Er heimurinn verri staður en Gotham borg?
Raunveruleikinn blandaðist inn í tökur nýju Batman myndarinnar, The Batman, á fleiri en einn hátt. Leikstjóri myndarinnar, Matt Reeves, 55 ára, segir frá því í samtali við breska blaðið The Telegraph að hann hafi ráðlagt Robert Pattinson, sem leikur Leðurblökumanninn í myndinni, að horfa til bresku konungsfjölskyldunnar hvað innblástur varðaði.… Lesa meira
Fréttir
Rökkurglæpir í Gotham
IGN segir að The Batman sé vægðarlaus fegurð út og í gegn, sannkallað meistarastykki.
Það er óhætt að segja að kvikmyndin sem kemur í bíó í dag, The Batman, sé mynd sem margir hafa beðið verulega spenntir eftir. Töluverð eftirvænting hefur verið fyrir því að sjá hvaða tökum leikstjórinn Matt Reeves (War for the Planet of the Apes, Dawn of the Planet of the… Lesa meira
Aðsókn dróst saman um 23%
Heildaraðsóknartekur í bíó drógust töluvert saman milli vikna um síðustu helgi, eða um 23%.
Heildaraðsóknartekjur í bíó drógust töluvert saman milli vikna um síðustu helgi, eða um 23%. Þær voru rúmar ellefu milljónir um síðustu helgi en fjórtán milljónir helgina á undan. Mögulega er skýringin sú að margir eru útúr bænum vegna vetrarfría. Uncharted heldur sæti sínu auðveldlega á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans með fjórfalt… Lesa meira
Besti vinur mannsins
Það má segja að hundar og önnur dýr verði í aðalhlutverkinu í íslenskum bíóhúsum á morgun.
Hundurinn, besti vinur mannsins, og fleiri skemmtileg dýr verða í aðalhlutverkinu í íslenskum bíóhúsum á morgun. Þrjár nýjar kvikmyndir fyrir alla fjölskylduna verða þá frumsýndar og ferfætlingar og furðuverur láta ljós sitt skína svo um munar. Myndirnar eru Dog, eða Hundur, með Channing Tatum í aðalhlutverki, Klandri, um seppa sem… Lesa meira
Nærri fjögur þúsund sáu Uncharted
Uncharted er áfram í fyrsta sæti hjá íslenskum bíógestum.
Ævintýramyndin Uncharted, sem byggð er á samnefndum tölvuleik, er áfram í fyrsta sæti hjá íslenskum bíógestum, og er langaðsóknarmest aðra helgina í röð. Sophia Ali og Tom Holland lesa póstkort. Nærri fjögur þúsund gestir greiddu aðgangseyri á myndina nú um helgina en til samanburðar lögðu rúmlega fimmtánhundruð manns leið sína… Lesa meira
Ævintýrin gerast enn
Tom Holland og Mark Wahlberg hittu beint í mark hjá íslenskum bíógestum um síðustu helgi.
Tom Holland og Mark Wahlberg hittu beint í mark hjá íslenskum bíógestum um síðustu helgi í ævintýramyndinni Uncharted en rúmlega fimm þúsund manns borguðu sig inn til að berja þá félaga augum. Myndin í öðru sæti kom nokkuð langt á eftir með rúmlega ellefu hundruð gesti, Jackass Forever, þar sem… Lesa meira
Ætlar aldrei að hætta
Undirheimar Íslands og Bandaríkjanna koma við sögu í Blacklight og Harmi.
Það er jafnan mikið ánægjuefni þegar ný íslensk kvikmynd kemur í bíó, og sú er raunin á morgun þegar kvikmyndin Harmur kemur í SAM bíóin. Það eru sömuleiðis mikil gleðitíðindi þegar nýr Liam Neeson spennutryllir kemur í bíó, en í Blacklight er Neeson mættur í Taken gírnum í hlutverki Travis… Lesa meira
Er bara Bruce Wayne þegar hann sefur
Robert Pattinson plantaði Batman hugmyndinni í huga framleiðandans fyrir slysni.
