Fréttir

Æfði í tvö ár fyrir Star Wars


Áður en Mark Hamill gat byrjað að leika Loga geimgengil á nýjan leik í Star Wars: The Force Awakens eftir þrjátíu ára hlé, þurfti hann að æfa í tvö ár.  Samkvæmt tímaritinu Rolling Stone, gekk Hamill í gegnum stíft æfingaprógram til að koma sér í form fyrir hlutverkið. Æfingarnar tóku…

Áður en Mark Hamill gat byrjað að leika Loga geimgengil á nýjan leik í Star Wars: The Force Awakens eftir þrjátíu ára hlé, þurfti hann að æfa í tvö ár.  Samkvæmt tímaritinu Rolling Stone, gekk Hamill í gegnum stíft æfingaprógram til að koma sér í form fyrir hlutverkið. Æfingarnar tóku… Lesa meira

Robert Loggia er látinn


Robert Loggia, sem lék í myndum á borð við Big, Independence Day og Scarface, lést á heimili sínu í Los Angeles í gær, 85 ára gamall.  Hann hafði barist við Alzheimers-sjúkdóminn síðastliðinn fimm ár. Loggia vakti fyrst verulega athygli á hvíta tjaldinu sem drykkfelldur faðir Richard Gere í An Officer and a…

Robert Loggia, sem lék í myndum á borð við Big, Independence Day og Scarface, lést á heimili sínu í Los Angeles í gær, 85 ára gamall.  Hann hafði barist við Alzheimers-sjúkdóminn síðastliðinn fimm ár. Loggia vakti fyrst verulega athygli á hvíta tjaldinu sem drykkfelldur faðir Richard Gere í An Officer and a… Lesa meira

Ríkasta kona landsins – Fyrsta stikla úr The Boss!


Fyrsta stiklan er komin út fyrir nýjustu mynd gamanleikkonunnar Melissa McCarthy, The Boss. Myndin fjallar um athafnakonuna Michelle, persónu sem McCarthy bjó til þegar hún vann með Groundlings grínhópnum í Los Angeles fyrir um áratug síðan. Michelle er auðugasta kona Bandaríkjanna, en er send í fangelsi fyrir innherjaviðskipti. Þegar hún sleppur úr grjótinu…

Fyrsta stiklan er komin út fyrir nýjustu mynd gamanleikkonunnar Melissa McCarthy, The Boss. Myndin fjallar um athafnakonuna Michelle, persónu sem McCarthy bjó til þegar hún vann með Groundlings grínhópnum í Los Angeles fyrir um áratug síðan. Michelle er auðugasta kona Bandaríkjanna, en er send í fangelsi fyrir innherjaviðskipti. Þegar hún sleppur úr grjótinu… Lesa meira

Fargo 3 gerist á hrunárinu


Eftir að hafa stokkið aftur í tíma, frá árinu 2006 til ársins 1979, á milli fyrstu seríu og annarrar seríu, þá mun þriðja serían af sjónvarpsþáttunum Fargo fara fram í tímann á ný, og gerast á eftir atburðunum í fyrstu seríu. Búið er að samþykkja framleiðslu á þriðju seríu þessara…

Eftir að hafa stokkið aftur í tíma, frá árinu 2006 til ársins 1979, á milli fyrstu seríu og annarrar seríu, þá mun þriðja serían af sjónvarpsþáttunum Fargo fara fram í tímann á ný, og gerast á eftir atburðunum í fyrstu seríu. Búið er að samþykkja framleiðslu á þriðju seríu þessara… Lesa meira

Sjáðu nýju stikluna úr Batman v Superman!


Lex Luthor, Wonder Woman og skrímslið Doomsday koma öll við sögu í nýrri stiklu úr Batman v Superman: Dawn of Justice.  Að auki spjalla þeir Bruce Wayne og Clark Kent þar saman í rólegheitum en berjast einnig hatrammlega sín á milli. Stiklan var frumsýnd í sjónvarpsþættinum Jimmy Kimmel Live! þar…

Lex Luthor, Wonder Woman og skrímslið Doomsday koma öll við sögu í nýrri stiklu úr Batman v Superman: Dawn of Justice.  Að auki spjalla þeir Bruce Wayne og Clark Kent þar saman í rólegheitum en berjast einnig hatrammlega sín á milli. Stiklan var frumsýnd í sjónvarpsþættinum Jimmy Kimmel Live! þar… Lesa meira

