Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Gerist ekki betra.
***** Spoiler***** JÁ****** Spoiler*****
Hér á ferðinni er stórt meistaraverk eftir sjálfan Quentin Tarantino.
Við fáum að fylgjast með ferðum tveggja glæpamanna, Vincent Vega (John Travolta) og Jules Winnfield (Samuel L. Jackson) vinna fyrir glæpaforingjann Marsellus Wallace (Ving Rhames). Marsellus er höfuðpersóna í allri myndinni svo skiptast sögurnar á milli manna. Butch Coolidge (Bruce Willis) er boxari og vinnur hjá Marsellus líka og Butch átti að detta út í lotu fimm en í staðin þá drap Butch andstæðinginn sinn og þá verður Marsellus vondur og sendir mennina sína á Butch og þá fer Butch að flýja með kæró Fabienne (Maria de Medeiros) og Fabienne er frönsk. En Fabienne gleymdi úrinu sem langafi og pabbi Butch átti svo þá fer Butch að ná í úrið sitt í íbúðinni sinni sem hann er löngu búinn að flýja svo kemur hann og nær í úrið sitt.
Mia Wallace (Uma Thurman) er eiginkona hans Marsellus Wallace svo hún Mia er mjög vel vernduð. Mia og Vincent áttu að hittast að Marsellus vilja svo verður hann Vincent fyrir svoldið miklu óhappi að Mia fær sér heróin í stað cocaine svo hún fær fokk mikið sjokk í líkamann og deyr næstum svo nær Vincent að bjarga henni.
Vincent og Jules fara að hitta nokkra pekka sem áttu í erfiðleikum með Marsellus svo þeir koma og drepa þá alla og taka gullið sem þeir áttu að koma með. Þeir taka einn mann til fanga og drepa hann í bílnum á fullri ferð á degi til. Þeir þurfa auðvitað að hverfa sem fyrst svo þeir fara til vinar síns Jimmie Dimmick (Quentin Tarantino) og fá að nota bílskúrinn til að losa sig við dauða vininn. Þeir ná í "The Wolf" (Harvey Keitel) því hann sér um öll svona mál þar sem þarf að losa sig við eitthvað. Þeir allir fara að hans ráðum og ná svo að sleppa. Svo má ekki gleyma aðal kallinum hans Quentin Tarantino Pumpkin (Tim Roth) og kæró hans Honey Bunny (Amanda Plummer) þau eru par sem er oft að fremja vopnaðrán í bönkum. Einn dag þegar Pumpkin og Bunny eru á veitingarhúsi þá detta þeim í hug að fremja ránið þar og þau gera það svo en þau vissu ekki hver Vincent og Jules eru því þeir voru að fá sér að borða á þessum tíma, þessum stað svo þeir stöðva ránið og bjarga gullinu og fara.
Þegar Butch er búinn að ná í úrið þá sér hann Marsellus úti á götu og Butch keyrir á hann og þeir lenda í árekstri. Þeir Butch ná að flýja inní búð því Marsellus er að skjóta á hann svo lenda þeir í smá slag í búðinni en þeir vissu auðvitað ekki um þá Zed (Peter Greene) og Maynard (Duane Whitaker) því þeir eru mannræningjar og nauðgarar svo ná þeir í Butch og Marsellus sem gísla og nauðga svo Marsellus. Þeir vita auðvitað ekkert hver Marsellus er svo skyndilega þegar þeir eru að nauðga Marsellus þá sleppur Butch og nær í japanskt sverð og fer svo að drepa Maynard og þá skýtur Marsellus í Zed og særir hann svo hverfur Butch með kæró. En Marsellus nær í vini sína og pynta Zed.
*************Spoiler búinn************************************
Hvernig virkar þessi þvæla ??? Hún verður meistaraverk og hvernig nær einn meistari að gera svona stórt meistaraverk ? það er bara einn sem gæti gert þessa þvælu svona góða og það er Quentin Tarantino. Allir leikararnir stóðu sig með prýði en sumir áttu sér enga von með karakterinn sinn. Þegar maður er búinn að sjá svona mynd þá verður maður í svakalegu sjokki, þegar ég segi " Það er enginn mynd fullkominn" í þessu tilfelli þá er hún ekki fullkominn en samt svakalega góð og með mjög, mjög, mjög fáa galla en samt það var bara þrír gallar í Pulp Fiction. Fyrsti ef bara Honey Bunny (Amanda Plummer) hefði tekið þetta hlutverk aðeins alvarlegra og vandað sig þá hefði þetta ekki verið galli. Galli tvö. Ef Quentin Tarantino hefði bara sett fleiri brandara inná milli þá og sleppt smá parti úr myndinni eða stytt hana smá þá væri það heldur ekki galli. Síðasti gallinn. Ef QT hefði bara látið Christopher Walken fá stærra hlutverk og skemmtilegra þá væri þessi mynd FULLKOMINN en hann QT hugsaði ekki málið til enda svo hann gerði þessar þrjár villur.
Quentin Tarantino hefur gert óteljandi margar góðar myndir á sínum ferli og Pulp Fiction er hans besta hingað til en ég trúi því að hann muni toppa Pulp Fiction einn daginn. QT byrjaði að gera stuttmynd og hélt svo áfram alveg á toppinn og er ekki að hleypa neinum að.
Þegar maður horfir á QT mynd þá hefur maður nokkrar væntingar eins og að myndin muni verða brjáluð, hasar, myndir sem er ekki hægt að gera. Sko það eru aðeins tveir leikstjórar sem geta gert svona góð meistaraverk, fyrsti er QT auðvitað og svo er það hinn meistarinn Christopher Nolan þeir tveir eru þessir bestu af þeim bestu í þessum kvikmyndaflokki. Það vita það allir að QT og Christopher Nolan geta ekki gert vonda mynd á engan hátt geta þeir fallið, þeir eru eins og gamli meistarinn Stanley Kubrick en hann dó. Þeir þrír eru bestir af þeim bestu hjá mér í þessum kvikmyndaflokki.
Einkunn: 10/10 - "Geðveikin í hámarki og þrír litlir gallar án þeirra þá væri myndin fullkomin."
**********SJÁÐU HANA********
***** Spoiler***** JÁ****** Spoiler*****
Hér á ferðinni er stórt meistaraverk eftir sjálfan Quentin Tarantino.
Við fáum að fylgjast með ferðum tveggja glæpamanna, Vincent Vega (John Travolta) og Jules Winnfield (Samuel L. Jackson) vinna fyrir glæpaforingjann Marsellus Wallace (Ving Rhames). Marsellus er höfuðpersóna í allri myndinni svo skiptast sögurnar á milli manna. Butch Coolidge (Bruce Willis) er boxari og vinnur hjá Marsellus líka og Butch átti að detta út í lotu fimm en í staðin þá drap Butch andstæðinginn sinn og þá verður Marsellus vondur og sendir mennina sína á Butch og þá fer Butch að flýja með kæró Fabienne (Maria de Medeiros) og Fabienne er frönsk. En Fabienne gleymdi úrinu sem langafi og pabbi Butch átti svo þá fer Butch að ná í úrið sitt í íbúðinni sinni sem hann er löngu búinn að flýja svo kemur hann og nær í úrið sitt.
Mia Wallace (Uma Thurman) er eiginkona hans Marsellus Wallace svo hún Mia er mjög vel vernduð. Mia og Vincent áttu að hittast að Marsellus vilja svo verður hann Vincent fyrir svoldið miklu óhappi að Mia fær sér heróin í stað cocaine svo hún fær fokk mikið sjokk í líkamann og deyr næstum svo nær Vincent að bjarga henni.
Vincent og Jules fara að hitta nokkra pekka sem áttu í erfiðleikum með Marsellus svo þeir koma og drepa þá alla og taka gullið sem þeir áttu að koma með. Þeir taka einn mann til fanga og drepa hann í bílnum á fullri ferð á degi til. Þeir þurfa auðvitað að hverfa sem fyrst svo þeir fara til vinar síns Jimmie Dimmick (Quentin Tarantino) og fá að nota bílskúrinn til að losa sig við dauða vininn. Þeir ná í "The Wolf" (Harvey Keitel) því hann sér um öll svona mál þar sem þarf að losa sig við eitthvað. Þeir allir fara að hans ráðum og ná svo að sleppa. Svo má ekki gleyma aðal kallinum hans Quentin Tarantino Pumpkin (Tim Roth) og kæró hans Honey Bunny (Amanda Plummer) þau eru par sem er oft að fremja vopnaðrán í bönkum. Einn dag þegar Pumpkin og Bunny eru á veitingarhúsi þá detta þeim í hug að fremja ránið þar og þau gera það svo en þau vissu ekki hver Vincent og Jules eru því þeir voru að fá sér að borða á þessum tíma, þessum stað svo þeir stöðva ránið og bjarga gullinu og fara.