Robert Pattinson, sem leikur titilhlutverkið Batman, í The Batman, sem kemur í bíó 4. mars nk. segir í viðtali sem framleiðendur hafa dreift til fjölmiðla að hann hafi fyrir slysni plantað þeirri hugmynd í huga framleiðanda myndarinnar, Dylan Clark, að hann gæti verið rétti maðurinn í hlutverk Leðurblökumannsins. "Við Dylan… Lesa meira
Fullkominn bíóskammtur
Ástir, ævintýri og morðgáta. Er hægt að biðja um eitthvað meira?
Ástir, ævintýri og morðgáta. Er hægt að biðja um eitthvað meira? Á morgun föstudag fáum við einmitt þrjár kvikmyndir sem gefa okkur dágóðan skammt af þessu öllu saman. Marry Me segir frá tónlistarmönnunum og ofurstjörnunum Kat Valdez og Bastian sem ætla að giftast frammi fyrir aðdáendum sínum um allan heim.… Lesa meira
Vinsælir asnakjálkar
Jackass Forever náði að enda sjö vikna sigurgöngu Spider-Man: No Way Home á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.
Það hlaut að koma að því á endanum, en Spider-Man: No Way Home er nú komin af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Þar hefur kvikmyndin setið í sjö vikur samfleytt og halað inn næstum því eitt hundrað milljónir króna. Myndin sem á heiðurinn af því að hafa sigrast á Köngulóarmanninum er Jackass… Lesa meira
Alfreð rogast með þunga byrði
Alfred Pennyworth er harmræn persóna í The Batman.
Kvikmyndaleikarinn Andy Serkis segir í samtali sem framleiðendur hafa dreift til fjölmiðla vegna nýju Batman myndarinar, The Batman, sem frumsýnd verður 4. mars nk., að hann og leikstjórinn Matt Reeves þekkist vel frá því þeir gerðu Apamyndirnar svokölluðu ( Planet of the Apes ofl. ). Þar hafi þeir mikið rætt… Lesa meira
Í sjöunda himni
Köngulóarmaðurinn hlýtur að vera í sjöunda himni því nýjasta kvikmyndin um hann, Spider-Man: No Way Home hefur nú verið í sjö vikur samfleytt á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.
Köngulóarmaðurinn hlýtur að vera í sjöunda himni því nýjasta kvikmyndin um hann, Spider-Man: No Way Home hefur nú verið í sjö vikur samfleytt á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Heildar aðsóknartekjur þokast í átt að 100 milljóna króna markinu og eru nú komnar upp í rúmlega níutíu milljónir. Tæplega 60 þúsund manns… Lesa meira
Hamfarir á himni og jörðu
Tvær verulega spennandi myndir koma í bíó á morgun, báðar hamfaramyndir en á misstórum skala.
Tvær verulega spennandi myndir koma í bíó á morgun, báðar hamfaramyndir en á misstórum skala. Hamfaramyndin Moonfall er eftir einn þekktasta hamfaramyndaleikstjóra allra tíma, Roland Emmerich, ( Independence Day ) og nú er það tunglið sem hrynur niður úr himnunum og engin önnur en Halle Berry þarf að sprengja það… Lesa meira
Tókst ekki að hræða Spider-Man
Hrollvekjunni Scream tókst ekki að hræða köngulóarmanninn í ofurhetjumyndinni Spider-Man: No Way Home af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.
Hrollvekjunni Scream tókst ekki að hræða köngulóarmanninn í ofurhetjumyndinni Spider-Man: No Way Home af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi. Margir aðrir hafa reynt það áður, en ekki tekist heldur. Spider-Man hefur nú setið í sex vikur samfleytt á toppi listans og virðist ekkert lát á vinsældum myndarinnar. Tekjur af… Lesa meira
Martröð eða kanínuafmæli
Tvær skemmtilegar kvikmyndir koma í bíó á morgun, föstudaginn 28. janúar.
Tvær skemmtilegar kvikmyndir koma í bíó á morgun, föstudaginn 28. janúar. Önnur er fyrir okkur fullorðna fólkið en hin er meira fyrir börnin og alla fjölskylduna. Ný mynd frá Óskarsverðlaunaleikstjóranum Guillermo del Toro er ætíð tilhlökkunarefni, enda bíða manns einatt einhverjar furður í sagnaheimi hans, líkt og skemmst er að… Lesa meira
Þungt högg í punginn
Asnakjálkarnir í Jackass mæta aftur á hvíta tjaldið um þarnæstu helgi í splunkunýrri mynd.