Streisand stýrir Katrínu


Leikkonan, söngkonan og leikstjórinn Barbra Streisand hefur verið ráðin til að leikstýra nýrri mynd um Katrínu miklu, sem er ævisöguleg mynd byggð á ævi rússnesku keisaraynjunnar. Samkvæmt kvikmyndavefnum TheWrap þá verður myndin byggð á verðlaunahandriti Kristina Lauren Anderson. Katrín hét áður Sophia Augusta Fredericka. Hún var þýsk aðalsmær, og tók…

Leikkonan, söngkonan og leikstjórinn Barbra Streisand hefur verið ráðin til að leikstýra nýrri mynd um Katrínu miklu, sem er ævisöguleg mynd byggð á ævi rússnesku keisaraynjunnar. Samkvæmt kvikmyndavefnum TheWrap þá verður myndin byggð á verðlaunahandriti Kristina Lauren Anderson. Katrín hét áður Sophia Augusta Fredericka. Hún var þýsk aðalsmær, og tók… Lesa meira

Blekið er þornað – Fyrsta kitla úr Game of Thrones 6


Fyrsta kitlan úr sjöttu þáttaröð sjónvarpsþáttanna vinsælu Game of Thrones, sem margir bíða með óþreyju eftir, var frumsýnd í dag. Kitlan er 41 sekúnda, en ekki er langt síðan birt var plakat með Jon Snow, sem flestir héldu að væri látinn en virtist enn í tölu lifenda á plakatinu. Kitlan byrjar…

Fyrsta kitlan úr sjöttu þáttaröð sjónvarpsþáttanna vinsælu Game of Thrones, sem margir bíða með óþreyju eftir, var frumsýnd í dag. Kitlan er 41 sekúnda, en ekki er langt síðan birt var plakat með Jon Snow, sem flestir héldu að væri látinn en virtist enn í tölu lifenda á plakatinu. Kitlan byrjar… Lesa meira

Rambó og sonur í sjónvarp


Fox sjónvarpsstöðin hefur samið um gerð sjónvarpsþáttanna Rambo: New Blood, en eins og nafnið gefur til kynna þá eru þættirnar byggðir á Rambó myndum Sylvester Stallone. Stallone er einn af framleiðendum þáttanna og mögulega mun hann einnig leika í þáttunum, samkvæmt Deadline vefnum, en þættirnir munu hverfast um Rambo feðga.…

Fox sjónvarpsstöðin hefur samið um gerð sjónvarpsþáttanna Rambo: New Blood, en eins og nafnið gefur til kynna þá eru þættirnar byggðir á Rambó myndum Sylvester Stallone. Stallone er einn af framleiðendum þáttanna og mögulega mun hann einnig leika í þáttunum, samkvæmt Deadline vefnum, en þættirnir munu hverfast um Rambo feðga.… Lesa meira

Blóðug jól


Margir horfa á hefðbundnu jólamyndirnar ár eftir ár; „Christmas Vacation“ (1989), „Love Actually“ (2003) og hina sígildu „It‘s A Wonderful Life“ (1946) svo dæmi séu tekin en hinn endinn á jólunum er ekki síðri; Sá hryllilegi. Sú besta (að mínu mati, skal tekið fram) er „Black Christmas“ (1974) eftir hinn…

Margir horfa á hefðbundnu jólamyndirnar ár eftir ár; „Christmas Vacation“ (1989), „Love Actually“ (2003) og hina sígildu „It‘s A Wonderful Life“ (1946) svo dæmi séu tekin en hinn endinn á jólunum er ekki síðri; Sá hryllilegi. Sú besta (að mínu mati, skal tekið fram) er „Black Christmas“ (1974) eftir hinn… Lesa meira

Zoolander 2 plakatið komið!


