Orðaður við Fast & Furious 8

Svo virðist sem F Gary Gray, leikstjóri Straight Outta Compton, muni leikstýra Fast & Furious 8. vin diesel

Leikarinn Vin Diesel birti mynd af sér með Gray á Facebook-síðu sinni, sem má túlka sem staðfestingu á því að leitin að leikstjóra myndarinnar sé á enda.

Gray hefur áður leikstýrt endurgerðinni The Italian Job, Be Cool og Law Abiding Citizen.
Stutt er síðan Diesel gaf í skyn að hann vildi sjálfur leikstýra Fast & Furious 8. Áður höfðu bæði Justin Lin og James Wan afþakkað boð um að leikstýra myndinni.

Diesel greindi nýlega frá því að þrjár Fast & Furious-myndir til viðbótar verði gerðar. Talið er að sú næsta muni gerast í New York og að Jason Statham snúi aftur sem illmennið Deckard Shaw.