Batman er eftirlýstur

Áhugavert efni úr Viral-markaðsherferðinni fyrir The Dark Knight Rises var að detta á netið. Við megum búast við nýrri stiklu í vikunni, sem verður sýnd fyrir framan The Avengers í Bandaríkjunum, en fyrir stuttu var heimasíða myndarinnar uppfærð með myndum af lögregluskrá sem inniheldur ýmsar upplýsingar um leðurblökumanninn. Hér eru nokkrar myndanna, restina má sjá á síðu myndarinnar:

Einhverjir með meiri tæknikunnáttu en ég fundu svo einhvern kóða í þessum skjölum sem leiddi þá að þessari síðu hér, sem sýnir ramma úr væntanlegri stiklu:

Þrátt fyrir að ég sé drullu spenntur yfir þessari mynd, einfaldlega vegna þess að þetta er þriðja og síðasta Batman myndin eftir Nolan, hefur mér sárlega fundist vanta upp á að markaðssetning myndarinnar sé nógu spennandi. Munið þið eftir eftirvæntingunni eftir The Dark Knight fyrir nákvæmlega fjórum árum? Þar sem að allskonar faldar heimasíður frá bæði Jókernum og Harvey Dent voru alltaf að poppa upp? Maður gat ekki beðið.

Það sagt finnst mér eins og að verið sé að reyna að halda sem mestu leyndu um myndina, sem ætti að endingu að gera áhorfið betra. Hvað segja lesendur. Mun Nolan ná að toppa The Avengers í sumar?