Hugsaði um spark í klof McCartneys

Þessi Gullkorn birtust fyrst í aprílhefti Mynda mánaðarins:

Þegar ég var að hefja minn feril þá voru langflestir ungu leikararnir sem náðu árangri úr verkamannastéttinni eins og ég. Í dag koma nánast allir ungir leikarar sem ná árangri úr efri millistéttum. Svona hafa nú tímarnir breyst á 35 árum.

– Julie Walters.

benedict-cumberbatch-as-alan-turing-in-imitation-gameAð verða einhver Hollywood-stjarna hefur aldrei verið mitt markmið en einhvern veginn hafa verkefnin sem ég hef tekið að mér leitt til frægðar. Hún var hins vegar aldrei markmið
heldur var ég bara að vinna mína vinnu og reyna að gera mitt besta.

– Benedict Cumberbatch.

Ef ég sé skó sem mér finnst flottir og langar að eiga þá kaupi ég þá, jafnvel þótt þeir séu ekki til í minni stærð.

– Keira Knightley, sem safnar skóm.

seth rogenÉg var einu sinni í sama herbergi og Paul McCartney og hugsaði með mér að ef ég labbaði að honum og sparkaði í klofið á honum þá yrði ég heimsfrægur á svipstundu.

– Seth Rogen, um skrítinn þankagang.

Hetjurnar mínar voru Bruce Lee og Jackie Chan. Þeir þurftu engar tæknibrellur eða klippingar til að sýnast góðir bardagamenn. Þeir voru góðir bardagamenn og ég vildi verða
jafngóður og þeir.

– Jason Statham, um innblásturinn.

Ef það er eitthvað sem þú hefur ekki gert en hefur alltaf langað að gera þá skaltu ekki bíða lengur. Farðu og gerðu það sem þú vilt gera.

– Julianne Moore.

Fólk vill fá að vita hvort ég hafi hitt Robert (Pattinson). Það er meira en pirrandi. Ég meina … hvað kemur það vinnu minni við? Hvað kemur það fólki við? Ég vil ekki að mitt einkalíf sé annarra manna áhugamál.

– Kristen Stewart, um viðtöl.

Amanda-Seyfried-535x365Það er enginn vandi að vera laus við slúðurdálkana. Maður lifir bara eðlilegu lífi, sleppir því að vera með þeim sem eru í sviðsljósinu, fer ekki á umdeilda staði, gerir ekki neitt af sér, hittir vinina og mætir í vinnuna.

– Amanda Seyfried.

Ef maður hegðar sér eins og maður viti hvað maður er að gera þá getur maður í raun gert allt.

– Sharon Stone.

Eftir því sem árin líða hef ég minni og minni áhyggjur af framtíðinni. Ég er alveg viss um að hvað sem gerist þá muni ég alltaf koma standandi niður.

– Joel Edgerton, um framtíðarplönin.

Einu skiptin sem ég hljóma eins og ég sé gáfaður er þegar einhver annar hefur skrifað það sem ég segi.

– Christian Bale.

Það gaf mér mikið að ég eyddi öllum sumrum á Írlandi þegar ég var að alast upp og  vetrunum í Bandaríkjunum. Þetta voru algjörar andstæður, annars vegar borgarlíf
og steypa og hins vegar náttúran í öllu sínu veldi með fjöllum, vötnum, dýralífi og grasi. Ég gat varla beðið veturinn af mér til að komast aftur til Ardmore á sumrin. Fólkið þar sagði
mig hins vegar heppna að búa í Bandaríkjunum.

– Olivia Wilde.

Ég lít á mig sem ljóðskáld þótt ég hafi aldrei beint samið ljóð. Allt sem ég geri er hins vegar ljóðrænt, hvort sem það er að leika, elda, hugsa um garðinn, tala við annað fólk … ég
meina, lífið er ljóð.

– Tom Berenger.

lopezÉg held að flestir lendi á krossgötum í lífi sínu oftar en einu sinni. Ég hef að minnsta kosti verið á mörgum.

– Jennifer Lopez.

Það jafnast ekkert á við þá tilfinningu að fylgjast með 500 manns horfa á 100 mínútum á verk sem tók mann þrjú ár að vinna og uppgötva hvernig manni hefur tekist til.

– Michael Mann.

Ég meina, þeir standa fyrir utan húsið hjá manni allan tímann og elta mann
hvert sem maður fer. Mér er alveg sama hvað sagt er, þetta er ekki í lagi.

– Chris Hemsworth, um ljósmyndara.

Alltaf þegar ég leik í mynd þá held ég að hún eigi eftir að slá í gegn.

– Billy Crudup.