Asnakjálkarnir í Jackass mæta aftur á hvíta tjaldið um þarnæstu helgi í splunkunýrri mynd, Jackass Forever, og miðað við það sem sem sjá má í meðfylgjandi myndbroti eru þeir enn við sama heygarðshornið. Jackass Forever er ef kvikmyndir.is skjátlast ekki; fimmta Jackass myndin, en sú fyrsta var frumsýnd fyrir tuttugu… Lesa meira
Leðurklæddur gallharður Dafoe, gullslegin og græn Collette
Mikill vinna og natni var lögð í hönnun búninga í glæpatryllinum Nightmare Alley.
Mikill vinna og natni var lögð í hönnun búninga í glæpatryllinum Nightmare Alley, sem frumsýnd verður um næstu helgi hér á landi, 28. janúar. Markmiðið var að gefa upp sannfærandi mynd af tímabilinu sem myndin gerist á, fimmta áratug tuttugustu aldarinnar. Luis Sequeira búningahönnuður segir í nýju myndbandi sem birt… Lesa meira
Kvenkyns alþjóðlegt njósnateymi í stíl við Mission-Impossible
Aðdáendur alþjóðlegra njósnatrylla fá mikið fyrir sinn snúð nú um helgina þegar The 355 kemur í bíó.
Aðdáendur alþjóðlegra njósnatrylla fá mikið fyrir sinn snúð nú um helgina þegar The 355 kemur í bíó. Titill myndarinnar The 355 er tilvísun í fulltrúa 355 sem var dulnefni óþekkts kvenkyns njósnara sem barðist fyrir uppreisnarmenn í frelsisbarátta bresku nýlendnanna á austurströnd Norður Ameríku frá 1763 — 1783. Eins og… Lesa meira
Spider-Man stefnir í 100 milljónir króna í tekjur
Hvorki fleiri né færri en fimmtíu og fimm þúsund manns hafa séð ofurhetjusmellinn Spiderman: No Way Home frá því hún var frumsýnd í desember sl.
Hvorki fleiri né færri en fimmtíu og fimm þúsund manns hafa séð ofurhetjusmellinn Spiderman: No Way Home frá því hún var frumsýnd í desember sl. en myndin situr nú fimmtu vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Heildartekjur myndarinnar frá frumsýningu nálgast það að vera eitt hundrað milljónir króna og… Lesa meira
Köngulóarmaðurinn sterkur á toppnum fjórðu vikuna í röð
Fjórðu vikuna í röð er Spider-Man: No Way Home vinsælasta kvikmyndin á Íslandi.
Fjórðu vikuna í röð er Spider-Man: No Way Home vinsælasta kvikmyndin á Íslandi. Það kemur reyndar ekki mikið á óvart miðað við þær góðu viðtökur sem myndin hefur fengið bæði hjá gagnrýnendum og almenningi. Doc Oc í ham með þreifarana úti. Eftir sýningar síðustu helgar voru tekjur myndarinnar samtals komnar… Lesa meira
Scream hittir í mark
Það er tilhlökkunarefni að ný Scream mynd komi í bíó núna á föstudaginn.
Hvað er betra en góður bíóhrollur á köldum og dimmum íslenskum janúardegi. Líklega ekki neitt! Það er því tilhlökkunarefni að ný Scream mynd komi í bíó núna á föstudaginn en mætt eru til leiks mörg gömul andlit úr fyrri myndum, þar á meðal hjónin fyrrverandi David Arquette og og Friends… Lesa meira
Orri er Drakúla – sjáðu alla íslensku leikarana í Skrímslafjölskyldunni 2
Ný bráðskemmtileg teiknimynd kemur í bíó núna á föstudaginn, Skrímslafjölskyldan 2 eða Monster Family 2.
Ný bráðskemmtileg teiknimynd kemur í bíó núna á föstudaginn, Skrímslafjölskyldan 2 eða Monster Family 2. Opinber söguþráður er þessi: Til að frelsa Baba Yaga og Renfield úr klóm skrímslaveiðarans Mila Starr þarf Wishbone fjölskyldan rétt einu sinni að breyta sér í vampíru, Frankenstein skrímslið, múmíu og varúlf. Með hjálp gæludýranna… Lesa meira
43 þúsund hafa séð Spider-Man: No Way Home
Enn heldur Köngulóarmaðurinn í Spider-Man: No Way Home áfram að heilla landann.
