Ég er minn stærsti aðdáandi

Þessi Gullkorn birtust fyrst í janúarhefti Mynda mánaðarins.

Að vera í sama herbergi og leika á móti þessum þremur krökkum sem vissu nákvæmlega hvað þau voru að gera var súrrealísk reynsla fyrir mig.

– Ciarán Hinds, um það þegar hann lék á móti þeim Daniel Radcliffe, Emmu Watson og Rupert Grint í Harry Pottermyndinni Deathly Hallows: Part 2.

lincolnnnnn

Í raun var maður ekki að leika á móti Daniel Day Lewis heldur var þetta eins og að skreppa aftur í tímann og hitta Abraham Lincoln í eigin persónu.

– John Hawkes, um upplifun sína af því leika á móti Daniel Day Lewis í myndinni Lincoln þar sem Daniel fór aldrei úr gervi forsetans fyrrverandi.

Hefurðu einhvern tíma séð stelpur eltast við verkfræðing?

– Anthony Mackie, spurður hvers vegna hann hefði gefið verkfræðina upp á bátinn fyrir leiklistina.

Æ, ekki spyrja mig um það. Ég man ekkert frá þessu kvöldi og þá er ég ekki að meina að það sé í móðu. Ég man ekki eftir þessu kvöldi, punktur. Ég man ekki einu sinni eftir því að hafa farið þangað.

– Emily Watson, að tala um þegar hún mætti á Óskarsverðlaunahátíðina 1997, tilnefnd fyrir sitt fyrsta kvikmyndahlutverk (Breaking the Waves).

Það er eitthvað að mér. Allir sjónvarpsþættir sem mér hefur líkað við eru teknir af dagskrá innan árs. Allir sjónvarpsþættir sem mér hefur ekki líkað við eru framleiddir í tólf ár. Þetta
er ekki eðlilegt.

– David Spade.

Húmor snýst um að fara stuttu leiðina í mark. Um leið og maður fer að hugsa um húmorinn og skipuleggja hann þá hættir hann að vera húmor.

– Chris O’Dowd.

Nýjabrumið rennur af öllum. Náttúrulegir hæfileikar og aðdráttarafl duga ekki nema í takmarkaðan tíma. 95 prósent af áframhaldandi árangri er ekkert annað en hörkuvinna.

– Ben Foster, að tala um unga leikara sem brenna upp og hverfa.

Auðvitað var þetta erfitt. Þetta var meira en erfitt. Þetta var hreint helvíti að fara í gegnum. En hvað gerir maður ekki fyrir fjórtán milljón dollara?

– Henry Cavill, að tala um formið sem hann kom sér í til að geta leikið Súperman.

Ég ætla ekki að fara að tala um með hverjum ég vildi vinna. Ég vinn bara með þeim næsta sem býður mér vinnu. Það er raunveruleikinn.

– Paul Giamatti, spurður með hvaða leikstjóra hann myndi helst vilja vinna.

siennaStíll er ekki bara fötin sem þú klæðist og farðinn sem þú setur á þig. Stíll er líka staðurinn og stundin, umhverfið, hvernig maður ber sig og skapið. Maður getur ekki keypt stíl, maður verður að vera hann, skapa hann.

– Sienna Miller.

Ég er í alvöru fínn kokkur. Og ég ætlaði í alvöru að verða kokkur þegar ég var ungur. Amma var frábær kokkur og kenndi mér að búa til pasta, cavatelli og ravioli. Það var eitt það skemmtilegasta sem ég gerði og er það enn.

– Bradley Cooper.

Ég er bara mjög ánægð heima. Mér finnst gaman að vera með dætrum mínum og vinna í garðinum. Ég dáist að þvottavélinni minni og er alls ekkert gapandi af einhverri þörf fyrir
eitthvað annað en það sem ég hef.

– Uma Thurman.

Eitt það allra besta við að eldast er að atvinnuleysi verður alltaf skemmtilegra og skemmtilegra.

– Rupert Everett.

Þótt það hafi vaxið mikið þá er það sem er á netinu bara yfirborðið og endurspeglar alls ekki það sem meirihlutinn er að hugsa eða gera.

– Andy Samberg.

Ég hef alltaf verið minn helsti aðdáandi og mér hefur alltaf fundist ég vera fyndnasti og skemmtilegasti handritshöfundurinn sem ég þekki.

– Mel Brooks.

Ég elska að geta sökkt mér í karakterinn sem ég er að leika og vera hann. Það er besta tilfinning í heimi.

– Jennifer Connelly.

Þessi mynd fékk mig til að efast um að ég væri í réttu starfi.

– Josh Brolin um myndina Thrashin.