Þegar Butch er búinn að ná í úrið þá sér hann Marsellus úti á götu og Butch keyrir á hann og þeir lenda í árekstri. Þeir Butch ná að flýja inní búð því Marsellus er að skjóta á hann svo lenda þeir í smá slag í búðinni en þeir vissu auðvitað ekki um þá Zed (Peter Greene) og Maynard (Duane Whitaker) því þeir eru mannræningjar og nauðgarar svo ná þeir í Butch og Marsellus sem gísla og nauðga svo Marsellus. Þeir vita auðvitað ekkert hver Marsellus er svo skyndilega þegar þeir eru að nauðga Marsellus þá sleppur Butch og nær í japanskt sverð og fer svo að drepa Maynard og þá skýtur Marsellus í Zed og særir hann svo hverfur Butch með kæró. En Marsellus nær í vini sína og pynta Zed.
*************Spoiler búinn************************************
Hvernig virkar þessi þvæla ??? Hún verður meistaraverk og hvernig nær einn meistari að gera svona stórt meistaraverk ? það er bara einn sem gæti gert þessa þvælu svona góða og það er Quentin Tarantino. Allir leikararnir stóðu sig með prýði en sumir áttu sér enga von með karakterinn sinn. Þegar maður er búinn að sjá svona mynd þá verður maður í svakalegu sjokki, þegar ég segi " Það er enginn mynd fullkominn" í þessu tilfelli þá er hún ekki fullkominn en samt svakalega góð og með mjög, mjög, mjög fáa galla en samt það var bara þrír gallar í Pulp Fiction. Fyrsti ef bara Honey Bunny (Amanda Plummer) hefði tekið þetta hlutverk aðeins alvarlegra og vandað sig þá hefði þetta ekki verið galli. Galli tvö. Ef Quentin Tarantino hefði bara sett fleiri brandara inná milli þá og sleppt smá parti úr myndinni eða stytt hana smá þá væri það heldur ekki galli. Síðasti gallinn. Ef QT hefði bara látið Christopher Walken fá stærra hlutverk og skemmtilegra þá væri þessi mynd FULLKOMINN en hann QT hugsaði ekki málið til enda svo hann gerði þessar þrjár villur.
Quentin Tarantino hefur gert óteljandi margar góðar myndir á sínum ferli og Pulp Fiction er hans besta hingað til en ég trúi því að hann muni toppa Pulp Fiction einn daginn. QT byrjaði að gera stuttmynd og hélt svo áfram alveg á toppinn og er ekki að hleypa neinum að.
Þegar maður horfir á QT mynd þá hefur maður nokkrar væntingar eins og að myndin muni verða brjáluð, hasar, myndir sem er ekki hægt að gera. Sko það eru aðeins tveir leikstjórar sem geta gert svona góð meistaraverk, fyrsti er QT auðvitað og svo er það hinn meistarinn Christopher Nolan þeir tveir eru þessir bestu af þeim bestu í þessum kvikmyndaflokki. Það vita það allir að QT og Christopher Nolan geta ekki gert vonda mynd á engan hátt geta þeir fallið, þeir eru eins og gamli meistarinn Stanley Kubrick en hann dó. Þeir þrír eru bestir af þeim bestu hjá mér í þessum kvikmyndaflokki.
Einkunn: 10/10 - "Geðveikin í hámarki og þrír litlir gallar án þeirra þá væri myndin fullkomin."
**********SJÁÐU HANA********
Pulp fiction er andskotanum skemmtilegri þó að ég vilji ekki lofa hana algjörlega upp í hæstu himna eins og allir aðrir virðast gera. Quentin Tarantino er fínn, góður leikstjóri sem og leikari og gerði hér þessa bráðsniðugu mynd. Ef það er hægt að hrósa Pulp fiction fyrir eitthvað þá er það það að hún er alls ekki langdregin þrátt fyrir að vera tveir og hálfur klukkutími að lengd. Myndin heldur manni við efnið með smellnum uppákomum og nokkrum sögum sem tengjast og þó að myndin flakki um tímann(ef þannig má að orði komast) þá get ég ekki sagt að mér hafi þótt hún neitt ruglningsleg. Stór er leikarahópurinn en ekki allir eru góðir. Mér finnst t.d. Samuel L. Jackson leika hálfleiðinlega persónu og þarna hefði ég viljað sjá bæði betri leikara og betur skrifað hlutverk. Einnig eru leikarar á borð við Ving Rhames og Harvey keitel í ekkert sérlega eftirminnilegum hlutverkum en John Travolta kemur með ágætt comeback(og þá er ég að miða við þegar myndin var gerð árið 1994) og Uma Thurman gerir sína persónu furðulega og áhugaverða en bestur er Bruce Willis sem boxari með dularfulla fortíð. Ekkert meistaraverk, þynnist aðeins undir lokin og skortir aðeins meira púður og krydd til að fá hærri einkunn en þrjár stjörnur frá mér en þetta er dúndurfín mynd sem ég mæli með.
