Frá Íslandi til Hollywood og aftur til baka

Veigar Margeirsson kvikmyndatónskáld frá Keflavík mætti í viðtal í Hlaðvarp Kvikmyndir.is, og sagði þar frá því hvernig hann byrjaði sem trompetleikari, fór svo að spila á píanó, þjálfa tóneyrað, spila með Mezzoforte, og svo í nám til Bandaríkjanna. Hann flutti svo til Hollywood og bjó þar í 16 ár, og rekur núna eitt af 65 fyrirtækjum í Hollywood sem sérhæfa sig í því að búa til tónlist fyrir kvikmyndastiklur, og vinnur fyrir Disney, Marvel og Warner Bros m.a.

Nú er hann fluttur aftur heim til Íslands, en rekur fyrirtæki sitt, Pitch Hammer,  áfram í Bandaríkjunum og ferðast reglulega milli landanna tveggja.

Hlustaðu á bráðskemmtilegt spjall hér, og þegar þú ert búin/n að hlusta á það það, þá bíða sex aðrir hlaðvarpsþættir eftir þér, hvort sem er hér á síðunni, á i-Tunes, Spotify eða öðrum hlaðvarpsveitum!