Ég er eins og Mikki mús

Þessi Gullkorn birtust fyrst í febrúarhefti Mynda mánaðarins:

Ég er eins og Mikki mús í Disneylandi. Enginn veit hver er inni í búningnum.
– Keanu Reeves.

Hetjurnar mínar eru menn eins og Tom Hanks, Leonardo DiCaprio og Matt Damon. Þetta eru frábærir leikarar með einstakan feril að baki sem er öllum öðrum leikurum hvatning.
– Dylan O’Brien.

Reeves

Fólk hefur oft sagt við mig að ég hafi mjög eftirminnilegt andlit. Ég er enn að reyna að átta mig á hvað það þýðir.
– Will Poulter.

Ég er ekki aðdáandi neinna sérstakra kvikmyndaflokka en ég er aðdáandi vel gerðra mynda sem eru gáfulegar og fyndnar eða annað hvort, sama hvaða flokki þær tilheyra.
– J.K. Simmons.

Er ég vinstrimaður? Nei. Er ég hægrimaður? Nei. Mig rekur þarna á milli.
– Hugh Grant.

Að leika á sviði gefur mér ákveðinn grunn að öllu öðru sem ég geri. Að leika í kvikmynd er meira svona „einnar nætur gaman“. En ég elska að umgangast fólk sem elskar kvikmyndir
og kann að búa þær til.
– Marisa Tomei.

Ég hef aldrei hugsað um álit gagnrýnenda á verkum mínum og mér er satt að segja alveg sama um þeirra álit. Ég geri myndir og leik í myndum af því að mér hefur alltaf fundist það
gaman og markmiðið er alltaf að skemmta sjálfum mér sem allra mest.
– Adam Sandler.

Þetta er allt heppni að þakka. Ég meina … ég hef vissulega unnið mikið og lagt hart að mér en það hafa tugþúsundir annarra leikara líka gert án þess að uppskera mikið annað en
vonbrigði. Munurinn á því að vera atvinnulaus leikari í Hollywood og leikari sem hefur nóg að gera er því hrein og klár heppni.
– Anna Kendrick.

Ég hafði mjög gaman af bakpokaferðalögum þegar ég var ungur. Því miður get ég það ekki lengur. Ég fæ engan frið á gistiheimilunum.
– Ryan Reynolds, um það slæma sem frægðinni hefur fylgt.

Ef þú ert einhvern tíma í aðstæðum þar sem þú færð ekki þá þjónustu sem þú vilt fá eða þig vantar eitthvað sem þú færð ekki … farðu þá bara að gráta. Það virkar alltaf.
– Jane Fonda.

Ég var einn af þeim sem sóttust eftir að leika Frodo í The Lord of the Ring. Peter Jackson var þarna og ég man að hann sagði mér að nota enskan hreim. Ég heyrði það síðar að mín
prufutaka var ein af þeim allra verstu.
– Jake Gyllenhaal.

Það kom nýr leiklistarkennari í skólann og hún var dásamlega fögur. Það varð til þess að ég ákvað að skella mér í leiklistartíma.
– Miles Teller, um það hvað varð til þess
að hann ákvað að læra leiklist.

Ég vildi verða leikkona alveg frá því að ég man eftir mér. Ég lék mér við dúkkur og kenndi þeim það sem ég kunni og þegar Elle systir mín fæddist byrjaði ég að leika mömmu hennar. Og nú erum við báðar leikkonur.
– Dakota Fanning.

Karlmenn eru miklu hégómafyllri en konur. Það er alla vega mín reynsla.
– Patricia Arquette.

Einn galdurinn við kvikmyndagerð er að maður fær vald yfir tímanum.
-Richard Linklater.

Þegar ég var lítil vildi ég verða einkaritari þegar ég yrði stór. Mér fannst svo spennandi að fá að vinna með bréfaklemmur, heftara og þannig tæki.
– Rachel McAdams.

Ég er einn heppnasti náunginn í landinu. Ég á peninga, bíla og hús, foreldrar mínir þurfa ekki að vinna og ég er frægur. En þetta gæti allt saman horfið eins og hendi væri veifað.
– Shia LeBeouf.

Ég á í stöðugri baráttu við að velja á milli vinnunnar og krakkanna. Og krakkarnir vinna. Oftast.
– Jennifer Garner, sem á þrjú börn.