Fyrsta plakatið fyrir gamanmyndina Zoolander 2 er komið út, en þar sjáum við allar helstu persónur myndarinnar skarta sínu allra fegursta. Það eru leikararnir Penélope Cruz, Owen Wilson, Will Ferrell, Kristen Wiig og Ben Stiller,  sem leikur sjálfa ofur-karlfyrirsætuna Zoolander, sem prýða plakatið, auk hunds með sólgleraugu. Eins og við…

Fyrsta plakatið fyrir gamanmyndina Zoolander 2 er komið út, en þar sjáum við allar helstu persónur myndarinnar skarta sínu allra fegursta. Það eru leikararnir Penélope Cruz, Owen Wilson, Will Ferrell, Kristen Wiig og Ben Stiller,  sem leikur sjálfa ofur-karlfyrirsætuna Zoolander, sem prýða plakatið, auk hunds með sólgleraugu. Eins og við… Lesa meira

Star Wars er 136 mínútur


Nýja Star Wars myndin, Star Wars: The Force Awakens, sem frumsýnd verður 17. þessa mánaðar, verður lengri en fyrsta myndin í seríunni – en styttri en Attack of the Clones. Samkvæmt frétt The Hollywood Reporter er myndin, sem mikil leynd hvílir annars yfir, 136 mínútur að lengd í sinni endanlegu…

Nýja Star Wars myndin, Star Wars: The Force Awakens, sem frumsýnd verður 17. þessa mánaðar, verður lengri en fyrsta myndin í seríunni - en styttri en Attack of the Clones. Samkvæmt frétt The Hollywood Reporter er myndin, sem mikil leynd hvílir annars yfir, 136 mínútur að lengd í sinni endanlegu… Lesa meira

Shallow Hal leikari látinn


Joshua Shintani, sem var best þekktur fyrir leik sinn í gamanmyndinni Shallow Hal, og gekk þar undir nafninu Li’iBoy, er látinn. Hann lést á Hawaii eyjunni Kauai, og var 32 ára þegar hann lést. Samkvæmt frétt TMZ vefjarins þá fór móðir hans með hann í flýti á slysadeild snemma í síðustu…

Joshua Shintani, sem var best þekktur fyrir leik sinn í gamanmyndinni Shallow Hal, og gekk þar undir nafninu Li’iBoy, er látinn. Hann lést á Hawaii eyjunni Kauai, og var 32 ára þegar hann lést. Samkvæmt frétt TMZ vefjarins þá fór móðir hans með hann í flýti á slysadeild snemma í síðustu… Lesa meira

Spielberg vill Ford í Indy 5


Steven Spielberg hefur mikinn áhuga á að gera fimmtu myndina um Indiana Jones áður en Harrison Ford verður áttræður.  Liðin eru 34 ár síðan fyrsta myndin, Raiders of the Lost Ark, kom í bíó. Sjö ár eru liðin síðan sú síðasta, Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Scull,…

Steven Spielberg hefur mikinn áhuga á að gera fimmtu myndina um Indiana Jones áður en Harrison Ford verður áttræður.  Liðin eru 34 ár síðan fyrsta myndin, Raiders of the Lost Ark, kom í bíó. Sjö ár eru liðin síðan sú síðasta, Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Scull,… Lesa meira

Hungurleikar áfram toppmynd


Lokamyndin í The Hunger Games flokknum, The Hunger Games: Mockingjay Part 2, situr sem fastast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, aðra vikuna í röð. Góða risaeðlan, ný mynd á lista, gerði atlögu að toppsætinu en hafði þó ekki erindi sem erfiði, en náði þó öðru sæti listans. Í þriðja sæti listans er…

Lokamyndin í The Hunger Games flokknum, The Hunger Games: Mockingjay Part 2, situr sem fastast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, aðra vikuna í röð. Góða risaeðlan, ný mynd á lista, gerði atlögu að toppsætinu en hafði þó ekki erindi sem erfiði, en náði þó öðru sæti listans. Í þriðja sæti listans er… Lesa meira

Paquin ekki í fýlu vegna X-Men


Þrátt fyrir að Rouge, persóna Anna Paquin, hafi verið meira og minna klippt út úr X-Men: Days of Future Past þá er hún ekkert í fýlu vegna þess. „Það skiptir ekki máli. Ég held að annað fólk hafi hneykslast meira en ég út af þessu,“ sagði Paquin við IGN. „Ég vil…

Þrátt fyrir að Rouge, persóna Anna Paquin, hafi verið meira og minna klippt út úr X-Men: Days of Future Past þá er hún ekkert í fýlu vegna þess. „Það skiptir ekki máli. Ég held að annað fólk hafi hneykslast meira en ég út af þessu," sagði Paquin við IGN. „Ég vil… Lesa meira

