Avatar 2 frestað til 2017

James_CameronLeikstjórinn og handritshöfundurinn James Cameron hefur frestað frumsýningardegi framhaldsmyndarinnar Avatar 2 til ársins 2017. Ástæðan segir hann að sé sökum þess að vinnan að handritinu sé mun flóknari en hann gerði sér grein fyrir.

,,Það er allt öðruvísi tækni að gera handrit sem spannar yfir þrjár myndir heldur en að gera handrit að einni stakri mynd,“ sagði Cameron þar sem hann var á kvikmyndagerðarkynningu í Nýja Sjálandi.

Framhaldsmyndirnar þrjár verða teknar upp samtímis, og er nú von á fyrstu myndinni í desember árið 2017. Önnur myndin kemur á sama tíma árið eftir og sú þriðja sömuleiðis í desember 2019.

Avatar frá árinu 2009 er enn tekjuhæsta kvikmynd sögunnar, en hún þénaði 2,8 milljarða Bandaríkjadala.