Einræðisherrann er kominn

Grínleikarinn Sacha Baron Cohen og leikstjórinn Larry Charles geta verið ansi prakkaralegir þegar þeir sameina krafta sína, og ef þú hefur hingað til hlegið upphátt að því sem þeir hafa unnið saman að, þá er gamanmyndin The Dictator eitthvað sem þú vilt kannski helst ekki hleypa framhjá þér.

Cohen og Charles gerðu auðvitað Borat (2006) og Bruno (2009), þar sem aðalmarkmiðið var að rúlla sér upp úr ósmekklegheitum og ganga eins langt yfir velsæmismörk og menn þorðu. Hérna lítur út fyrir markmiðið sé ennþá að móðga eins marga og hægt er (þó svo að þessi mynd fylgi sennilega oftar handriti heldur en hinar tvær gerðu), en hver hefur svosem ekki húmor fyrir því??

Kíkið á teaser-trailerinn fyrir myndina. Ég hló allavega pínulítið að honum. Myndin er væntanleg næsta sumar.