Rogue One: A Star Wars Story lang aðsóknarmest

Stjörnustríðs -hliðarmyndin Rogue One: A Star Wars Story hlaut gríðargóða aðsókn nú um helgina í íslenskum bíóhúsum, en tekjur af sýningu myndarinnar námu 22,5 milljónum króna. Til samanburðar þá þénaði myndin í öðru sæti, teiknimyndin Vaiana 2,7 milljónir króna.

star-wars-rogue-one-970x539

Í Bandaríkjunum var sömu sögu að segja en Rogue One rauk beint á toppinn og þénaði 155 milljónir Bandaríkjadala á frumsýningarhelgi, sem eru aðrar mestu tekjur kvikmyndar í desember frá upphafi. Aðeins Star Wars: The Force Awakens, sem frumsýnd var fyrir ári síðan, hefur þénað meira á frumsýningarhelginni, eða 248 milljónir dala.

Rogue One var eina nýja myndin sem kom í bíó á Íslandi nú um helgina.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

rogue