Lof mér að falla í fyrsta kvikmyndir.is hlaðvarpinu

Nýtt kvikmyndir.is hlaðvarð hefur göngu sína í dag, en í fyrsta þættinum ræða þeir Þóroddur Bjarnason og Curver Thoroddsen um nýja íslenska kvikmynd, Lof mér að falla, eftir Baldvin Z.

Þeir Þóroddur og Curver eru sammála um að þarna er dúndur kvikmynd á ferðinni sem á erindi við íslenskt samfélag í dag og meðal annars velta þeir fyrir sér hvort að myndin sé of seint á ferðinni, eða of snemma!

Þá pæla þeir í andlitstattúum, röppurum, eiturlyfjum, og ýmsu öðru sem tengist myndinni beint eða óbeint.

Smelltu hér til að hlusta á hlaðvarpið

Hlaðvarpið er einnig aðgengilegt í valmynd á forsíðunni hjá okkur. Um helgina verður hlaðvarpið einnig aðgengilegt í hljóð og mynd á YouTube.

Til að hlusta á hlaðvarpið í iTunes er hægt að smella hér.