Fréttir

Erlingur með nýja sýn á rottufangarann


Erlingur Óttar vinnur að hrollvekjunni The Piper fyrir Millenium Media.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Erlingur Óttar Thoroddsen mun skrifa handritið og leikstýra hrollvekjunni The Piper. Það er bransaveitan The Hollywood Reporter sem greindi fyrst frá þessu og segir þar að framleiðslufyrirtækið Millenium Media (e. Nu Image) standi að framleiðslu myndarinnar.Um er að ræða myrka útgáfu af sögunni um rottufangarann í Hamel (e. Pied… Lesa meira

Margt og meira um Nic Cage


Umræðunni um einn uppáhalds kattarvin margra er ekki lokið.

Hver er hinn ídeal byrjendapakki í tengslum við kvikmyndir með klikk-kónginum Nicolas Cage? Eins og stjórnendum þessarar þáttar er orðið ljóst er eitt innslag um þetta dýrindis mennska leiklistarfrávik ekki nóg. Svo margt er að skoða í þessum persónuleika, þeim sögum sem tilheyra hans ímynd og umræðuverðri aukningu í vinnuframlagi… Lesa meira

Heimildarmynd um Hatara verðlaunuð á Ítalíu


Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Heimildamyndin A Song Called Hate eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur var valin besta heimildamyndin í flokki lengri mynda á SeeYouSound hátíðinni sem fram fer á Ítalíu. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar en sýningar eru nú hafnar á henni í Háskólabíói. Hér er horft inn í þann raunveruleika sem blasti við… Lesa meira

Segir skilið við leiklistina


Emma Watson hefur ákveðið að leggja leikferilinn á hilluna.

Breska leikkonan Emma Watson hefur ákveðið að leggja leikferilinn á hilluna og einblína á önnur verkefni. Þetta staðfestir umboðsmaður hennar í samtali við fréttaveituna Daily Mail og segir það öruggt að Watson muni ekki þiggja fleiri hlutverk í framtíðinni.Watson var aðeins níu ára þegar hún var valin úr röð stúlkna… Lesa meira

Ævisaga um Robbie Williams á leið í tökur


Bíómynd um skemmtikraftinn stórvinsæla frá leikstjóra The Greatest Showman.

Vinnsla er formlega hafin á kvikmyndaðri ævisögu breska söngvarans Robbie Williams. Bíómyndin mun ganga undir heitinu Better Man og er sögð vera í stíl Rocketman (2019) í umfangi og tónlistarnálgun. Má þá búast við eins konar söngleik í leikstjórans Michael Gracey, en hann sat við stjórnvölinn á hinni massavinsælu The… Lesa meira

Depardieu ákærður fyrir kynferðisbrot


Depardieu hefur lengi þótt alræmdur fyrir hegðun sína

Gerard Depardieu, einn frægasti leikari Frakklands, hefur verið ákærður fyrir að brjóta gegn leikkonu á þrítugsaldri fyrir þremur árum. Málið var fellt niður fyrir tveimur árum vegna skorts á sönnunargögnum en tekið síðar upp að nýju. Leikkonan segir Depardieu hafa nauðgað sér í tvígang í íbúð hans í 6. hverfi… Lesa meira

211 brelluskot í Ráðherranum


Sjáðu brellustikluna.

Sigurgeir Arinbjarnarson, fagmaður í sjónrænum tæknibrellum, afhjúpaði sérstaka brellustiklu á dögunum fyrir sjónvarpsseríuna Ráðherrann. Alls voru 211 brelluskot í þáttunum átta.Þættirnir nutu mikilla vinsælda en þar fer Ólafur Darri Ólafsson með hlutverk háskólakennarans Benedikts Ríkarðssonar sem er dreginn inn í pólitík. Hann endar sem formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins og verður… Lesa meira

Pólitísk skautun í WandaVision


Búbbluheimurinn er tálsýn.

Seinustu árin hafa verið áhugaverð og hræðileg. Upprisa öfgahópa víða um heiminn, aðallega á hægri væng, öskra hæst um mestmegnis ímynduð vandamál sem þeir telja ógna eigin tilveru. Sundrungin í samfélaginu víkkar með hverju ári, sem að hluta til er sökum samfélagsmiðla sem stuðla að „búbblu hugarástandi“ (e. bubble mentality),… Lesa meira

Bölvanir á settum


Hvenær hættir tilviljun að vera tilviljun?

Lengi hefur verið rætt og deilt um það hvort bölvun hvíli á hryllingsmyndageiranum, svo dæmi sé nefnt. Kvikmyndagerð er auðvitað sjaldan einfalt ferli, en hvernig verður mórallinn – og jafnvel útkoman – þegar upp safnast drungalegur fjöldi atvika sem eru eins og beint tekin úr skáldskap? Í tuttugasta þætti Poppkúltúrs,… Lesa meira

Mortal Kombat í nýjum búningi


Nú má loks gæða sér á stiklunni.

Opinber stikla var afhjúpuð í dag fyrir hasarmyndina Mortal Kombat, en líkt og nafnið gefur til kynna er um að ræða glænýja bíóendurræsingu á tölvuleikjaseríunni frægu. Í leikjunum segir frá fornri keppni þar sem meistarar í ýmsum bardagastílum berjast hver gegn öðrum. Í endurræsingunni er aðaláherslan lögð á slagsmálasérfræðing að… Lesa meira

Alvara í fullu fjöri


Vinterberg og vinir í banastuði.

Stundum geta kvikmyndir sem hljóma eins og ódýrt, svonefnt „lyftu-pitch“ í plottlýsingum haft miklu, miklu meira fram að færa en formúlukeyrðan rússíbana. Gamandramað Druk e. Another Round virkar eins og afbragðs leið til að sýna hvernig simplískur en lokkandi söguþráður getur gengið upp sem stökkpallur fyrir miklu dýpri skoðun heldur en blasir… Lesa meira

Mikilvægt að stíga út fyrir þægindarammann


Evil Dead 2 gaf tóninn fyrir framtíð Natans á bak við kameruna.

„Ég held að ég hafi ákveðið að fara út í kvikmyndabransann þegar ég sá Evil Dead 2 og síðan ákveðið að leggja áherslu á handritaskrifin þegar ég sá Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Tarantino spilar þarna stórt hlutverk líklegast líka.“ Svo mælir Natan Jónsson, handritshöfundur og leikstjóri, sem rifjar… Lesa meira

Cara Dune leikföng tekin af markaðnum


Ekki verða framleidd fleiri leikföng eftir fígúru Carano.

Framleiðsla á leikföngum sem tengjast persónunni Cara Dune úr Stjörnustríðsþáttunum The Mandalorian hefur verið stöðvuð. Þetta kemur í kjölfar brottreksturs leikkonunnar Ginu Carano eftir að hún líkti ofsóknum gyðinga í Þýskalandi á fjórða áratugnum við stöðuna í bandarískum stjórnmálum. Talsmaður Lucasfilm tjáði fréttamiðlinum Variety að ummæli Carano væru hræðilegar og… Lesa meira

Klassa drusla með tæplega þrjú þúsund gesti


Íslenska grínið kitlar.

Íslenska gamanmyndin Hvernig á að vera klassa drusla lenti í öðru sæti aðsóknarlistans eftir aðra helgi í sýningum. Um 1700 gestir fóru á myndina í vikunni og nemur aðsókn alls 2,880 manns eftir tvær sýningarhelgar.Hvernig á að vera klassa drusla segir frá tveimur ólíkum vinkonum og uppákomum þeirra þegar þær… Lesa meira

Stanley Tucci dásamar Ísland


„Þegar faraldurinn er afstaðinn langar mig að fara þangað aftur með börnunum mínum“

Bandaríski leikarinn Stanley Tucci frumsýndi á dögunum glænýja þáttaröð fyrir CNN, Searching for Italy, þar sem hann skoðar ítalska matarmenningu og þann sess sem hún skipar. Tucci kveðst vera mikill unnandi Ítalíu en í viðtali við tímaritið Condé Nast Traveler stóðst hann ekki mátið að undirstrika annað land sem hefur… Lesa meira

Játningar um söngleiki


Þykir þér stuðandi þegar kvikmyndapersóna brestur í söng í miðri senu?

Söngleikurinn hefur oft verið mikið bannorð hjá kvikmyndaáhugafólki og gjarnan litið á það sem sakbitna sælu að kunna að meta þann fjölbreytileika sem söngleikurinn býður upp á. En hvers vegna er það?Hvað er svona stuðandi við það að bresta í söng í miðri senu og hvaða bíósöngleikir í okkar poppkúltúr… Lesa meira

Framhald af Face/Off í bígerð


Leikstjóri myndarinnar lofar beinu framhaldi, ekki endurgerð.

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Adam Wingard hyggst gera framhald af einni vinsælustu og að margra mati trylltustu hasarmynd tíunda áratugarins. Aðdáendur Face/Off ('97) finnast víða og er myndin skólabókadæmi um fagmenn í sínum hæsta gír, leikstjórann John Woo og leikaranna John Travolta og Nicolas Cage í banastuði. Wingard mun leikstýra framhaldsmyndinni og… Lesa meira

Klippir hasarmyndina Kate fyrir Netflix


Spennandi hasar framundan frá einum færasta klippara landsins.

Elísabet Ronaldsdóttir, einn færasti klippari landsins, er svo sannarlega merkt nokkrum stórum og svölum kvikmyndaverkefnum sem áætlað er að frumsýna á þessu ári. Fyrst ber að nefna Marvel-stórmyndina Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings (sem sýnd verður í júlí, að öllu óbreyttu) að ógleymdri hasarmyndinni Kate frá streymisþursanum… Lesa meira

Húsavík og Já fólkið á stuttlista vegna Óskars


Eru Íslendingar komnir til að vera á Óskarsverðlaununum?

Lagið Húsa­vík úr kvik­mynd­inni Eurovisi­on Song Contest: The Story of Fire Saga er á stutt­lista fyr­ir til­nefn­ing­ar til Óskar­sverðlaun­anna, en tilkynningar verða opinberaðar 15. mars næstkomandi. Stuttlistinn umræddi var birtur í gær en þar kemur einnig fram stuttmyndin Já fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson.Já fólkið hefur vakið mikla athygli víða… Lesa meira

Christopher Plummer látinn


Plummer átti langan og glæsilegan feril.

Kanadíski stórleik­ar­inn Christoph­er Plum­mer er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést í morgun á heimili sínu í Connecticut í Bandaríkjunum en það var fjölskylda hans sem tilkynnti andlátið og sagði hann hafa kvatt heiminn friðsamlega. Leikarinn var giftur leikkonunni Elaine Taylor í 53 ár og er dóttir þeirra leikkonan Amanda… Lesa meira

„Ég horfði bara á fyrstu þrjár“


Þessu bjuggust aðdáendur ekki við.

Ófáum unnendum Harry Potter-kvikmyndanna var brugðið þegar breski leikarinn Rupert Grint varpaði fram sturlaðri staðreynd um sjálfan sig. Svo herma að minnsta kosti heimildir galdraheimsins en netheimastormurinn hófst þegar Grint var staddur í viðtali við Variety og var þar spurður um tengsl sín og minningar bakvið tjöld myndabálksins stórfræga. „Ég… Lesa meira

Lykilatriði að komast framhjá ofhugsun


Ólafur deilir reynslu sinni og fáeinum brögðum í kvikmyndagerð.

„Sýnishorn [e. stiklur] geta komið flóknum hugmyndum til skila með sekúndubroti,“ segir Ólafur Jóhannesson, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur. Þessa dagana býður hann upp á nýja fjarkennslu í kvikmyndagerð í gegnum menntunarvefinn SkillShare sem gengur út á smíði á einna mínútna stiklu. Flestir þekkja manninn undir nafninu Olaf De Fleur, en… Lesa meira

The Crown og Mank með flestar tilnefningar


Hátíðin fer fram þann 28. febrúar næstkomandi.

Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar í gær og stóðu þættirnir The Crown (fjórða sería) og kvikmyndin Mank uppi með flestar tilnefningar, eða sex talsins. Í kvikmyndahlutanum hafa Golden Globe verðlaunin yfirleitt gefið upp ágæta mynd af þeim titlum sem þykja líklegir á komandi Óskarsverðlaunum. Golden Globe hátíðin fer… Lesa meira

Milljón króna inneign í verðlaun


Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki

Kvikmyndagerðarfólk getur nú sent inn myndir í Sprettfisk, stuttmyndakeppni Stockfish. Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar segir að haldið verður í þá breytingu sem gerð var á síðasta ári að myndirnar þurfa ekki að vera Íslands frumsýndar heldur nægir að þær hafi verið framleiddar á síðasta ári. Segir áfram í tilkynningunni:… Lesa meira

Listin að gera spennandi stiklu


Kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson með nýtt námskeið á netinu.

Ólafur Jóhannesson, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur, býður upp á nýja fjarkennslu í kvikmyndagerð í gegnum menntunarvefinn SkillShare. Námskeiðið gengur út á smíði á einna mínútna stiklu og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig í gegnum þennan hlekk.Ólafur hefur yfir tveggja áratuga reynslu í fagi sínu. Hann er meðal annars… Lesa meira

Alræmd sorpmynd undir smásjánni


Er þetta ein bjánalegasta mynd sinnar tegundar – eða allra tíma?

„Stórkostleg skemmtun frá byrjun til enda með frábærum tæknibrellum.“ Þannig hljómaði bíókynningin á sínum tíma fyrir kvikmynd sem er víða talin ein sú allra versta í sínum geira. Um er að ræða bíómynd sem er ekki aðeins talin vera móðgun gagnvart uppruna sínum, heldur birtist reglulega á botnlistum og er… Lesa meira

Tókst þú eftir þessu í WandaVision?


Marvel-þættirnir eru hlaðnir litlum „páskaeggjum“

Sjónvarpsþættirnir WandaVision úr smiðju Marvel Studios hófu göngu sína fyrr í mánuðinum á streymisveitunni Disney+. Nú eru þrír þættir lentir þegar þessi texti er ritaður og má búast við nýjum á hverjum föstudegi næstu sjö vikurnar. Óhætt er að segja að sjónvarpsserían er með öðruvísi sniði heldur en aðdáendur Marvel-færibandsins… Lesa meira

Þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur í bígerð


Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar.

Leikstjórinn Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Verkefnið verður betur kynnt á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg snemma í febrúar. Á vef Variety er greint frá því að í þáttaröðinni verði fylgst með Vig­dísi frá æsku­ár­um henn­ar og þar til hún var… Lesa meira

Back to the Future í bobba


Sagan á bakvið skáldskapinn er oft lygilegri en sjálfur skáldskapurinn sem um ræðir.

Sagan á bakvið skáldskapinn er oft lygilegri en sjálfur skáldskapurinn sem um ræðir.  Sci-fi gamanmyndin Back to the Future er af mörgum talin sígild og er víða kennd í handritakúrsum. Myndin er eðaldæmi um samansafn margra hráefna sem fóru glæsilega saman, oft á elleftu stundu - af nokkrum hryllingssögum framleiðslunnar… Lesa meira

„Þetta er vandamálið með unga fólkið í dag“


Russell Crowe stekkur kvikmynd sinni til varnar.

„Það kvarta margir undan svefnleysi á tímum faraldursins. Þá ætla ég að mæla með Master & Commander, með hinum yfirleitt grípandi og athyglisverða Russell Crowe. Ég hef aldrei komist yfir fyrstu tíu mínúturnar. Verði ykkur að góðu. Og takk, Russell.“ Svo skrifar Robert McNabb, Twitter-notandi sem tekinn var hressilega á… Lesa meira