Náðu í appið
42
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Home Alone 2: Lost in New York 1992

Justwatch

He's up past his bedtime in the city that never sleeps.

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 35% Critics
The Movies database einkunn 46
/100
Macaulay Culkin tilnefndur til Blimp Award á Kid´s Choice Awards. Vann á People Choice Awards, ásamt Sister Act, Favorite Comedy Motion Picture

Kevin McCallister er mættur aftur. Í þetta skiptið er hann í New York borg með nóg af peningum og kreditkortum, og ákveður að skemmta sér eins og hann getur, og breyta borginni í sinn eigin leikvöll. En Kevin er ekki einn lengi, því að hinir illræmdu bjánabandíttar, Harry og Marv, ennþá í sárum eftir síðustu viðskipti sín við Kevin, eru líka mættir... Lesa meira

Kevin McCallister er mættur aftur. Í þetta skiptið er hann í New York borg með nóg af peningum og kreditkortum, og ákveður að skemmta sér eins og hann getur, og breyta borginni í sinn eigin leikvöll. En Kevin er ekki einn lengi, því að hinir illræmdu bjánabandíttar, Harry og Marv, ennþá í sárum eftir síðustu viðskipti sín við Kevin, eru líka mættir á svæðið, og ætla núna fremja rán aldarinnar. Kevin er tilbúinn með gildrurnar sínar, og bandíttarnir eiga ekki von á góðu. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Home Alone er ein uppáhalds jólamynd mín. Hún kom út 1990 og gerði Macauly Culkin að súperstjörnu um leið. Framhaldið kom 2 árum seinna. Kallaðist Home Alone 2: Lost in New York. Sagan er basically the same. McCalister fjölskyldan er á leiðinni til Flórída í jólafrí. En á leiðinni, týnir Kevin fjölskyldu sinni og fer óvart í vitlausa vél og kemst að því að hann er kominn til New York. Harry og Lloyd eru búnir að flýja og eru í stórborginni. Þegar þeir sjá félaga vor, þá er payback time. Og látum fjörið byrja. Hér er allt gengið mætt aftur. Macauly Culkin er álíka góður og í fyrstu sem Kevin. Joe Pesci og Daniel Stern eru meiriháttar í hlutverkum Harry og Lloyd. Og skemmtanagildið er álíka gott og áður. Þrátt fyrir það, er Home Alone 2 ekki jafn góð og fyrsta myndin, en samt skárri en myndirnar sem komu eftir á(örugglega, þó ég hafi ekki séð þær og ætla mér ekki að sjá).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sama sagan, sömu leikarar bara í New York. Macaulay Culkin er alltaf jafn flottur og Daniel Stern og Joe Pesci klikka ekki. Fuglakonan var góð. Aðrir, OFLEIKA! En það er alltaf jafn fyndið að sjá Joe og Daniel berjast í gegnum þær gildrur sem Culkin setur upp fyrir þá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja,hér er komið beint framhald af hinni ágætu mynd Home Alone. Þessi mynd er nú reyndar mjög svipuð en munurinn er sá að þessi mynd gerist í New York. Það eru sami leikararnir í þessari mynd og bófarnir og Kulkin er líka á sínum stað sem Kevin. Þessi mynd er líka ágæt enn ég held að fyrsta myndinn er alltaf betri(næstum alltaf). Þessi mynd fjallar um að fjöldskyldan hans Kevin ætla að halda jólin í Florida, allir ætla með en Kevin tafðist aðeins og fer óvart í vitlausa flugvél. Hann Kevin verður ánægður og er svo heppin að hann er með kredittkortið hans pabba síns. Hann fær nátturulega óheppni, hann hittir bófanna gamla og nú ætla þeir að hefna sín á honum. Þeir hafa ákveðið það að þeir ætla að ræna heilli dótabúð þar sem mikill peningur er og nær Kevin að stöðva þá? það fáum við að vita í myndinni. Mér fannst þessi líka ágæt en ég ætla bara láta ykkur vita að þið eigið bara að horfa á fyrstu tvær. Númer þrjú kemur ekkert við þessu. Eins og ég sagði áðan þá er þetta skemmtileg mynd og hún á líklega skilið tvær og hálfa. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn