Þriðja toppvika Rogue One í röð

Engan bilbug er að finna á Stjörnustríðsmyndinni Rogue One: A Star Wars Story á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en myndin er nú vinsælasta mynd landsins þriðju vikuna í röð. Fimm nýjar myndir ná ekki að velta henni úr sessi.

star-wars-rogue-one-970x539

Í öðru sæti listans er ný mynd, teiknimyndin Syngdu, í þriðja sæti er sömuleiðis ný mynd, ævintýramyndin Assassin´s Creed og í fjórða sæti er þriðja nýja myndin, geimmyndin Passengers.  Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum, gamanmyndin Why Him? í sjötta sæti og dramað Collateral Beauty í því sjöunda.  Sjöundi dvergurinn kemur svo aftur ný á listann í 14. sætinu.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffiss