Það er líf eftir dauðann

jason segelSex Tape leikarinn Jason Segel hefur tekið við hlutverki sem upphaflega var í höndum Nicholas Hault í nýrri vísindaskáldsögu, The Discovery, sem er að byrja í tökum. Aðalkvenhlutverkið leikur Rooney Mara.

The One I Love höfundadúóið Charlie McDowell og Justin Lader, skrifar handritið, og McDowell leikstýrir.

Myndin gerist í heimi þar sem búið er að sanna vísindalega að það er líf eftir dauðann. Segel leikur son manns, sem Robert Redford leikur, sem gerði uppgötvunina fyrstur, og hann verður ástfanginn af Mara, konu sem lenti í miklum harmleik einhverjum árum fyrr.

Gera má ráð fyrir að þessi vitneskja um líf eftir dauðann muni spila rullu í sambandi þeirra tveggja í myndinni.

Tökur myndarinnar hefjast nú í mánuðinum í Rhode Island og á Aquidneck eyju.