Hitti Game of Thrones stjörnu á Skólavörðustíg

Game of Thrones-leikarinn Nikolaj Coster-Waldau er staddur á Íslandi um þessar mundir. Hermt er að Daninn sé staddur á landinu við tökur á nýju sjónvarpsseríu Baltasars Kormáks, Katla, en það hefur ekki enn fengist staðfest.

Nicolaj sást spóka sig í byrjun vikunnar á Skólavörðustíg og stóðst tónlistarmaðurinn Haraldur Fannar Arngrímsson ekki mátið að mynda sig með leikaranum góðkunna – þó það gæti hafa verið öfugt.

Hressir þessir.

„Ég hitti leikarann á rölti og kannaðist strax við hann enda mikill Game of Thrones-aðdáandi,“ segir Haraldur í samtali við ritstjórn og slær á létta strengi. Myndin af þeim listamönnum er birt með góðfúslegu leyfi Haralds, en hann bætir við:

„Eftir myndatökuna spurði hann mig hvort hann vissi um einhvern stað til að borða. Hann var bara einn og ég sé reyndar eftir því núna að hafa ekki sýnt honum staði og skellt mér með honum. En ég benti honum á nokkra staði og blasti við allan tímann hvað leikarinn er súper næs.“

Nýverið sendi Haraldur frá sér sitt fyrsta lag, sem ber heitið Fullkomin, og gengur hann undir listamannsnafninu HARALD. Hann er tuttugu og eins árs og kemur frá Kópavogi. Hann er er alinn upp umvafin tónlist og byrjaði snemma að læra á hljóðfæri og sérhæfir sig í gítarleik, á píanói og söng. HARALD hefur komið fram víða þrátt fyrir ungan aldur og aðeins rétt rúmlega þrettán ára fór hann að troða upp einn síns liðs í miðborg Reykjavíkur fyrir gesti og gangandi.

Lagið má heyra hér að neðan.