Fleiri Fast & Furious myndir

Vefsíðan Collider náði nýlega í Neal Moritz, framleiðanda Fast & Furious myndanna. Þrátt fyrir að einhver tími sé enn í að fimmta myndin í seríunni, Fast Five, líti dagsins ljós þá hefur sú ákvörðun verið tekin að gera enn fleiri myndir um ökukappanna víðfrægu.

Í viðtalinu segir Moritz, „Vin [Diesel] og ég vitum hvað sjötta myndin verður um. Við kláruðum þá fimmtu fyrir 4 vikum og við þurftum smá pásu en við erum byrjaðir að vinna í henni.“

Ekki er nóg með að sjötta myndin í seríunni sé í bígerð þá bætti Moritz við að sér mynd yrði gerð um persónu Dwayne Johnson, en hann leikur einmitt í Fast Five, „Við erum ekki byrjaði á henni en það mun gerast bráðum.“. Fast Five er væntanlega hérlendis á þessu ári en í henni eru hetjurnar úr fyrri myndunum sakaðir um glæp og er grjótharður lögreglumaður og ökukappi, Johnson, fenginn til að hafa hendur í hári þeirra.

– Bjarki Dagur

Fleiri Fast & Furious myndir

Vefsíðan Collider náði nýlega í Neal Moritz, framleiðanda Fast & Furious myndanna. Þrátt fyrir að einhver tími sé enn í að fimmta myndin í seríunni, Fast Five, líti dagsins ljós þá hefur sú ákvörðun verið tekin að gera enn fleiri myndir um ökukappanna víðfrægu.

Í viðtalinu segir Moritz, „Vin [Diesel] og ég vitum hvað sjötta myndin verður um. Við kláruðum þá fimmtu fyrir 4 vikum og við þurftum smá pásu en við erum byrjaðir að vinna í henni.“

Ekki er nóg með að sjötta myndin í seríunni sé í bígerð þá bætti Moritz við að sér mynd yrði gerð um persónu Dwayne Johnson, en hann leikur einmitt í Fast Five, „Við erum ekki byrjaði á henni en það mun gerast bráðum.“. Fast Five er væntanlega hérlendis á þessu ári en í henni eru hetjurnar úr fyrri myndunum sakaðir um glæp og er grjótharður lögreglumaður og ökukappi, Johnson, fenginn til að hafa hendur í hári þeirra.

– Bjarki Dagur