Frankenstein er bestur

Frankenstein skrýmslið var í könnun SFX tímaritsins valið „besta“ hryllingsveran í sígildum bíómyndum, en tímaritið gerði könnunina í tilefni af Halloween, sem hófst í gær.

 

Boris Karloff gerði Frankenstein skrýmslið ódauðlegt

 Frankenstein skrýmslið fékk næstum þriðjung atkvæða, en Drakúla, í túlkun Bela Lugosi, þurfti að láta sér lynda annað sætið.

Þátttakendur í könnuninni gátu valið úr gömlum skrýmslum sem koma fyrir í nýju Blu-ray safni af sígildum hryllingsmyndum; Universal Monsters: The Essential Collection.

 

Bela Lugosi horfir soltnum augum á háls saklausrar ungrar konu.

Það var Boris Karloff sem túlkaði Frankenstein skrýmslið svona eftirminnilega, en ófreskjan kom fyrst fram í skáldsögu Mary Shelley,  Frankenstein. Skrýmslið sást fyrst á hvíta tjaldinu árið 1931.

Hér er topp 8 listi SFX tímaritsins: 

1. Frankenstein skrýmslið

2. Drakúla

3. Gill-man úr Creature From The Black Lagoon

4. Úlfamaðurinn ( The Wolf Man)

5. Brúður Frankensteins ( Bride of Frankenstein )

6. Ósýnilegi maðurinn ( The Invisible Man )

7. Múmían ( The Mummy )

8. Óperudraugurinn (The Phantom Of The Opera)

 

Eruð þið sammála þessum lista?