Enn heldur Köngulóarmaðurinn í Spider-Man: No Way Home áfram að heilla landann en aðsóknin á myndina er meira en tvöfalt meiri en á næstu mynd á eftir, Syngdu 2. Spider-Man hefur verið í bíó í þrjár vikur og hefur allan þann tíma setið í efsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans. 43.500 manns… Lesa meira
King´s maður og týndar konur
The King´s Man og The Lost Daughter koma í bíó á föstudaginn.
Nýtt bíóár er komið í fullan gang og nú á föstudaginn fáum við tvær áhugaverðar kvikmyndir í bíó. Annarsvegar njósna- gaman- spennumyndina The King´s Man og hinsvegar dramað The Lost Daughter. The King´s Man fjallar um það þegar Kingsman leyniþjónustan er stofnuð í upphafi 20. aldarinnar, meðan á fyrri heimsstyrjöldinni… Lesa meira
Ástir og dramatík, söngur og dans
Söngleikjamyndin West End Story í leikstjórn Steven Spielberg kemur í bíó í dag.
Söngleikjamyndin West Side Story í leikstjórn Steven Spielberg kemur í bíó í dag en um er að ræða aðra kvikmyndaútgáfu í fullri lengd af þessum vinsæla söngleik frá árinu 1957. Hér er bæði drama og rómantík á ferðinni. Forboðin ást og átök á milli Jets og Sharks, tveggja unglingagengja af… Lesa meira
Opna dyrnar að undirheimunum
Okkur fannst þetta mjög áhugaverð hugmynd og við fjöllum um fíkn og fjölskyldutengsl m.a
Ný stikla er komin út fyrir nýja íslenska kvikmynd sem frumsýnd verður í SAMbíóunum 18. febrúar nk. Myndin heitir Harmur og segir frá hinum tvítuga Oliver sem býr ásamt móður sinni og yngri bróður í niðurníddu íbúðahverfi í Reykjavík. Samband hans við móður sína hefur farið batnandi upp á síðkastið… Lesa meira
Köngulóin kyngimögnuð á toppinum
Þessa vikuna heldur köngulóin sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.
Eins og við sögðum frá á dögunum sló myndin um Köngulóarmanninn, Spider-Man: No Way Home, met þegar hún varð tekjuhæsta kvikmynd allra tíma á opnunarhelgi á Íslandi. Þessa vikuna heldur köngulóin sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þrátt fyrir að tvær aðrar nýjar Jólamyndir hafi komið í bíó um síðustu… Lesa meira
Vilja fá Bono til að syngja á ný
Syngdu 2 er ein af Jólamyndunum í ár og er komin í bíó!
Ný jólamynd kemur formlega í bíó í dag, þó hún hafi reyndar byrjað í sýningum í síðustu viku. Þar er um að ræða hina stórskemmtilegu Syngdu 2, eða Sing 2, teiknimynd troðfull af skemmtilegri tónlist og enn skemmtilegri leikurum og söngvurum. Hægt verður að sjá aðra nýja Jólamynd, West Side… Lesa meira
Hvað er raunverulegt?
The Matrix Resurrections kemur í bíó í dag.
Loksins, loksins, loksins er komið að frumsýningu nýrrar Matrix kvikmyndar, The Matrix Resurrections. Myndin er sú fjórða í bálkinum sem hófst með svo eftirminnilegum hætti árið 1999 með fyrstu myndinni, The Matrix, eða Fylkinu, eins og hún heitir á íslensku. Sú mynd fjallaði um tölvuhakkarann Neo sem bauðst að velja… Lesa meira
Sjón og Bjarkar-myndin Northman með fyrstu stiklu
Sjáðu fyrstu stiklu úr The Northman eftir Sjón og Robert Eggers.
Fyrsta stiklan úr stórmyndinni The Northman var birt í dag en myndin verður frumsýnd á Íslandi 1. apríl 2022. The Northman er epísk stórmynd sem segir frá því hversu langt víkingaprins einn er tilbúinn að ganga til að ná fram hefndum vegna morðsins á föður sínum. Myndin gerist á Íslandi… Lesa meira

