Donald Trump í Zoolander, Home Alone 2 og Two Weeks Notice

Donald Trump, nýkjörinn 45. forseti Bandaríkjanna, hefur komið víða við í gegnum tíðina, enda athafnamaður mikill. Meðal þess sem hann hefur lagt fyrir sig er kvikmyndaleikur. Hefur hann leikið í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, og þá gjarnan sjálfan sig. Hér má nefna Home Alone 2, Zoolander, Sex and The City, Ghosts Can’t Do It og sjónvarpsþáttunum The Fresh Prince of Bel Air.

trump

Hér fyrir ofan er Trump í hlutverkum sínum í Home Alone 2 og Fresh Prince of Bel Air

Trump hefur meira að segja unnið til verðlauna fyrir leik sinn, svokölluð Razzie verðlaun sem veitt eru árlega fyrir það sem verst gerist í Hollywood.

Í Home Alone 2 segir Trump nokkur orð: „Farðu niður þennan gang og svo til vinstri.“

Í gamanmyndinni Zoolander lék hann sjálfan sig og hrósar þar karlmódelinu Zoolander sem Ben Stiller leikur: „Án Derek Zoolander, þá væru karlfyrirsætur ekki það sem þær eru í dag,“ segir hann.

Í Two Weeks Notice leikur hann á móti Hugh Grant, en atriðið gerist í hanastélsveislu, rétt áður en fasteignamógúllinn George Wade, sem Grant leikur, heillast af Lucy Kelson, sem Sandra Bullock leikur.


Trump lék tvisvar í sjónvarpsþáttunum Sex and the City, árin 1988 og 1989. Hlutverk hans var hlutverk vinar kvennabósa sem reynir að draga Samantha á tálar í annarri þáttaröð þáttann; nánar tiltekið þættinum The Man, the Myth the Viagra.

Hér fyrir neðan sést verðlanaframmistaða Trump í Ghosts Can´t Do it, þar sem hann leikur á móti Bo Derek:

Og hér fyrir neðan er að lokum samantekt á öllum gestahlutverkum Trump í gegnum tíðina: