þurfa að selja arfaslaka kvikmynd?

Við skoðum dæmi úr raunheiminum.

Þáttinn má heyra hér.