Engin þrívídd í Harry Potter

Warner Bros kvikmyndafyrirtækið hefur sagt að það ætli að hætta við að gera þrívíddarútgáfu af nýjustu Harry Potter myndinni sem væntanleg er í bíó í nóvember nk.

Fyrirtækið sagði að það næði ekki að gera þrívíddarútgáfu af Harry Potter and the Deathly Hallows: Part l nógu tímanlega fyrir frumsýninguna þann 19. nóvember.

Myndin verður því sýnd í hefðbundinni tvívídd, en seinni hluti myndarinnar, sem er sú síðasta í seríunni, verður bæði í tvívídd og þrívídd, go verðu frumsýnd í júlí 2011.

„Þrátt fyrir vilja allra, þá náðum við ekki að breyta myndinni yfir í þrívídd í heild sinni, og ná fram þeim gæðum sem við vildum,“ sagði Warner Bros fyrirtækið í tilkynningu.

Sex fyrri Harry Potter myndirnar, sem byggðar eru á sögum eftir metsöluhöfundinn J.K. Rowling, hafa þénað samanlegt 5,4 milljarða Bandaríkjadala í miðasölunni á heimsvísu, og er búist við að nýjasta myndin verði engu minna vinsæl en þær fyrri.

Viðbrögð við þessari niðurstöðu hafa verið misjöfn. Sumir segja að þrívíddin skipti engu máli, það sé sagan sem sé aðalmálið, á meðan aðrir lýsa yfir vonbrigðum.

Hvað finnst ykkur, eru það vonbrigði að sjá ekki Harry Potter í þrívíddargöldrum?