Reggí hljómar á toppnum

Reggígoðsögnin Bob Marley í myndinni Bob Marley: One Love settist á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi og Fullt hús, toppmynd síðustu þriggja vikna, þurfti að láta sér lynda annað sætið. Rúmlega tólf þúsund manns hafa nú séð Fullt hús frá frumsýningu.

Þriðja vinsælasta kvikmynd landsins er svo Madame Web sem kom í bíó um síðustu helgi og Magda og töfraskógurinn, einnig ný á lista, fylgir í humátt á eftir.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: