Tarzan ber að ofan – Fyrstu myndir!

Warner Bros kvikmyndaverið gaf í dag út fyrstu ljósmyndirnar úr nýju Tarzan myndinni, The Legend of Tarzan, en með hlutverk Tarzan apabróður fer True Blood leikarinn Alexander Skarsgård. Suicide Squad leikkonan Margot Robbie leikur konu hans, Jane.

tarzan-01

David Yates, sem leikstýrði fjórum síðustu Harry Potter myndunum, er leikstjóri.

Myndin hefst þegar Tarzan er fluttur úr skóginum, og býr í Lundúnum á Viktoríutímanum, ásamt eiginkonu sinni. En þegar hann fær boð um að snúa aftur í frumskóginn sem fulltrúi þingsins, þá lætur hann ekki segja sér það tvisvar.

tarzan og jane

Aðrir helstu leikarar eru Djimon Hounsou, Samuel L. Jackson og Christoph Waltz.

Myndin kemur í bíó 1. júlí n. Hér má lesa meira um málið.