Hungurleikarnir héldu toppsætinu


The Hunger Games: Mockingjay – Part 2 hélt toppsæti sínu á aðsóknarlistanum í N-Ameríku um helgina með því að hala inn 51,6 milljónir dala.  Teiknimyndin The Good Dinosaur fór beint í annað sætið, sína fyrstu viku á lista, með 39,2 milljónir dala og þriðja sætið kom í hlut annars nýliða, Creed, með…

The Hunger Games: Mockingjay - Part 2 hélt toppsæti sínu á aðsóknarlistanum í N-Ameríku um helgina með því að hala inn 51,6 milljónir dala.  Teiknimyndin The Good Dinosaur fór beint í annað sætið, sína fyrstu viku á lista, með 39,2 milljónir dala og þriðja sætið kom í hlut annars nýliða, Creed, með… Lesa meira

Allt sem þú þarft að vita um Star Wars: The Force Awakens


Sagan á bak við gerð Star Wars: The Force Awakens er rakin ítarlega í áhugaverðri grein á vefsíðu breska blaðsins The Daily Mail. Meðal annars er greint frá fundi George Lucas með Mark Hamill (Loga geimgengli) og Carrie Fisher (Leiu prinsessu) á veitingastað í Kaliforníu árið 2012 þar sem Lucas…

Sagan á bak við gerð Star Wars: The Force Awakens er rakin ítarlega í áhugaverðri grein á vefsíðu breska blaðsins The Daily Mail. Meðal annars er greint frá fundi George Lucas með Mark Hamill (Loga geimgengli) og Carrie Fisher (Leiu prinsessu) á veitingastað í Kaliforníu árið 2012 þar sem Lucas… Lesa meira

Veröld DC Comics verður mögnuð


Ben Affleck er mjög spenntur fyrir þróun mála hjá DC Comics og telur að veröld fyrirtækisins á hvíta tjaldinu eigi eftir að verða mögnuð. Affleck leikur Leðurblökumanninn í fyrsta sinn á næsta ári í Batman v Superman: Dawn of Justice. Hann kemur einnig fram í Suicide Squad, sem kemur út næsta sumar, auk þess…

Ben Affleck er mjög spenntur fyrir þróun mála hjá DC Comics og telur að veröld fyrirtækisins á hvíta tjaldinu eigi eftir að verða mögnuð. Affleck leikur Leðurblökumanninn í fyrsta sinn á næsta ári í Batman v Superman: Dawn of Justice. Hann kemur einnig fram í Suicide Squad, sem kemur út næsta sumar, auk þess… Lesa meira

Wan tístir frá tökustað The Conjuring 2


Áður en leikstjórinn James Wan hefst handa við Aquaman ætlar að hann að ljúka við gerð hrollvekjunnar The Conjuring 2. Um er að ræða framhald The Conjuring sem sló í gegn árið 2013. Réttur titill nýju myndarinnar mun vera The Conjuring 2: The Enfield Poltergeist. Tökur fara fram í London þessa dagana…

Áður en leikstjórinn James Wan hefst handa við Aquaman ætlar að hann að ljúka við gerð hrollvekjunnar The Conjuring 2. Um er að ræða framhald The Conjuring sem sló í gegn árið 2013. Réttur titill nýju myndarinnar mun vera The Conjuring 2: The Enfield Poltergeist. Tökur fara fram í London þessa dagana… Lesa meira

Aniston og De Niro í The Comedian


Jennifer Aniston og Robert De Niro munu leika aðalhlutverkin í The Comedian sem er væntanleg í bíó á næsta ári.  Í myndinni leikur De Niro uppistandara sem fellur fyrir persónu Aniston í brúðkaupi, samkvæmt frétt Contactmusic.com. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem De Niro leikur uppistandara því hann lék…

Jennifer Aniston og Robert De Niro munu leika aðalhlutverkin í The Comedian sem er væntanleg í bíó á næsta ári.  Í myndinni leikur De Niro uppistandara sem fellur fyrir persónu Aniston í brúðkaupi, samkvæmt frétt Contactmusic.com. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem De Niro leikur uppistandara því hann lék… Lesa meira

The Assassin besta mynd ársins


Slagsmálamyndin The Assassin frá Taívan hefur verið kjörin besta mynd ársins 2015. Alls tóku 168 kvikmyndagagnrýnendur þátt í skoðanakönnun tímaritsins Sight & Sound og komust þeir að þessari niðurstöðu. Í næstu sætum á eftir var lesbíska dramað Carol í leikstjórn Todd Haynes og hasarmyndin Mad Max: Fury Road í leikstjórn…

Slagsmálamyndin The Assassin frá Taívan hefur verið kjörin besta mynd ársins 2015. Alls tóku 168 kvikmyndagagnrýnendur þátt í skoðanakönnun tímaritsins Sight & Sound og komust þeir að þessari niðurstöðu. Í næstu sætum á eftir var lesbíska dramað Carol í leikstjórn Todd Haynes og hasarmyndin Mad Max: Fury Road í leikstjórn… Lesa meira

Vinsælasta gamanstiklan frá upphafi


Stiklan úr Zoolander 2 er vinsælasta stiklan úr gamanmynd frá upphafi. Þessu greindi kvikmyndaverið Paramount Pictures frá í dag.  Samanlagt hefur verið horft á stikluna 52,2 milljón sinnum á netinu síðan kom út 18. nóvember, eða á aðeins einni viku. Ben Stiller leikstýrir myndinni og leikur einnig aðalhlutverkið á móti Owen Wilson.…

Stiklan úr Zoolander 2 er vinsælasta stiklan úr gamanmynd frá upphafi. Þessu greindi kvikmyndaverið Paramount Pictures frá í dag.  Samanlagt hefur verið horft á stikluna 52,2 milljón sinnum á netinu síðan kom út 18. nóvember, eða á aðeins einni viku. Ben Stiller leikstýrir myndinni og leikur einnig aðalhlutverkið á móti Owen Wilson.… Lesa meira

Alien: Covenant verður sú fyrsta í þríleik


Ridley Scott hefur staðfest að Alien: Covenant verður fyrsta myndin í þríleik sem gerist á undan Alien, sem kom út 1979.  Ein mynd hefur áður komið út sem gerist á undan Alien, eða Prometheus sem var að hluta til tekin upp hér á landi. Alien: Covenant, sem gerist á eftir henni. fjallar…

Ridley Scott hefur staðfest að Alien: Covenant verður fyrsta myndin í þríleik sem gerist á undan Alien, sem kom út 1979.  Ein mynd hefur áður komið út sem gerist á undan Alien, eða Prometheus sem var að hluta til tekin upp hér á landi. Alien: Covenant, sem gerist á eftir henni. fjallar… Lesa meira

Star Wars og uppreisn í Asíu í nýjum Myndum mánaðarins!


Desemberhefti kvikmynda – og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins er komið út í rafrænni útgáfu. Eins og ávallt er blaðið sneisafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar á nýjustu myndum bíóhúsanna í desembermánuði, sem og nýjum myndum sem gefnar verða út á DVD, Blu-ray og/eða VOD í mánuðinum. Á forsíðum…

Desemberhefti kvikmynda - og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins er komið út í rafrænni útgáfu. Eins og ávallt er blaðið sneisafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar á nýjustu myndum bíóhúsanna í desembermánuði, sem og nýjum myndum sem gefnar verða út á DVD, Blu-ray og/eða VOD í mánuðinum. Á forsíðum… Lesa meira

Uppáhaldsatriði Martin Scorsese


Martin Scorsese segir að uppáhaldsatriðið úr öllum sínum myndum sé hið fræga einnar töku atriði á staðnum Copacabana í Goodfellas. Leikstjórinn segist hafa farið á Copacabana þegar hann var yngri og séð mafíósana mæta og vera með alls konar vandræði. Þannig fékk hann hugmyndina að atriðinu. Í viðtali við Shortlist sagði…

Martin Scorsese segir að uppáhaldsatriðið úr öllum sínum myndum sé hið fræga einnar töku atriði á staðnum Copacabana í Goodfellas. Leikstjórinn segist hafa farið á Copacabana þegar hann var yngri og séð mafíósana mæta og vera með alls konar vandræði. Þannig fékk hann hugmyndina að atriðinu. Í viðtali við Shortlist sagði… Lesa meira

Nýtt í bíó – Bridge of Spies


Njósnatryllirinn Bridge of Spies með Tom Hanks í aðalhlutverkinu, verður frumsýnd á morgun, föstudag,  í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Leikstjóri myndarinnar er Steven Spielberg og handritshöfundar þeir Matt Charman og Ethan Coen og Joel Coen. Í aðalhlutverkum eru auk Tom Hanks þau…

Njósnatryllirinn Bridge of Spies með Tom Hanks í aðalhlutverkinu, verður frumsýnd á morgun, föstudag,  í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Leikstjóri myndarinnar er Steven Spielberg og handritshöfundar þeir Matt Charman og Ethan Coen og Joel Coen. Í aðalhlutverkum eru auk Tom Hanks þau… Lesa meira

Býr til mynd um uppruna Barbie


Reese Witherspoon er sögð vera að undirbúa kvikmynd um uppruna dúkkunnar Barbie. Myndin fjallar ekki um dúkkuna á yngri árum, heldur ævi Ruth Handler sem er konan á bak við Barbie.  Samkvæmt Tracking Board hefur Reese tryggt sér kvikmyndaréttinn að bók Robin Gerber, Barbie and Ruth, sem fjallar um leið…

Reese Witherspoon er sögð vera að undirbúa kvikmynd um uppruna dúkkunnar Barbie. Myndin fjallar ekki um dúkkuna á yngri árum, heldur ævi Ruth Handler sem er konan á bak við Barbie.  Samkvæmt Tracking Board hefur Reese tryggt sér kvikmyndaréttinn að bók Robin Gerber, Barbie and Ruth, sem fjallar um leið… Lesa meira

Tíu heimagerðar Star Wars-stiklur


Vefsíðan Gamesradar.com hefur birt lista yfir 10 Star Wars-stiklur sem aðdáendur hafa búið sjálfir til, þar sem nýjasta Star Wars-stiklan er höfð til hliðsjónar.  Stiklurnar eru margar hverjar bráðfyndnar. Í einni hefur Jar Jar Binks verið klipptur inn í öll atriðin og í annarri hefur Logi geimgengill, sem fór huldu höfði í Star Wars-stiklunni, verið…

Vefsíðan Gamesradar.com hefur birt lista yfir 10 Star Wars-stiklur sem aðdáendur hafa búið sjálfir til, þar sem nýjasta Star Wars-stiklan er höfð til hliðsjónar.  Stiklurnar eru margar hverjar bráðfyndnar. Í einni hefur Jar Jar Binks verið klipptur inn í öll atriðin og í annarri hefur Logi geimgengill, sem fór huldu höfði í Star Wars-stiklunni, verið… Lesa meira

Everest klífur yfir 200 milljónir dala


Everest, mynd Baltasars Kormáks, hefur rofið 200 milljón dala múrinn í miðasölunni um heim allan, en það eru yfir 26 milljarðar króna.  Í Norður-Ameríku hefur myndin náð inn rúmum 43 milljónum dala í miðasölunni. Annars staðar í heiminum eru tekjurnar komnar í tæpar 160 milljónir dala, samkvæmt Boxofficemojo.com. Everest kostaði 55 milljónir dala…

Everest, mynd Baltasars Kormáks, hefur rofið 200 milljón dala múrinn í miðasölunni um heim allan, en það eru yfir 26 milljarðar króna.  Í Norður-Ameríku hefur myndin náð inn rúmum 43 milljónum dala í miðasölunni. Annars staðar í heiminum eru tekjurnar komnar í tæpar 160 milljónir dala, samkvæmt Boxofficemojo.com. Everest kostaði 55 milljónir dala… Lesa meira

Lawrence sest í leikstjórastólinn


Jennifer Lawrence hefur tekið að sér að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd. Hún nefnist Project Delirium.  „Mig hefur langað að leikstýra síðan ég var 16 ára og fannst alltaf að ég þyrfti að stíga skref í þá átt. En ef ég hefði byrjað fyrr hefði ég ekki verið tilbúin. Núna finnst…

Jennifer Lawrence hefur tekið að sér að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd. Hún nefnist Project Delirium.  „Mig hefur langað að leikstýra síðan ég var 16 ára og fannst alltaf að ég þyrfti að stíga skref í þá átt. En ef ég hefði byrjað fyrr hefði ég ekki verið tilbúin. Núna finnst… Lesa meira