Jónsi með nýtt bíólag ásamt Troye Sivan

Jónsi úr Sigur Rós og ástralska poppstjarnan Troye Sivan hafa í sameiningu sent frá sér ballöðuna Revelation, fyrir nýja kvikmynd, Boy Erased. Lagið er nú þegar komið út og má hlusta á það á Spotify meðal annars.

Í samtali við vefsíðuna Stereogum segir Sivan, sem meðal annars hefur unnið með stórstjörnunni Ariana Grande, að leikstjóri myndarinnar, Joel, hafi sýnt þeim félögum atriði úr kvikmyndinni. „[…] og ég vil ekki spilla neinu, en þetta er þetta atriði í myndinni þar sem allt dettur í dúnalogn. Heimurinn hrynur ekki, og það er algjör upplifun fyrir hann. Persónan sem hann var með er ný uppgötvun fyrir hann, og það var svo mikill innblástur.“

Boy Erased er byggð á samnefndri sjálfsævisögu Garrard Conley frá árinu 2016.

Opinber söguþráður myndarinnar er á þennan veg: „Sonur babtistaprests er neyddur til að taka þátt í átaki, sem kirkjan styður, þar sem reynt er að snúa samkynhneigðum frá samkynhneigð sinni, eftir að foreldrar hans útskúfa honum.“

Troye Sivan gaf út aðra hljómplötu sína Bloom fyrr á árinu, sem hlotið hefur firna góðar viðtökur.

Boy Erased er væntanleg í bíóhús í Bretlandi snemma á næsta ári.