Harðstjórinn Baron Cohen

Grínistinn og ólátabelgurinn Sasha Baron Cohen, sem gerði allt vitlaust í hlutverkum sínum í Borat og Bruno, skellir sér nú í enn eitt dulargervið í myndinni The Dictator.

Myndin fjallar um miskunnarlausan harðstjóra sem heldur til New York á fund Sameinuðu Þjóðanna. Þegar þangað er komið uppgötvar hann að honum hefur verið skipt út fyrir fjárbónda sem er honum nauðalíkur. Ákveður hann þá að ferðast um stórborgina þar sem hann kynnist ungri konu, leikinni af Anna Faris, sem breytir lífssýn hans.

Larry Charles, leikstjóri myndanna Borat og Bruno, tekur sömuleiðis að sér The Dictator en myndin er sögð byggð lauslega á bókinni Zabibh & the King eftir engan annan en Saddam Hussein.