Næsta Fast & Furious komin með nafn

Vin Diesel hefur staðfest hver titillinn verður á næstu Fast & Furious-mynd. Hún er sú áttunda í röðinni og mun einfaldlega heita Fast 8, samkvæmt vefsíðunni Digital Spy. Búast má við henni í bíó í apríl 2017. walker fast

Vin Diesel afhjúpaði þetta á verðlaunahátíðinni Teen Choice sem var haldin á sunnudagskvöld. Þar var Fast & Furious 7 verðlaunuð sem besta hasar- og ævintýramyndin.

„Ég get ekki staðið hér og tekið á móti þessum verðlaunum án þess að minnast á náunga sem er okkur mjög kær. Það var mikil blessun fyrir að okkur að geta kallað Pablo bróður okkar. Paul Walker er með okkur hérna í anda,“ sagði leikarinn.

Dwayne Johnson og Jason Statham snúa báðir aftur í Fast 8. Einnig er talið líklegt að Eva Mendes muni endurnýja kynni sín af seríunni.

Fast & Furious 7 er fimmta tekjuhæsta mynda allra tíma með 1,5 milljarða dala í aðsóknartekjur. Aðeins Avatar, Titanic, Jurassic World og The Avengers hafa náð betri árangri.