Ótúlega vel leikstýrð af Tarantino sá hefur stíl.Margir halda að þessi mynd sé ekki annað en stjörnusúpa sem græddi en þetta er þó samhæfð stjörnusúpa og vel leikstýrð og klippt...Ein uppáhaldsmyndin mín..
Þetta er önnur mynd leikstjórans og leikarans Quentin Tarantino og topplistinn minn með myndum eftir hann er svona 1. Kill Bill Volume 2 2. Pulp Fiction 3. Kill Bill Volume 1 4. Reservoir Dogs Svo hef ég ekki séð Jackie Brown. Það er allaveganna mjög mjótt á munum á Kill Bill 1 og Reservoir Dogs. Þessi mynd er ekki mjög ólík Reservoir Dogs því að er flakkað á milli tíma í þessari mynd og líka Reservoir Dogs. Það eru mjög margir frægir leikarar í þessari mynd í aðalhlutverkum og aukahlutverkum. Það eru: John Travolta, Bruce Willis, Samuel L. Jackson, Uma Thurman, Tim Roth og svo á Cristopher Walken eitt 5 mínútna lagt atriði og Steve Bucsemi kemur upp einu sinni í myndinni og svo er það hann sjálfur Quentin Taratino sem á aðeins stærri leik og í Reservoir Dogs. Þessi mynd fjallar um tvo skósveina mafíuforingja(John Travolta og Samuel L. Jackson), spilltan boxara(Bruce Willis) og skötuhjú sem ræna veitingastöðum og fleiri búðum(Tim Roth og Amanda Plummer). Samt koma Tim Roth og Amanda Plummer bara fram í tíu mínútur í myndinni þannig að þau eru varla í aðalhlutverki. Þessi mynd er algjört meistaraverk og ég gef henni fjórar stjörnur.
Jæja! Þá er komið að Pulp Fiction og í þetta skiptið ætla ég að hafa þetta stutt. Pulp Fiction er ein besta mynd sem að ég hef séð og að mínu mati besta mynd Tarantino. Þetta er mynd sem að saman stendur af gæða leikurum sem að skila sýnu en þó verð ég að segja að samleikur Travolta og Jackson er hrein snilld. Ég hélt einnig mikið upp á Bruce Willis og Uma Thurman sýnir snilldar leik(samt betri í Kill Bill vol. 1 og 2). Pulp Fiction er vel skrifuð og afar vel leikstýrt. Það er í raun fátt sem að ég get sagt annað en það að ef þú hefur ekki séð þessa mynd, þá er að drífa sig út á næstu leigu og leigja hana og finnst þið eruð stödd á leigunni, því ekki að taka fleiri myndir eftir þennann mann sem að er ekkert annað en snillingur og þá er ég auðvitað að tala um minn mann Quentin Tarantino. Þessi mynd fær fullt hús hjá mér og hún fengi meira ef það væri pláss í húsinu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Roger Avary, Quentin Tarantino
Framleiðandi
Miramax Films
Kostaði
$8.000.000
Tekjur
$214.179.088
Aldur USA:
R
Útgefin:
3. apríl 2015
VOD:
3. apríl 2015
- Jules: The path of the righteous man is beset on all sides by the inequities of the selfish and the tyranny of evil men. Blessed is he, who in the name of charity and good will, shepherds the weak through the valley of darkness, for he is truly his brother's keeper and the finder of lost children. And I will strike down upon thee with GREAT VENGEANCE and FURIOUS ANGER those who would attempt to poison and destroy my brothers. AND YOU WILL KNOW MY NAME IS THE LORD WHEN I LAY MY VENGEANCE DOWN UPON THEE!