Tvær funheitar

heatGamanmyndin The Heat fór beint á topp nýja íslenska DVD/Blu-ray listans sem kom út í gær. Í myndinni leika þær Sandra Bullock og Melissa McCarthy tvær ólíkar löggur sem þurfa að vinna saman að lausn máls.

Í öðru sæti, og stendur í stað á milli vikna, er spennutryllirinn White House Down og í þriðja sæti niður um eitt er spennumyndin The Call með Halle Berry í aðalhlutverkinu. Í fjórða sæti, og stendur í stað á milli vikna, er hin myrka spennumynd Only God Forgives, með Ryan Gosling í aðalhlutverki. Glæný á lista í fimmta sætinu er svo jOBS, þar sem Ashton Kutcher fer með hlutverk Steve Jobs stofnanda Apple tölvurisans.

Sjáðu lista vinsælustu vídeómynda í heild sinni hér fyrir neðan:

listinn