Forsaga Hungurleika á leiðinni?

Stjórnandi hjá Lionsgate kvikmyndaverinu, Michael Burns, hefur gefið í skyn að myndverið hugleiði nú gerð fleiri Hungurleika-mynda, sem yrðu þá forsaga myndanna sem nú þegar er búið að gera.

SS_D142-42501.dng

Burns sagði frá þessu í dag á UBS Global Media and Communications ráðstefnunni í New York í Bandaríkjunum og bætti við að serían myndi „halda áfram um ókomna tíð.“

Hann útskýrði þó ekki mál sitt frekar, samkvæmt Variety kvikmyndavefnum.

Fjórða myndin, sem nú er í sýningu hér á landi, The Hunger Games: Mockingjay — Part 2, hefur gengið vel í bíó, og 227 milljónir Bandaríkjadala hafa komið í kassann í Bandaríkjunum, en 300 milljónir dala utan Bandaríkjanna.

Lionsgate hefur að öðru leiti ekki tjáð sig um málið, en Hungurleikarnir eru byggðir á samnefndum bókum Suzanne Collins, og fjalla um unglinga í Bandaríkjunum eftir hamfarir, í landi sem nú heitir Panem, þar sem ungmennin þurfa að berjast upp á líf og dauða í árlegri keppni.