Aðsóknarmesta bíómyndin í Bandaríkjunum um nýliðna helgi var The Final Destination sem þénaði 12,4 milljónir Bandaríkjadala á meðan þau Sandra Bullock og
Bradley Cooper í All About Steve tókst aðeins að lokka inn 11,2 milljónir í
aðgangseyri um helgina, og lentu í öðru sæti.
Eins og fram kemur í Variety
kvikmyndablaðinu þá var það þrívíddartæknin sem gaf Final Destination ákveðið
forskot á All About Steve og aðrar myndir sem voru frumsýndar um helgina,
þar á meðal myndina Gamer með kyntröllinu Gerard Butler en sú mynd þénaði 9
milljónir dala og var í fjórða sæti aðsóknarlistans. Í tíunda sæti varð svo Ben Affleck myndin Extract
Alls er aðgangseyrir á Final
Destination kominn í 47,6 milljónir Bandaríkjadala frá frumsýningu.
Inglourious Basterds er enn nálægt
toppnum þó að þrjár vikur séu frá frumsýningu, en myndin er í þriðja sæti og er
búin að þéna 91 milljón dala alls í Bandaríkjunum. Tarantino vantar nú aðeins 17 milljónir dala
í aðgangseyri á þessa mynd til að velta aðsóknarmestu mynd sinni hingað til, Pulp Fiction af stalli, en sú mynd þénaði 108 milljónir dala í bíó í Bandaríkjunum árið 1994.
Óvænti sumarsmellurinn District 9 er
einnig áfram á lista, fjórðu helgina í röð, og er í fimmta sæti.
Halloween II datt niður í sjötta
sæti og Julie & Julia með Meryl Streep og Amy Adams, endaði í sjöunda sæti
aðsóknarlistans.
G.I. Joe: The Rise of Cobra varð í áttunda og The Time Traveler’s Wife í því níunda, sína fjórðu helgi á lista.

