Ali G snýr aftur

Da-Ali-G-Show-me15Breski gamanleikarinnn Sacha Baron Cohen ætlar að dusta rykið af fyrstu persónunni sem hann gerði fræga, hvíta rapparanum Ali G, í sjónvarpsþáttunum Ali G: Rezurection.

Þættirnir verða frumsýndir á gamansjónvarpsstöðinni FXX snemma á næsta ári. Um er að ræða alla þætti af  Da Ali G Show sem Baron Cohen gerði fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina HBO, ásamt splunkunýjum inngangi með hverjum þætti frá Baron Cohen sjálfum. Ennfremur verða sýndir fyrstu sex upprunalegu bresku þættirnir sem aldrei sáust í bandarísku sjónvarpi, og jafnframt The Best of Ali G.

Ali G: Rezurection er hluti af sérstökum samningi Baron Cohen við FX Prods.

Da Ali G Show var frumsýnd á Channel 4 í Bretlandi árið 2003 sem hliðarspor ( spinoff ) fráThe 11 O´clock Show þar sem persónan kom fyrst fram.

Sýndir voru sex þættir á Channel 4 en eftir það keypti HBO þættina og bjó til 12 bandaríska þætti. Ásamt Ali G, koma aðrar þekktar persónur Baron Cohen fram, eins og Borat og Bruno en gerðar hafa verið bíómyndir í fullri lengd um þá báða.

Að auki verða sýndir í sjónvarpsþáttunum sketsar með Ali G úr The 11 O’clock Show.