Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Sex and the City 2008

Justwatch

Frumsýnd: 30. maí 2008

Get Carried Away.

145 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
The Movies database einkunn 53
/100
Þættirnir hafa hlotið fjölmörg verðlaun.

Kvikmynd gerð eftir hinum sívinsælu Sex and the City þáttum sem sýndir voru á RÚV um margra ára skeið. Myndin gerist 4 árum eftir að þáttaröðin hætti og fjallar á sama hátt um líf fjögurra vinkvenna í New York. Mr. Big og Carrie eru búin að kaupa sér stórglæsilega þakíbúð á Manhattan og ákveða að giftast. Enid Frick býður Carrie að taka myndir... Lesa meira

Kvikmynd gerð eftir hinum sívinsælu Sex and the City þáttum sem sýndir voru á RÚV um margra ára skeið. Myndin gerist 4 árum eftir að þáttaröðin hætti og fjallar á sama hátt um líf fjögurra vinkvenna í New York. Mr. Big og Carrie eru búin að kaupa sér stórglæsilega þakíbúð á Manhattan og ákveða að giftast. Enid Frick býður Carrie að taka myndir af brúðkaupinu fyrir sérstakan myndaþátt í Vogue um hjónabönd kvenna yfir fertugu. Í aðdraganda brúðkaupsins þá stækkar Carrie gestalistann úr 75 gestum í 200 gesti, og hættir við einfalda brúðarkjólinn og skiptir honum út fyrir hátískukjól frá Vivianne Westwood, sem hræðir Mr. Big sem er að fara að gifta sig í þriðja skipti. Á sama tíma er vinkona hennar Miranda hætt að stunda kynlíf með Steve og hann viðurkennir framhjáhald fyrir henni. Kvöldið fyrir brúðkaupið, í æfingakvöldverðinum, þá segir Miranda Mr. Big að gifting eyðileggi allt, og það kemur Mr. Big úr jafnvægi. Næsta dag, þá ákveður, Mr. Big sem nú er orðinn dauðhræddur við brúðkaupið, að hætta við allt saman, og skilur Carrie eftir eina við altarið. Carrie er niðurlægð og þunglynd eftir þetta, og vinkonur hennar Samantha, Miranda og Charlotte ákveða að fara í ferðalag til Mexíkó með Carrie og gista á hótelinu sem hún átti að gista á í brúðkaupsferðinni. Þegar Carrie kemur heim þá ræður hún aðstoðarmanninn Louise til að hjálpa sér að ná stjórn á lífi sínu. Þegar Miranda segir frá því hvað hún sagði við Mr. Big í æfingakvöldverðinum, þá hriktir í stoðum vináttu þeirra. ... minna

Aðalleikarar

Crowd pleaser en ekki fyrir mestu áhorfendurna
Sex and the city movie er sjónvarpsþátturinn sem sýndur var í 6 ár með miklum vinsældum útfærð á hvíta tjaldið. Hún fjallar um líf aðalstelpnanna í New York borg þremur árum eftir að þáttunum lauk. Margt hefur breyst, ein þeirra er komin með barn eftir margra ára bið, allar eiga þær í einhverjum vandamálum með mennina í lífi sínu en halda þó áfram að vera í nýjustu tísku og fara út að skemmta sér á vinsælustu stöðunum.

Í þetta sinn er Carrie aðal konan í þáttunum að fara að giftast ástinni í lífi sínu, Big (John James Preston) eftir tíu ára flókið samband. Miranda á í verulegum hjónabandserfiðleikum. Charlotte lifir í ævintýraheim og er komin með barn frá Kína sem hún kallar Lily og á svo von á sínu eigin barni með Harry eiginmanninum. Samantha er flutt til L.A. og er komin með leið á sólarlífinu þar sem hún hugsar ekkert um annað en einn mann Smith Jerrod ólíkt henni venjulega. Þær hafa aldrei þurft jafn mikið á hver annarri að halda til að fara í gegnum súrt og sætt saman og er gaman að fylgjast með þeim. Sérstaklega fyrir gömlu aðdáendur þáttanna.

En öll myndin er alls ekki til fyrirmyndar. Margar af setningum og verkum aðalkvennanna er skammarlega út úr karakter, þar má nefna óþolandi öskur Charlotte, Samantha að elda, Carrie að breyta íbúðinni sinni samkvæmt nýjustu tísku en ekki eftir hennar eigin haus eins og hún gerir venjulega. Miranda heldur þó haus og hagar sér samkvæmt sjálfum sér í gegnum myndina.

Tískan í þáttunum er flottari en áður vegna mikilli væntinga og eru auðvitað föt og tíska mikill hluti af þáttunum.

