Godfather var löng og leiðinleg

Þessi Gullkorn birtust fyrst í desemberhefti Mynda mánaðarins.

Ég mun aldrei komast á þann stað að mér finnist að tími sé kominn til að taka því rólega og gera ekki neitt.

– Tom Cruise.

Að stökkva fram af þökum bygginga er ekki beint mín uppáhaldsiðja, en þegar maður stekkur með lappirnar vafðar utan um Tom Cruise þá veit maður að þetta verður í lagi.

– Rebecca Ferguson.

rebecca-ferguson

Það var þegar ég reyndi að fá hlutverk í Boston Legal. Ég gerði gjörsamlega í mig fyrir framan framleiðendurna og fór svo inn á baðherbergi og grét.

Lake Bell, spurð að því hver hefði verið hennar versta leikprufa.

Það er til eitthvað sem heitir „miðbróðurveiki“. Ég veit það vegna þess að ég þjáist af því.

– Owen Wilson.

Þetta var löng, leiðinleg og ákaflega þreytandi saga.

– Al Pacino, um Godfather-myndirnar.

Ég er búinn að fá nóg af því að vera þekktur hommi. Síðan ég kom út úr skápnum hefur verið allt of mikið að gera hjá mér. Ég held ég fari bara inn í skápinn aftur. Verst að ég kemst varla fyrir í honum lengur því hann er troðfullur af öðrum leikurum.

Ian McKellen, að grínast.

Ég veit ekki hvað er í fréttum. Það þýðir ekkert að spyrja mig að því. Þegar ég fer á fætur sinni ég fjölskyldu minni og fer svo í vinnuna sem er í 10 mínútna fjarlægð frá heimili mínu. Eftir vinnu fer ég heim og geri eitthvað skemmtilegt með krökkunum mínum. Ég fylgist ekki með fréttum og þess vegna veit ég ekki hvað er að frétta.

– Bob Odenkirk.

Mér finnst gaman að elda. Pabbi er góður kokkur og kenndi mér mjög einfalda aðferð: „Opnaðu ísskápinn og notaðu það sem er til í honum. Blandaði því bara saman og settu það á pönnu, í pott eða í ofninn og borðaðu það svo“. Þessi uppskrift virkar alltaf fyrir mig

– Olivia Thirlby.

Ég er orðinn leiður á að svara spurningum um hvernig það er að vera leikari.

– Christopher Plummer.

Það að vera kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni er það brjálæðislegasta sem ég hef gert. Ég var gjörsamlega að fríka út þarna á sviðinu. Að standa þarna fyrir framan allt þetta  heimsfræga fólk … átrúnaðargoðin úr æsku minni … það leið næstum því yfir mig.

– Taylor Lautner.

Ég er farinn að sjá jafnvel þrjá eða fjóra leiki fram í tímann þannig að nú sé ég aðeins fyrr en áður að ég er að tapa.

Kevin Kline, sem þurfti að æfa sig í skák fyrir hlutverk sem hann tók að sér.

meryl-streepÉg hef alltaf verið forvitin og með nefið ofan í öllu. Þetta hefur stundum farið í taugarnar á fólki, skiljanlega, en staðreyndin er að það hefur komið mér vel í leiklistinni. Ég er svo forvitin um persónurnar sem ég leik að það hjálpar mér að skilja þær betur.

– Meryl Streep.

Hvernig það er að vera stjarna? Æ, veistu, þetta er nú bara annarra manna stimpill sem kemur mér í raun ekkert við … svona eins og þegar fólk spyr einhvern á afmælisdaginn hvernig það sé að vera orðinn þrítugur. Svarið er að maður er eiginlega bara sami aulinn og í gær.

– Ed Helms.

Leikarar eru eins og mjólkurfernur. Við erum öll með síðasta söludag stimplaðan á ennið.

– Dylan McDermott.

Nei, ég ætla ekki að ganga í hjónaband. Það er ekki fyrir mig.

– Zac Efron.

Sannleikurinn er sá að ég er ljóshærð. Það halda flestir að ég sé rauðhærð, enda var ég rauðhærð en það var bara litur. Ég kann vel við að vera orðin ljóshærð aftur.

– Emma Stone.

Ó, það var hræðilegt að leika í þeirri mynd. Leslie Nielsen var fínn og ég hélt að þetta yrði gaman en svo var þetta bara algjört kaos frá upphafi til enda … og ekkert skemmtilegt.

– Marcia Gay Harden, að tala um myndina Spy Hard frá árinu 1996.

Sumir einbeita sér að framanum, aðrir að starfinu. Ég einbeiti mér að starfinu.

– Liev Schreiber.