Páskamyndir og Space Jam

Páskarnir marka huggulegan en í senn skrýtinn tíma. Skilaboðin eru úti um allar trissur þegar kristnar hefðir sameinast við súkkulaði, dúllulegar hænur, kanínur, föndur, leitir og málshætti.
Í þessum bónusþætti fara Poppkúltúrsmenn yfir framboð páskamynda; hvað það þýðir jafnvel að vera páskabíómynd og hvernig kröfur er best að gera til slíkra.

Eru kannski einhverjir gullmolar sem fólk hefur ekki enn náð að flokka sem ídeal páskamyndir?

Það líður þó ekki á löngu þar til ‘90s stuðmyndin Space Jam er skyndilega komin í umræðuna og allt það furðulega költ sem svífur í kringum þá mynd – og væntanlega framhaldsmynd. Er Space Jam kannski einhver póstmódernískur Guðfaðir ‘product placement’ bíómynda? Er einhver snilldar samsuða þarna í sölumennskunni eða hafa heilu kynslóðirnar verið að láta heilaþvo eigin nostalgíu?

Hún er allavega engri lík.