Myndin var ágætlega gerð, en hefði mátt láta meiri vinnu í hana sem að væri ekki svona ,,crowd pleaser" heldur eitthvað nýtt og ögrandi.
Ég varð fyrir vonbrigðum með heildarmyndina en gladdist þó að sjá konurnar saman á ný og hló maður og skemmti sér vel yfir myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hvorki gott né vont
Ég er ekki einn af þeim mönnum sem forðast Sex and the City eins og heitan eldinn einungis vegna þess að þátturinn er meira eða minna keyrður af estrógeni. Ég hef hins vegar horft á nokkra þætti, og þrátt fyrir að nokkrir þeirra hafa verið fínir, þá þykir mér þeir pínu einhæfir. Ég skil hins vegar alveg hvað fólk (mestmegnis kvenfólk) sér hvað er svona gott við þá; Þeir eru raunsæir og - að margra mati - fyndnir en ég held að það sé aðallega það að þeir snerta við ýmis málefni sem bæði kynin hafa gengið í gegnum á einhvern hátt. Svona svipuð ástæða og af hverju Friends féll alltaf svona vel í kramið hjá fólki. Það er s.s. þá orðið áberandi að ég var ekki mikill aðdáandi fyrirfram áður en ég sá þessa mynd, en ég reyndi a.m.k að vera opinn fyrir henni... Sem er meira en margir aðrir karlmenn geta sagt.

Sex and the City: The Movie er eiginlega fátt annað en formúlukennt rómantískt gamandrama, sinnum tveir í lengd. Að horfa á þessa mynd er ekki ósvipað því að upplifa double-feature skammt af tveimur "kellingamyndum." Þar sem myndin fylgir fjórum lykilpersónum neyðist hún til að gefa sér nægan tíma fyrir hverja og eina, sem bitnar náttúrlega mest á lengdinni. Myndin er þar af leiðandi bara samansafn af mismunandi sub-plottum. Sum virka, önnur ekki. Myndin heldur ágætis dampi í fyrri hlutanum, þrátt fyrir að taka sér óþarfan tíma í senur sem gera lítið fyrir framvinduna. Í seinni hlutanum hins vegar fer myndin að detta út í klisjur (ath. fleirtölu). Persónusköpunin er líka stillt upp þannig að þér er ætlast til þess að þekkja stelpurnar fjórar í byrjun myndarinnar. Manneskja sem hefur fylgst reglulega með þáttunum tekur ekkert eftir þessu, en fyrir þá sem að vita lítið um persónurnar, þá getur þetta verið ruglandi. Þeir reyna að útskýra fáeina hluti um hverja og eina í byrjun myndarinnar, en það samt segir manni ekki mikið.

Það eru nokkur dramatísk augnablik í myndinni sem svínvirka og sum eru jafnvel áhrifarík. Síðan eru önnur sem eru voða sápuóperuleg og sykurhúðuð. Svipað er hægt að segja um húmorinn. Sumir brandararnir eru þvingaðir og grófir af engri ástæðu (höfum við ekki séð riðlandi hund aðeins of oft?! Vonandi er það ekki bara ég...) meðan að aðrir ganga upp vegna þess að samtölin geta verið hnyttin á pörtum. Síðan verður auðvitað eitthvað að minnast á lengdina. En tæpur tveir og hálfur tími er einum of, sérstaklega fyrir mynd sem að fylgir engu heilsteyptu plotti. Það verður þó að segjast að lengdin hafi verið bærilegri heldur en Jennifer Hudson, sem gerði voða lítið fyrir heildina að mínu mati og voru senurnar með henni aðallega óþörf framlenging.

Eina sem ég get sagt á endanum er að ég komst ekki mikið inn í myndina, þá líklega vegna þess að ég hef ekki fylgt þessum persónum í gegnum 6 seríur eins og margir aðrir, þannig að það er skiljanlegt að myndin skilji ekki eins mikið eftir sig frá minni hlið. Sex and the City: The Movie er auðvitað fjársjóður fyrir aðdáendur (og jafnvel fullnæging fyrir hörðustu aðdáendur), og það er bara hið besta mál. Hún hefur þó óneitanlega þann galla að vera ekki nógu aðgengileg gagnvart utanaðkomandi hópum.

En allt í allt er áhorfið ekkert það slæmt. Ég skil ekki hvers vegna svona margir strákar hafa svona mikla fóbíu gagnvart þessari mynd. Ég veit allavega fyrir mitt leyti, að ef það kæmi að því að horfa á stelpumynd með kærustunni, þá væri ég fegnari að þessi yrði fyrir valinu heldur en eitthvað frat á borð við The O.C. eða One Tree Hill.

5/10 - Gæti léttilega verið verra strákar, slappið af!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.09.2021

Frægir minnast Garsons - Lést 57 ára að aldri

Bandaríski leikarinn Willie Garson lést í gær eftir erfið veikindi en nýlega var tilkynnt að hann hafði verið að berjast við krabbamein í brisi. Fjölskylda leikarans er sögð hafa verið honum við hlið þegar hann féll frá. Hann var 57 ...

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

04.10.2019

Ný mynd frá höfundi Mannlegu margfætlunnar

Tom Six, hinn alræmdi höfundur The Human Centipede þríleiksins ( mannlega margfætlan ), mun innan skamms frumsýna fyrstu kvikmynd sína frá því hann gerði þríleikinn, sem margir hafa kallað hreina viðurstyggð. ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn