Aldrei of gamall til að breyta rétt

Í stuttu máli er „The Mule“ hin fínasta mynd sem þolir þó illa nærskoðun en aldraður Eastwood stendur fyrir sínu. Earl Stone (Clint Eastwood) er tæplega níræður garðyrkjufræðingur sem ávallt tók starf sitt mjög alvarlega á kostnað gæðasamskipta við fjölskyldu sína. Þegar harðnar í ári hjá honum og hann stendur frammi fyrir gjaldþroti býðst honum […]

Mihkel fer fullur af eiturlyfjum til Íslands

Í gær var ný íslensk kvikmynd, Undir halastjörnu, frumsýnd, en leikstjóri og handritshöfundur er Ari Alexander Ergis Magnússon. Kvikmyndir.is var á staðnum og mælir með myndinni. Myndin er byggð á sönnum atburðum af hinu svokallaða líkfundarmáli í Neskaupsstað árið 2004.  Kvikmyndin hefst á fallegum tökum sem eiga að gerast í Eistlandi þar sem ung börn […]

„Ómótstæðileg“ kókaínmynd kemur á Netflix

Streymisveitan bandaríska, Netflix, tilkynnti á dögunum að hún hefði keypt alþjóðlegan rétt á sýningum heimildarkvikmyndar Theo Love, The Legend of Cocaine Island. Myndin sem áður hét White Tide: The Legend of Culebra, var frumsýnd á Tribeca kvikmyndahátíðinni í New York fyrr á þessu ári, og heillaði bæði áhorfendur og gagnrýnendur sem sögðu hana eina þá […]

Lof mér að falla í fyrsta kvikmyndir.is hlaðvarpinu

Nýtt kvikmyndir.is hlaðvarð hefur göngu sína í dag, en í fyrsta þættinum ræða þeir Þóroddur Bjarnason og Curver Thoroddsen um nýja íslenska kvikmynd, Lof mér að falla, eftir Baldvin Z. Þeir Þóroddur og Curver eru sammála um að þarna er dúndur kvikmynd á ferðinni sem á erindi við íslenskt samfélag í dag og meðal annars […]

Zeta verður svarta dópekkjan Griselda

Óskarsverðlaunaleikkonan Catherine Zeta Jones hefur verið ráðin í hlutverk eiturlyfjabarónessunnar Griselda Blanco í sjónvarpsmyndinni Cocaine Godmother, samkvæmt upplýsingum frá The Hollywood Reporter. Frumsýning er áætluð árið 2018. Myndin fjallar um flókið líf Griselda, sem komst til Bandaríkjanna á fölsuðu vegabréfi þegar hún var 17 ára gömul, ásamt fyrsta eiginmanni sínum. Hún bjó í Queens í […]

Á kafi í ofbeldi og lögleysu – Fyrsta stikla!

Á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi, í dag 19. júní, er við hæfi að birta glænýja stiklu úr myndinni Sicario, eða Leigumorðinginn í lauslegri þýðingu, en þar fer Emily Blunt með aðal-hasarhlutverkið, hlutverk alríkislögreglumanns sem er ráðinn til að berjast í eiturlyfjastríðinu í Mexíkó. Josh Brolin leikur í myndinni yfirmann sérsveitar sem Blunt […]

Ný sannsöguleg Cruise mynd í tökur

Tökur eru að hefjast á nýjustu Tom Cruise myndinni Mena, auk þess sem Universal kvikmyndaverið hefur tilkynnt um nýja meðleikara í myndinni. Mena er spennutryllir sem gerist víða um heim og er byggð á sannri sögu Barry Seal, eiturlyfjasmyglara og flugmanns sem vann fyrir Medellín eiturlyfjahringinn. Seal var síðar gómaður af bandarískum yfirvöldum fyrir eiturlyfjasmygl og gerðist […]

Syni Jackie Chan sleppt úr fangelsi

Sonur Kung Fu kvikmyndastjörnunnar Jackie Chan, er laus úr fangelsi, en hann hefur dúsað í grjótinu í Kína í sex mánuði vegna eiturlyfjabrota. Jaycee Chan var tekinn höndum í ágúst á síðasta ári eftir að hann mældist með marijuana í blóðinu og lögreglan fann meira en 100 grömm af efninu í íbúð hans í Beijing. […]

Arnold í eiturlyfjastríði – Stikla

Hinn dáði hasarmyndaleikari Arnold Schwarzenegger leikur nú í hverri myndinni á fætur annarri, en aðdáendur hans geta einmitt barið hann augum í bíó nú um helgina í Escape Plan þar sem hann leikur á móti vini sínum Sylvester Stallone.  Hér fyrir neðan er sýnishorn úr nýrri mynd sem væntanleg er á næsta ári, Sabotage, sem fjallar um […]

Síðustu andartök Phoenix í nýrri bók

Á fimmtudaginn síðasta voru 20 ár liðin síðan hinn þá ungi og efnilegi kvikmyndaleikari River Phoenix, bróðir Joaquin og Rain, lést. Í nýrri ævisögu sinni, Running With Monsters, eftir Celebrity Rehab stjörnuna Bob Forrest, þar sem hann fjallar um eigin eiturlyfjafíkn og tónlistarferil í Hollywood, minnist hann á kvöldið sem Phoenix lést. Þar segir hann […]